Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 63
Britney Spears var sögð hafa fallið í yfirlið á nýárs- samkomu sökum of mikillar drykkju en hún var borin út af skemmtistað í Las Vegas að sögn sjónarvotta. Atvikið átti sér stað á nætur- klúbbnum Pure sem staðsettur er í Ceasar‘s Palace í Las Vegas en Spears hafði verið fengin til að vera gestgjafi í boðinu og ætlaði að stíga léttan dans fyrir gesti og gangandi. Spears og föruneyti hennar, sem taldi í kringum 27 manns, hófu daginn reyndar snemma og byrjuðu á veitinga- stað nálægt næturklúbbnum þar sem hersingin lagði svokallað VIP-herbergi undir sig og drakk ótæpilegt magn af kampavíni. Spears mætti síðan í teitið rétt fyrir miðnætti, sýndi sínar bestu hliðar þegar lagið I‘m a Slave for You hljómaði og fagnaði nýju ári með því að opna fokdýra kampa- vínsflösku sem væntanlega hefur verið kláruð á mettíma en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Breska götublaðið The Sun hefur eftir einum sjónarvotta að Spears hafi dansað nokkuð mikið en rétt fyrir klukkan eitt vildi hún fara heim. „Spears reyndi að standa upp en féll í yfirlið,“ sagði eitt vitna við blaðið en vinir söngkonunnar færðu hana á öruggan stað þar sem lífverðir Britney tóku við henni. „Þeir báðu um aðstoð og ég heyrði eina vinkonuna biðja um teppi þannig að ekki væri hægt að taka ljósmyndir af henni,“ bætti annar sjónarvottur við. „Við sáum Britney Spears síðan borna út,“ lýstu vitnin tvö yfir. Umboðsmaður Britney Spears, Larry Rudolph, bar hins vegar allar sögusagnir um að söngkon- an hefði verið ofurölvi til baka og sagði að hún hefði einfaldlega ferðast mikið að undanförnu og væri líkamlega þreytt. „Hún hefur það fínt, hún var bara þreytt og klukkan var auk þess orðin margt,“ lýsti Rudolph yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.