Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 8
 Hvað heitir sænski utanrík- isráðherrann sem hefur verið sakaður um að þiggja mútur frá rússnesku fyrirtæki? Í hvaða landi er verðlag rúmlega 47 prósentum hærra en í löndum þar sem evra er gjaldmiðill? Hvað heitir íslenski sjón- varpsmaðurinn sem lést í Skotlandi á sunnudaginn, 77 ára að aldri? Landssamtök landeigenda verða stofnuð á Hótel Sögu hinn 25. janúar. Samtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeig- enda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli. Stofnun samtakanna á rætur að rekja til fjölmenns baráttu- fundar gegn þjóðlendukröfum ríkisins á austanverðu Norður- landi, sem haldinn var í haust. Fundarmenn kröfðust þess að fjármálaráðherra afturkallaði kröfur ríkisvaldsins í þinglýstar eignir í Þingeyjarsýslu. Jafn- framt skoruðu þeir á ráðherra að endurskoða þjóðlendulögin. Berjast fyrir eignaréttinumFasteigna-skattar af íbúðarhúsnæði lækka á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Reykjavík en haldast óbreytt- ir í Vestmannaeyjum. Hjá öðrum hækka fasteignaskattar um tíu til átján prósent. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Verð- lagseftirlit ASÍ hefur tekið saman. Mest hækka fasteignaskattar í Skagafirði, eða um 17,7 pró- sent, á Ísafirði, í Fjarðabyggð og Garðabæ en mest lækka þeir á Seltjarnarnesi, um tólf prósent. Álagningarprósenta holræsa- gjalda hækkar um átján prósent á Ísafirði. Þegar tekið hefur verið tillit til fasteignamats hækka holræsagjöld í öllum sveitarfélögum um 10-30 pró- sent nema í Vestmannaeyjum. Sorphirðugjöld hækka í öllum sveitarfélögum nema í Árborg. Á Ísafirði hækka þau um helm- ing. Þar eru gjöldin 29 þúsund krónur á ári en 7.200 krónur á Seltjarnarnesi. Leikskólagjald fyrir átta tíma vistun með fæði hækkar mest milli ára í Fjarðabyggð, eða um rúm ellefu prósent. Mest er lækkunin í Kópavogi og Hafnar- firði, tæp 23 prósent. Skóladag- vist og aðrar almennar gjald- skrár hækka víða um fimm til tíu prósent. Útsvarsprósentan helst óbreytt. - Fasteignaskattar hækka mest „Ég ætla ekki að tjá mig um málið að svo stöddu og ég vona að þið virðið það við mig,“ sagði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, eftir að mál ákæruvaldsins gegn Einari, Geir Magnússyni og Kristni Björnssyni var þingfest í héraðsdómi. Verjendur ákærðu í málinu lögðu fram kröfu um frávísun en forstjórarnir eru ákærðir í 27 liðum fyrir almennt samráð, mark- aðsskiptingu og samráð um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskipta- kjara. Krafan um frávísun byggist á sex meginrökum en auk þess krefjast lögmenn ákærðu að sakarkostnaður leggist á ríkis- sjóð. Ragnar H. Hall, lögmaður Kristins, sagðist hafa þá trú að málatilbúnaður ákæruvaldsins væri ekki byggður á nægilega traustum stoðum og því væri ekki, að hans mati, tilefni til þess að gefa út ákæru. „Það er mín skoðun að þetta mál ákæruvaldsins sé lög- fræðileg tilraunastarfsemi því það liggja fyrir álit fræðimanna um það að það séu ekki skilyrði til þess að gefa út ákæru. Saksóknari á ekki að gefa út ákæru nema að hann telji að það séu meiri líkur en minni á því að menn verði sak- felldir samkvæmt ákæru. Mér finnst það vera tilraunastarfsemi að láta dómstóla leysa úr þessum álitaefnum sem uppi eru.“ Sérstakt þinghald vegna frávís- unarkröfunnar fer fram 26. jan- úar. Í máli Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara kom fram að sam- tals lægju fyrir í málinu 26 gagna- möppur sem teldust til gagna málsins. Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari, sem nýlega tók við starfi yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sagðist alveg eins hafa búist við þessari kröfu lögmanna. „Það kemur mér ekki á óvart að lögmenn ákærðu skuli láta reyna frávísunarkröfu. Það sem lögmenn ákærðu hljóta að vilja fá fram er sýknudómur. Frá- vísun er engin endanleg niður- staða í málinu.“ Lögmenn lögðu fram kröfu um frávísun Lögmenn forstjóra olíufélaganna á árunum 1993 til 2001 krefjast frávísunar á málinu. Erum ekki að reyna að tefja þetta mál heldur viljum aðeins fá fram rétta niðurstöðu, segir lögmaður Kristins Björnssonar. Forstjórarnir neituðu að tjá sig. Verulegt tjón varð á girðingum og túnum á fjölda bæja í Eyjafjarðarsveit í aurskriðum og vatnavöxtum 20. desember. Endan- legt mat liggur ekki fyrir. Trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs í Eyjafirði meta tjónið og gera til- lögu til stjórnar um hvernig skuli með fara. „Víða er verulegt tjón á girðing- um og ræktuðu landi en ég veit ekki hvað það er umfangsmikið,“ segir Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, sem telur tjón hafa orðið á tíu til fimmtán bæjum. „Menn standa frammi fyrir alveg nýju verkefni,“ segir Bjarni. Beðið er niðurstöðu um hættu frekari skriðufalla en það er mál stjórnar Ofanflóðasjóðs. Norðurorka kannar orsakir skemmda á Djúpárdalsvirkjunum og Viðlagasjóður rannsakar eyði- leggingu húsa í Grænuhlíð. Bjargráðasjóður bætir tjón á ræktuðu landi og girðingum en Við- lagatrygging Íslands á fasteignum og lausafé sem er brunatryggt af völdum náttúruhamfara. Verulegt tjón á girð- ingum og túnum Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, lýstu yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í Madrid 30. desember sem varð tveim mönnum að bana og slasaði 26 manns. Tilkynningin kom í kjölfar þess að tveir meintir ETA- meðlimir voru handteknir í Frakklandi. ETA ásakaði stjórnvöld fyrir að hafa ekki rýmt bílastæðakjall- ara flugvallarins sem sprengingin varð í þrátt fyrir þrjár viðvaranir um nákvæma staðsetningu sprengjunnar. ETA lýsti yfir ábyrgð í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.