Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN PATHFINDER SE 32” Nýskr. 12.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 23 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 4.390 .000. - Birgir, á að varpa ASÍ fyrir borð? Niðurstöður nefndar Framsóknarflokksins, sem falið var að afla upplýsinga og móta samningsmarkmið við Evrópu- sambandið, verða kynntar á flokksþingi framsóknar í mars- byrjun. Orri Hlöðversson, formaður nefndarinnar, segir talsverða vinnu við upplýsingaöflun að baki og fram undan sé að vinna úr gögnunum og draga saman niður- stöður. Nefndin hóf störf í ágúst 2005 og hefur starfað samkvæmt álykt- un flokksþings frá í febrúar sama ár. Í nefndinni sitja tveir fulltrú- ar hvers kjördæmis, auk þing- flokksformanns og þingmanna Framsóknarflokksins í utanríkis- málanefnd Alþingis. Orri tekur skýrt fram að það sé ekki í verkahring nefndarinn- ar að kveða uppúr um hvort Fram- sóknarflokkurinn eigi að stíga einhver skref í átt til Evrópusam- bandsins eða ekki. „Við höfum ímyndað okkur að við séum í aðildarviðræðum án þess að taka afstöðu til þess hvort við eigum að fara í þær eða ekki.“ Nefndin hefur fjallað um helstu málaflokka sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur til og segir Orri Ísland njóta sömu stöðu og Evrópusambandsríkin hvað þá áhrærir. „Við erum fylli- lega í takti við Evrópusambandið í þessum helstu málaflokkum sem við höfum unnið eftir,“ segir hann og nefnir vinnumarkaðsmál, umhverfismál og fjármagnsmark- aði. „Við erum miklu Evrópu- væddari heldur en við gerum okkur grein fyrir dagsdaglega.“ Útaf standi klassísk ágreinings- mál á borð við landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, með þau hafi verið unnið sérstaklega og verða samningsmarkmið skilgreind. Sama gildi um öryggis- og varnar- mál í víðum skilningi og svo mynt- mál. Nefndarmenn koma úr ýmsum áttum og hafa ólíkar skoðanir á Evrópumálum. Í hópnum eru stjórnarmenn í Evrópusamtökun- um og fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn – samtökum sem telja það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Orri segir nefndarmenn hafa reynt að halda sig á ópólitískum nótum og nálg- ast viðfangsefnið með faglegum hætti. Þá hafi álita sérfræðinga á einstökum málum verið leitað. Flokksþing Framsóknarflokks- ins verður haldið í Reykjavík dag- ana 2. og 3. mars. Framsókn mótar samningsmarkmið Innan Framsóknarflokksins er mótun markmiða Íslendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið á lokastigi. Málið hefur verið í vinnslu frá haustinu 2005 og verða niðurstöður kynntar á flokksþingi í byrjun mars. Tæplega tvítugur piltur var í gær ákærður fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir fíkni- efnabrot, stórfelld eignaspjöll og fjórtán umferðarlagabrot. Öll þessi brot framdi hann á um það bil níu mánaða tímabili. Eignaspjöllin framdi pilturinn í júlí þegar hann bramlaði tvær BMW-bifreiðar á bílasölu, hellti síðan yfir þær bensíni og kveikti í. Báðar bifreiðarnar eyðilögðust og tvær aðrar sem stóðu nálægt þeim urðu fyrir skemmdum af völdum eldsins. Þá var pilturinn margoft tek- inn við akstur, sviptur ökuréttind- um, auk þess sem hann ók eitt sinn tvisvar á sömu bifreiðina og stórskemmdi hana. Kveikti í tveim- ur BMW-bílum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði ríkisstjórn sinni í gær að draga úr olíufram- leiðslu vegna olíudeilunnar við Hvíta-Rússland sem gæti því dregist á langinn. Rússland skrúfaði fyrir olíu leiðslur í gegnum Hvíta-Rússland til nokkurra Evrópulanda á mánu- dag. Ástæðan er sögð að Hvítrúss- ar ræni olíu úr leiðslunni. Sérfræðingar segja að olíu- birgðir Hvíta-Rússlands endast í viku í mesta lagi en stjórnvöld neita að tjá sig um stöðuna. Pútín virðist telja dagaspursmál hve- nær Alexander Lúkasjenko, for- seti Hvít-rússa, gefi eftir í deil- unni vegna þverrandi olíubirgða í landinu að mati fréttaskýrenda. Ár er síðan truflun varð á gas- flutningi frá Rússlandi vegna verðdeilu Rússa og Úkraínu- manna. Deilan hefur á ný vakið áhyggjur hve Evrópa er háð Rúss- land um orku. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, tóku harkalega til orða í gær. „Óviðunandi“ væri að lönd, sem flytji eða framleiði orku, skrúfi fyrir án samráðs. Merkel sagði að Þýskaland gæti ekki verið háð einum aðila um gas. Aðrir möguleikar væru nýting kjarnorku og endurnýtanleg orka. Hörð afstaða Pútíns í olíudeilu Sexburar komu í heiminn í Kanada síðastliðna helgi, eftir aðeins sex mánaða dvöl í legi móður sinnar. Börnin vega aðeins 700 til 800 grömm og eru ekki mikið stærri en svo að þeir rúmast í lófa. Fyrsti sexburinn fæddist á laugardagskvöld og hinir fimm fylgdu í kjölfarið á sunnudagsmorgun. Frægasta fjölburafæðing í Kan- ada hingað til var þegar Dionne- fimmburarnir fæddust árið 1934. Fæðingu þeirra var fagnað sem læknisfræðilegu kraftaverki en sorgleg örlög biðu þeirra. Yfirvöld dæmdu foreldra þeirra óhæfa til að ala börnin upp. Sexburar litu dagsins ljós Kaupþing gekk í gær frá útgáfu skuldabréfa til þriggja ára í Sviss fyrir sem nemur 200 milljónum svissneskra franka, eða 11,5 milljörðum króna. Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir kjörin með þeim bestu sem bankanum hafa boðist í nokkurn tíma, 28 punktar yfir LIBOR millibankavöxtum. Í sambærilegri útgáfu í Bandaríkj- unum fyrir áramót voru kjörin 70 punktar. „Við vildum vera vissir um að fara ekki aftur inn á Evrópumarkað nema að góð kjör væru í boði. Þetta sýnir að ávöxtunarkrafan á Kaupþing er að lækka,“ segir hann, en útgáfan er sú fyrsta hjá bankanum á Evrópumarkaði í rúmt ár. Kröfur lækka um ávöxtun Enn ber á því að illa sé farið með erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði. Youss- ouph Bayo frá Senegal bjó og starfaði á Íslandi í hálft ár. Hann hafði búið á Spáni í fimmtán ár þegar hann kom til landsins í júlí. Hjá Útlendingastofnun fékk hann þær upplýsingar að hann ætti að finna vinnu og vinnuveit- andinn myndi síðan útvega honum leyfi og kennitölu. Það gekk ekki eftir. Youssouph Bayo, sem í gær bjóst við að yfirgefa landið í morg- un, segir að hann hafi starfað í hálft ár við garðyrkjustörf og hellulagnir hjá Má Ívari Henrys- syni, eiganda Járnvirkjans. Youss- ouph segir að á þessum tíma hafi hann búið hjá vinnuveitandanum í Meðalholti og aðeins fengið tíu og fimmtán þúsundkall í laun öðru hvoru. Youssouph missti þolinmæðina um áramótin og óskaði eftir laun- unum en segir að þá hafi Már tekið af honum útidyralykilinn og lokað hann úti. Youssouph hafði sam- band við lögreglu, Vinnumála- stofnun og Trésmiðafélag Reykja- víkur til að innheimta launin sín. Halldór Jónasson, starfsmaður Trésmiðafélagsins, segist hafa reynt að hafa samband við vinnu- veitandann en án árangurs. Hann telur ekki mikla von um að inn- heimta takist. Ekki náðist í Má Ívar Henrys- son, eiganda Járnvirkjans, í gær. Varð að fara án launa sinna Sterar og vaxtar- hormón fundust í bíl í Norrænu í gær af tollgæslunni á Seyðisfirði. Lögreglan sagði efnin falin í farangri: 200 stykki af vaxtar- hormónum og 40 hylki af sterum. Bílinn átti par á þrítugsaldri og viðurkenndi karlmaðurinn að efnin væru til eigin nota. Kaupverð er um hálf milljón króna. Tekinn með 40 hylki af sterum Daginn áður en George W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnir breyttar áherslur í Írak lagði Ted Kennedy, öldunga- deildarþing- maður demó- krata, fram lagafrumvarp sem meinar forsetanum um aukafjárveit- ingar til að hrinda tillögum sínum í framkvæmd. Demókratar ráða meirihlutanum á þingi . Gordon Smith, öldungadeildar- þingmaður repúblikana, staðfesti í gær að forsetinn leggi til fjölgun um 20.000 hermenn í Írak. Liðsaukanum væri ætlað að styrkja setulið Bagdad og í Anbar-sýslu, þar sem uppreisnar- menn súnnía hafa haft sig einna mest í frammi. Gætu strandað á demókrötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.