Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Kolsvartar stað- reyndir Sprengjum í hófi Á að vera í höndum íbúa Þegar fyrirtæki sameinast verður oft til úr því und- arleg blanda. Eitt slíkt hefur bæst í hópinn, því ferða- þjónustan Lúxusferðir hefur keypt miðbæjarsjopp- una Fröken Reykjavík, og úr verður nokkurs konar ferðaþjónustusjoppa. „Það verða þarna tveir starfsmenn á vakt, annar sér um sjoppuna og hinn sér um ferðaþjónustuna. Þarna verður sala á afþreyingu og alls kyns ferðum auk hefðbundinna sjoppuvara,“ segir Ólafur Helgi Þorgrímsson sem er í forsvari fyrir ferðaþjónust- una. Lúxusferðir hafa starfað síðan 2003. „Við erum með fjórhjólaferðir og aðrar ferðir, en það verður engin sérstök áhersla lögð á að kynna okkar ferðir umfram aðrar.“ Sjoppan hefur lengi verið fasti í lífi miðbæjarbúa en er strax farin að taka breytingum, til dæmis eru spilakassarnir horfnir. „Það var lítil hvatning fyrir okkur að halda spila- kössunum. Þetta á eftir að fá mjög módern útlit, verða stílhreint og flott.“ Nýlega varð nafnið Mu- hammad vinsælla en George í Bretlandi. Á Íslandi bera, samkvæmt þjóðskrá, 52 nafnið Múham- eð eða útgáfur af því, svo sem Mohammed, Mohamed eða Mohammad. Nokkuð fleiri, eða 61 ber hins vegar nafnið Jesús sem fyrsta eða annað nafn, og er það fólk af báðum kynjum. Hvor- ugt þessara nafna er til í Mannanafnaskrá. Hvernig stendur á því? „Ef það eru litlir Jesúar í Þjóðskrá hljóta það að vera börn af erlend- um uppruna,“ segir Kolbrún Linda Ísleifs- dóttir, formað- ur Manna- nafnanefndar. Nafnið er held- ur ekki á lista yfir nöfn sem Mannanafnanefnd hefur hafnað, og hefur því enn ekki verið sótt um það. En myndi það verða sam- þykkt? „Samkvæmt lögum þurfa nöfn að geta tekið eignarfallsend- ingu. Við gætum þurft að hafna Jesú vegna þess að hann er eignar- fallslaus. En það er hins vegar hægt að beygja Múhameð,“ segir Kolbrún og hlær. Ekki hefur þó heldur verið sótt um nafnið Múh- ameð enn sem komið er. Aðrir trúarleiðtogar hafa unnið sér hefð í íslensku. Tíu manns bera nafnið Móses en nítján nefnast Abraham. Jón er enn vinsælasta karlmannsnafnið bæði á heildina litið og meðal nýskírðra. Rúmlega 5.000 drengir bera nafnið Jón sem fyrsta nafn og næstum þúsund til viðbótar sem annað nafn. Nafnið er fengið úr Biblíunni og er stytt- ing á nafninu Jóhannes, sem merk- ir Guð er náðugur, en nafnið Jóhannes bera svo 930 Íslending- ar. Nafnið Aron sækir á og er í öðru sæti meðal nýskírðra, það hefur 741 sem fyrsta nafn en nafn- ið kemur úr Gamla testamentinu. Ef áfram heldur mun það taka við af Sigurði sem er í öðru sæti á landsvísu en færist niður í fimmta meðal nýskírða. Enginn er skráður með nafnið Búdda nema Buddha bar. Sé miðað við norræna goðafræði hafa 192 menn nafnið Óðinn sem fyrsta nafn, 5.978 Þór og 141 Freyr, enda þau trúarbrögð sem lengsta hefð hafa á landinu. „Ég held að ég geti fullyrt að það sé enginn Guð eða Drottinn í Þjóðskrá,“ segir Kolbrún. Það er þó líklegt að mörg ný nöfn muni vinna sér sess hvað úr hverju. „Það verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður. Íslenskir ríkisborgarar mega heita erlend- um nöfnum séu þeir eða foreldr- arnir af erlendum uppruna. Barn af erlendum uppruna sem fæðist hérlendis verður þó að taka upp eitt íslenskt nafn.“ En hvað þarf til svo að nafn eignist sess í íslensku? „Almennt þurfa fimmtán Íslend- ingar að bera nafnið til þess að það öðlist gildi, en eftir því sem þeir eru eldri, því færri þurfa að bera það.“ Taki allir Múhameðarnir og Jesúsarnir sig saman er því líklegt að nöfnin fái sinn sess í meðal vor. Nöfnin Múhameð og Jesús finnast ekki í Mannanafnaskrá Kennir kennurum að tala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.