Fréttablaðið - 03.01.2007, Side 66
Bilaður ef ég nýti ekki þetta tækifæri
„Það þarf ekkert að
fjölyrða um það hversu mikið áfall
þetta er fyrir mig,“ sagði Einar
Hólmgeirsson í samtali við Frétta-
blaðið í gær eftir að það var stað-
fest að hann þarf að gangast undir
aðgerð á þumalfingri. Einar
meiddist í leik Grosswallstadt og
Kiel þann 30. desember en hann
hefur leikið mjög vel með fyrr-
nefnda liðinu á tímabilinu.
„Þetta var mjög klaufalegt. Ég
var að taka fáránlegt skot og
fylgdi vel á eftir í varnarmanninn
og lá bara óvígur eftir. Ég gat ekki
spilað meira og vissi samstundis
að eitthvað mikið var að,“ sagði
Einar sem fór í skoðun hjá Brynj-
ólfi Jónssyni, lækni íslenska lands-
liðsins, í gær. Hann staðfesti að
þörf væri á því að Einar fari í
aðgerð. „Það má segja að það sé
kominn endanlegur úrskurður um
þetta og ég mun að öllum líkindum
fara undir hnífinn í dag. Það eru
tveir læknar búnir að segja að ég
þurfi að fara í aðgerð og það þarf
að gerast sem fyrst,“ sagði Einar.
Stórskyttan getur ekki haldið á
handbolta, svo slæm eru meiðslin
en hann virðist taka fréttunum
með miklu jafnaðargeði. „Það er
lítið gagn að mér ef ég get ekki
einu sinni haldið á boltanum. Ef ég
get ekki skotið, þá er minn hæfi-
leiki bara farinn,“ sagði Einar létt-
ur í lund en ljóst er að hann leikur
ekki handbolta næstu mánuðina.
„Ég kem vonandi bara sterkur
út úr þessu en það verður líklega
ekki fyrr en eftir þrjá mánuði.
Læknarnir úti í Þýskalandi, þar
sem ég fór fyrst í skoðun, sögðu
mér að þetta tæki sex til átta vikur
en svo hitti ég handasérfræðing
hjá Landspítalanum og hann sagði
mér að það væri bara bull að ætla
sér að fara að æfa fyrr en eftir
þrjá mánuði. Þetta gæti tekið
skemmri tíma en það eða lengri,
en þetta er svo mikilvægt liðband
að þetta verður að fá sinn tíma.
Þetta er vinnan mín og því þarf ég
að passa mig,“ sagði Einar sem
hefur skorað 73 mörk í sautján
leikjum fyrir Grosswallstadt á
tímabilinu.
„Ég hef verið í fínu formi og
verið að leika ágætlega og var
búinn að hlakka til mótsins frá því
að við lögðum Svíana áður en þetta
reiðarslag gekk yfir. Sem betur
fer erum við nokkuð vel mannaðir
í skyttustöðunni. Alex getur spilað
vel fyrir utan og fleiri, það má því
ekki detta í neitt volæði þó að það
vanti einn leikmann.“
Það verður ekki annað sagt en
að Einar sé mjög seinheppinn hvað
meiðsli varðar. „Ég sneri mig á
ökkla í Túnis rétt fyrir HM þar
fyrir tveimur árum og gat ekki
tekið þátt þar, svo var ég sendur
heim frá EM í Sviss í fyrra með
heilahristing og nú þetta. Janúar
er kannski ekki alveg minn mán-
uður, það mætti alveg flytja þessi
stórmót á einhvern annan tíma
ársins,“ sagði Einar glaðbeittur
þrátt fyrir allt. „Þetta er frekar
pirrandi að lenda alltaf í þessu en
ég á nokkur ár eftir,“ sagði hinn 24
ára gamli Einar.
Ísland er í riðli með Ástralíu,
Úkraínu og Frakklandi á mótinu.
Fyrsti leikurinn er gegn Áströlum
þann 20. janúar og Einar hefur
fulla trú á því að liðið nái góðum
árangri í Þýskalandi. „Það er erf-
itt að standa undir þessum miklu
væntingum sem eru fyrir mótið
en þetta eru allt atvinnumenn og
ég veit að þeir munu standa sig,“
sagði Einar að lokum.
Auk þess sem Einar verður
ekki með hefur Ólafur Stefánsson
átt við meiðsli að stríða. Ólafur
hefur barist við þrálát meiðsli í
öxl en ætti að geta beitt sér af full-
um krafti. Landsliðið kemur
saman í dag á sinni fyrstu æfingu
og heldur svo til Danmerkur á
æfingamót á morgun.
Einar Örn Jónsson hefur verið
kallaður inn í landsliðið í stað
nafna síns. Einar Örn spilar með
Minden í Þýskalandi og verður
með á æfingu liðsins í dag.
Íslenska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að Einar Hólmgeirsson getur
ekki leikið með liðinu á HM í Þýskalandi nú í janúar. Einar Örn Jónsson kemur í liðið í stað nafna síns.
Eggert Magnússon,
stjórnarformaður og eigandi West
Ham, leggur nú allt kapp á að
styrkja leikmannahóp liðsins. West
Ham var jarðað af Reading í ensku
úrvalsdeildinni í fyrradag þegar
það tapaði 6-0 og brúnin á Eggert
mjög þung þegar sjónvarpsmynda-
vélar beindust að honum í stúk-
unni meðan á leiknum stóð.
West Ham situr nú í fallsæti í
deildinni eftir 22 leiki og staða
liðsins er alls ekki góð. Alan
Curbishley tók við liðinu um miðj-
an desembermánuð og ljóst er að
Eggert þarf að finna leikmenn í
samráði við hann til að styrkja
hópinn. „Við erum að skoða leik-
mannamálin. Leikmannaglugginn
var auðvitað bara að opna en við
ætlum að ganga frá þessu eins
fljótt og hægt er, það er ekki eftir
neinu að bíða. En þessi gluggi er
erfiður, það er erfitt að fá til sín
toppleikmenn,“ sagði Eggert við
Fréttablaðið í gær en hann vildi
ekkert tjá sig um hvaða leikmenn
hann er að skoða.
„Þetta er allt bara orðrómur
þarna úti,“ sagði Eggert, aðspurð-
ur um það hvort hann hefði áhuga
á því að krækja í David Beckham
sem hefur verið sterklega orðaður
við félagið. „Við munum styrkja
okkur og fá eins marga leikmenn
og við teljum okkur þurfa, við
ætlum okkur að vera uppi. Það
verður bara að koma í ljós hversu
miklum fjármunum við eyðum,
það fer eftir ýmsu,“ sagði Eggert.
Curbishley hefur stjórnað lið-
inu í fimm leikjum og hefur aðeins
náð einum sigri, en Eggert hefur
fulla trú á því að Curbishley nái að
stýra skútunni á réttan kjöl á nýju
ári. „Það hefur verið erfitt fyrir
hann að glíma við öll þessi vanda-
mál sem eru ekki honum að kenna.
Það er ljóst að það er eitthvað
mikið að og það er hans að laga
það en þetta tekur allt sinn tíma.
Hann tekur við búi sem var orðið
alltof erfitt, því miður,“ segir
stjórnarformaðurinn sem segist
ekki hafa hugmynd um hvað sé
vandamál leikmanna liðsins.
„Það er ljóst að sjálfstraust er
það sem vantar núna en ég held að
þetta sé dýpra vandamál, sem var
bara búið að vera of lengi í gangi
en ég hef engar skýringar á.
Breytinga var þörf, annars hefði
ég ekki gert hana, en þetta er
kannski ekki eins alvarlegt og það
virðist vera,“ sagði Eggert og vís-
aði til þess þegar Alan Pardew var
látinn taka poka sinn í desember.
Við styrkjum okkur eins og við þurfum
Viggó Sigurðsson skildi
við Flensburg í góðum málum er
hann hélt aftur heim til Íslands á
aðfangadag jóla en þá hafði hann
stýrt liðinu frá upphafi keppnis-
tímabilsins í þýsku úrvalsdeild-
inni í handbolta. Í nýlegu viðtali
sagði Thorsten Storm, fram-
kvæmdastjóri Flensburg, að
Viggó væri í miklum metum hjá
leikmönnum og þjálfurum.
„Þetta er lið sem er búið að
spila lengi saman og því var ekki
miklu breytt inni á vellinum,“
sagði Storm. „En það sem Viggó
kom með var mikill kraftur í liðið
og gífurlega mikill sigurvilji.
Viggó er fagmaður fram í
fingurgóma og tókst afar vel upp
í sínu starfi.“
Viggó kom með
sigurviljann
Alþjóðasamtök íþrótta-
fréttamanna, AIPS, völdu Roger
Federer, tenniskappa frá Sviss, og
rússneska stangarstökkvarann
Jelenu Isinbajevu sem bestu
íþróttamenn ársins 2006. AIPS
völdu því sömu menn og í fyrra
en auk þess var ítalska landsliðið
í knattspyrnu valið lið ársins eftir
að hafa landað heimsmeistaratitl-
inum síðasta sumar. Valið kemur
þó engum á óvart þar sem bæði
Federer og Isinbajeva báru höfuð
og herðar yfir aðra í sínum
greinum á nýliðnu ári.
Fabio Cannavaro, varnarmað-
ur Real Madrid og fyrirliði ítalska
landsliðsins lenti í öðru sæti og
Fernando Alonso, Formúlu-1
ökuþór, í því þriðja. Hjá konunum
varð tennisdrottningin Justine
Henin-Hardenne í öðru sæti og
Janica Kostelic í þriðja.
Völdu Federer
og Isinbajevu