Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 03.01.2007, Síða 24
www.svefn.is Nýr bæklingur sem ber heitið Ráðleggingar um mataræði og næringarefni er kominn út á vegum Lýðheilsustöðvar. Hinn nýi bæklingur ber í sér fróðleik um æskilegt innihald matar bæði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Ráð- leggingarnar eiga að auðvelda fólki að velja fæði í samræmi við næringarefna-og orkuþörf sem og ráðlagða dagskammta af ýmsum vítamínum og stein- efnum. Þar er tekið mið af nýjum vísindarannsóknum á sviði nær- ingar og heilsu og niðurstöðum kannana á mataræði Íslendinga. Ekki hvað síst er ráðlegging- unum ætlað að vera til viðmiðun- ar fyrir skóla, heilsugæslu, mat- vælaframleiðendur, stóreldhús og aðra sem hafa áhrif á matar- æði almennings. „Hollusta næst aldrei úr ein- hæfu fæði. Rannsóknir sýna að því fleiri tegundir af matvælum sem fólk velur því betur er það statt næringarlega. Við leggjum þess vegna áherslu á að til að lík- aminn fái öll þau næringarefni sem hann þarf á að halda þá sé gott að borða sitt lítið af hverju. Það er sú hvatning sem bækling- urinn snýst um í stuttu máli,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur. Bæklingurinn fæst endur- gjaldslaust hjá Lýðheilsustöð og hægt er að skoða hann og panta á heimasíðu stöðvarinnar. www. lydheilsustod.is. Lítil hollusta í einhæfu fæði Upplýsingar í síma 894 1806 og á www.simnet.is/medanotunum Tónlistarnámskeið fyrir 0-5 ára börn Söngu r – Dans – Þulur – Hljó ðfæ ral eik ur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.