Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 46
10 Vélaverkstæðið Grímur á Húsavík hefur verið starfandi í sautján ár en það var stofnað á grunni eldra fyr- irtækis sem hafði starfað á Húsavík um nokkurra áratuga skeið. Það má segja að Grímur sé nokkurs konar fjölskyldufyrirtæki en Helgi Kristj- ánsson er framkvæmdastjóri og Ásgeir Kristjánsson bróðir hans er annar tveggja verkstjóra Gríms. „Það er margt búið að breytast á þeim sautján árum sem fyrirtækið hefur starfað,“ segir Helgi Kristjáns- son framkvæmdastjóri. „Nú erum við mest að vinna verkefni í ýmiss konar vélaviðhaldi og nýsmíði úr járni. Fyrstu árin unnum við mikið í þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki en það hefur dregist saman undan- farið.“ Helgi segir verksvæði Gríms nokkuð stórt. „Við höfum mest verið að vinna austan Vaðlaheiðar en höfum einnig sinnt verkefnum fyrir sunnan, til dæmis á Nesjavöllum og austur á landi. Við höfum mikið verið í því að þjónusta gufuaflsvirkj- anirnar hér á svæðinu og erum núna að smíða ofan á væntanlegar bor- holur á Norðausturlandi. Þá höfum við í gegnum tíðina unnið mikið við gufuaflsvirkjunina í Kröflu.” Það starfa um 20 manns hjá fyr- irtækinu og er það mat Helga að bjart sé framundan. „Ég hef fulla trú á að farið verði í álversframkvæmdir hér við Húsavík og að sú gufuorka sem er til stað- ar hér á svæðinu verði nýtt með byggingu virkjana. Það myndi auka verulega lífsmöguleika ýmiss konar fyrirtækja á svæðinu, bæði í upp- byggingu og þjónustu. Þetta hefur verið deyjandi svæði hér undanfarin ár og við þurfum á nýjum tækifær- um að halda,” segir Helgi. -öhö Bjart framundan á Norðurlandi Vélaverkstæðið Grímur á Húsavík hefur starfað í sautján ár en hjá fyrirtækinu vinna um 20 manns. Helgi Kristj- ánsson framkvæmdastjóri segir margt hafa breyst á þessum árum. Matthías Ottóson hjá Mottó ehf. á sitt uppáhaldstæki. Það er sjö tonna hjólavél sem kemur frá Frakklandi og segir Matthías að þessari vél ætli hann aldrei að sleppa enda hefur hún reynst honum óhemju vel í gegnum árin. „Þessi vél er frönsk og heitir Mecalac, sjö tonna hjóla- vél með 360º snúningi. Ég keypti hana eftir bæklingi á sýningu og var hræddur þegar ég síðan sá hana, var ekki alveg með það á hreinu hvað ég hefði verið að kaupa þarna,“ sagði Matthías en hann átti svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir kaupunum. „Ég kunni ekkert á þessa vél en það kom franskur maður með henni sem kenndi mér. Þegar maður hafði lært á hana komst maður að því að hún hentaði vel í öll minni verkefni. Þetta er mjög hentugt og fjölbreytt verkfæri sem hefur komið sér ótrú- lega vel,“ sagði Matthías Ottóson en hjólavélin hans er af árgerð 1991 og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. - egm Mun aldrei láta vélina af hendi Matthías Ottósson heldur mikið upp á sjö tonna hjólavél sem kemur frá Frakklandi. Scania bílafyrirtækið var stofn- að árið 1891 í Svíþjóð. Fyrirtækið var þá reiðhjólaverksmiðja. Síðan sameinaðist reiðhjólaframleiðslan fyrirtækinu Vabis, sem á þeim tíma framleiddi vagna af ýmsum toga. Sameinuð framleiddu fyrirtækin jafnt flutningabíla og fólksbíla, eða allt fram til 1929 þegar síðasti fólks- bíllinn rann af færibandinu. Umboðsaðili Scania á Íslandi er Hekla og hefur umboðinu gengið vel að markaðssetja vörumerkið. Síðast- liðin sex hefur Scania að meðaltali verið með 30,8 prósent markaðshlut- deild í sínum geira og öll árin verið mest selda vörubifreiðin í flokki II, en í þann flokk falla bílar með eig- inþyngd yfir 16 tonnum. -tg Scania vinsælt hérlendis { vélar og tæki }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.