Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR6 E R L E N T PORTÚGAL GRIKKLAND KÝPUR SPÁNN FRAKKLAND LÚX. HOLLAND SLÓVENÍA UNGVERJALAND SLÓVAKÍA TÉKKLAND PÓLLAND LITHÁEN MALTA LETTLAND EISTLAND BELGÍA ITALY AUSTURRÍKI Vestur SVÍÞJÓÐ hafnaði upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003 FINNALND Austur ÞÝSKALAND BRETLAND féll úr gjald- eyriskerfi ESB í kjölfar hruns árið 1992 DANMÖRK hafnaði upptöku evrunnar í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 2000 ÍRLAND Aðildarár Evrulöndin 1957 1973 1981 1986 1990 1995 2004 2007 RÚMENÍA BÚLGARÍA EVRAN DREIFIR ÚR SÉR Á FIMM ÁRA AFMÆLINU 1. janúar 1999 – Evran innleidd í rafrænum færslum og í fjármálastarfsemi 1. janúar 2000 – Tólf aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins taka upp evruna. 1. janúar 2007 – Evran innleidd í Slóveníu. 1. janúar 2008 – Kýpverjar, Eistar, Lettar og íbúar á Möltu taka upp evruna. 1. janúar 2009 – Evran innleidd í Slóvakíu og Litháen. 1. janúar 2010 – Búlgarar og Tékkar taka upp evru. 2011 – Evran verður gjaldmiðill í Ungverjalandi, Póllandi og Rúmeníu. Önnur lönd sem hafa tekið upp eigin evruútgáfu: Mónakó, Vatíkanið og San Marínó. Aðrir sem nota evrur: Andorra, Kosovo, Svartfjallaland og lönd tengd Frakklandi. Lönd sem hafa fasttengt mynt sína við evrur: Bosnía og Hersegóvína, Grænhöfðaeyjar, Danmörk, Franska Pólynesía og 14 önnur lönd í Afríku. Slóvenía var 13. aðildarríki Evrópusambandsins til að taka upp evruna sem gjaldmiðil um síðustu áramót. Fimm ár eru síðan evran var tekin upp í aðildarríkjum myntbandalagssins. Búlgaría og Rúmenía bíða aðildar að myntbandalaginu en fleiri lönd hafa tengt gjaldmiðla sína við gengisskráningu evrunnar. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári benda til að þeir sem eru yfir kjörþyngd séu ólíklegri til frama innan veggja fyrirtækja en þeir sem eru um eða undir kjörþyngd. Í könnuninni, sem breska ráðgjafafyrirtækið The Aziz Corporation stóð fyrir, birtast ýmsir fordómar í garð þeirra sem eiga í baráttu við aukakílóin. Þar á meðal eru tveir þriðju hlutar yfirmanna í Bretlandi vissir um að þeir sem eigi við offituvanda- mál að stríða séu fórnarlömb for- dóma og festist í metorðastigan- um þegar stöðuhækkanir koma til tals. Stjórnarmaður ráðgjafa- fyrirtækisins, segir niðurstöð- urnar benda ótvírætt til þess að útlit skipti miklu máli á frama- brautinni. Þar skipi líkamsþyngd og útlit veigamikinn sess. Í rannsókninni kom meðal annars fram að 70 prósent stjórn- enda í fyrirtækjum telji að þeir sem eru yfir kjörþyngd búi yfir litlum sjálfsaga. Þá telja 67 pró- sent að feita starfsmenn skorti þol og kraft til að takast á við daglegt amstur af sama alefli og grennri starfsmenn. „Auðvitað geta stjórnendur fyrirtækja ekki gengist við for- dómum sínum og rætt um þá opinskátt enda eiga þeir þá á hættu að vera kærðir,“ segir stjórnarformaðurinn. - jab Feitir fastir í metorðastiganum Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðar- söm. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir fimmtán framkvæmdastjóra hjá Vodafone hafa flogið austur til Mumbai á Indlandi um síðustu helgi ásamt fulltrúum frá endurskoðenda- fyrirtækinu Ernst & Young til að glugga í bækur Hutchison Essar og sjá fjárhagsstöðu þessa fjórða stærsta farsímafyrirtækis á Indlandi. Aðrir bjóðendur hafa fram til þessa ekki fengið að skoða bækurnar þrátt fyrir ítrek- aðar óskir um slíkt. Vodafone lýsti fyrst félaga yfir áhuga á kaupum á hlut Hutchison Whampoa í indverska farsímafé- laginu. Nokkur farsímafélög víða um heim hafa lýst yfir áhuga á kaupum á hlutnum, þar á meðal hinn helmingurinn af félaginu, Essar, sem er í oddastöðu með 33 prósenta eignarhlut. Fari svo að hluturinn verði seldur Vodafone er hugsanlegt að Essar leiti til dómsstóla til að hnekkja ákvörð- uninni. - jab Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone Rick Wagoner, forstjóri banda- ríska bílaframleiðandans General Motors (GM), greindi frá því á föstudag að fyrirtækið gæti þurft að segja fleiri starfs- mönnum upp á þessu ári. GM sagði upp 34.000 manns í fyrra og ákvað að loka tólf verksmiðj- um til að draga úr viðvarandi hallarekstri fyrirtækisins. Bílaframleiðandinn skilaði 10,6 milljarða dala taprekstri á þarsíðasta ári. Það jafngildir tæpum 749 milljörðum íslenskra króna og horfði stjórn GM til þess að bæta afkomuna með uppsögnum og öðrum aðgerðum í fyrra. Fyrirtækið ætlar sömu- leiðis að auka starfsemi sína á nýmörkuðum á borð við Indland og Kína. Rekstur bandarískra bíla- framleiðenda var nokkuð þung- ur á síðasta ári, ekki síst vegna hækkana á eldsneytisverði sem fékk bílakaupendur til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir festu kaup á nýjum bílum. Sala á bílum frá þremur stærstu bílaframleiðendum vestra dróst mikið saman í fyrra. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum hjá japanska fyrirtækinu Toyota og stefnir í að það verði sölu- hæsti bílaframleiðandi í heimi um mitt þetta ár. - jab Frekari uppsagnir í vændum hjá GM Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia greindi frá því á blaða- mannafundi á föstudag að félagið ætli að setja á laggirnar nýtt lág- gjaldaflugfélag í samstarfi við flugfélagið Fly Asian Express. Nýja félagið mun heita Air Asian X og sinnir millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Þá hyggur félagið á samstarf við fleiri lág- gjaldaflugfélög. Air Asia var stofnað fyrir tæpum sex árum. Tvær farþega- flugvélar flugu undir merkjum þess í SA-Asíu í fyrstu en þær eru nú 20 talsins. Félagið hefur vaxið mikið undanfarin misseri og hefur félagið brugðist við auk- inni eftirspurn með því að kaupa hundrað A320 farþegaþotur frá Airbus. Þá lýsti Tony Fernandes, stofnandi flugfélagsins, því sömuleiðis yfir á blaðamanna- fundinum, að svo geti farið að hundrað þotur verði keyptar til viðbótar. Kvisast hefur út að verð á farmiðum félagsins verði með minnsta móti, allt niður í 2,84 pund aðra leiðina frá Malasíu til Lundúna í Bretlandi. Það svarar til tæpra 288 íslenskra króna. Allt var á huldu um fréttir af Air Asia frá byrjun síðustu viku þegar félagið greindi frá því að stór tilkynning yrði birt í vikulok- in. Fjölmiðlar veltu lengi vöngum yfir fréttunum og töldu jafnvel að félagið ætlaði í samstarf við önnur lággjaldaflugfélög, jafnvel bresku félögin Easyjet og Virgin. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur. - jab Nýtt lággjaldafélag í Asíu tekur á loft Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Slóvenar gengu formlega í myntbandalag Evrópusambandsins á nýársdag og varð Slóvenía 13. landið af 27 aðildarríkjum ESB til að taka upp evru sem gjaldmiðil. Slóvenía er eina landið af þeim tíu löndum sem gengu í myntbandalagið fyrir þremur árum til að taka upp evrur. Að sögn Seðlabanka Slóveníu hefur innleiðing evr- unnar gengið mjög vel fram til þessa en landsmenn hafa fram til mánudags í næstu viku til að venjast evrunni sem gjaldmiðli. Þá verða þeir að leggja tólarnum, gjaldmiðli sínum, og taka upp hinn nýja gjaldmiðil. Landsmenn eru ekki óvanir umskiptum á gjald- miðlum því Slóvenar tóku upp tólarinn árið 1991 þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði frá fyrrum Júgóslavíu. Þá eru Slóvenar síður en svo ókunnir evrum því margir landsmenn fara í verslunarferðir til Ítalíu og Austurríkis, sem eru með evrur. Þá hafa stjórn- völd í Slóveníu hægt og bítandi vanið landsmenn við nýja gjaldmiðilinn allt frá mars á síðasta ári með verðlagningu vara í báðum gjaldmiðlum. Andrej Bajuk, fjármálaráðherra Slóveníu, segir vonir standa til að umskiptin hafi jákvæð áhrif á efnahags- lífið og lífskjör landsmanna. Taldi hann breytingarnar geta gengið yfir á næstu sex til tólf mánuðum. Bajuk sagði ennfremur að inn- ganga Slóvena í myntbandalag ESB sýndi fram á styrka efna- hagsstöðu landsins miðað við hin löndin á Balkanskaganum. Geti svo farið að Slóvenar verði fyrirmynd þeirra nágranna- landa, sem horfi til þess að taka upp evruna. Rúmenar og Búlgaría, sem gengu í ESB á síðasta ári, hafa sömuleiðis sótt um aðild að myntbandalaginu. Að sögn Bajuks þurfa stjórn- völd landanna hins vegar að taka sig á í peningamálastjórn ætli þau að uppfylla strangar kröfur myntbandalagsins og taka upp evr- una sem gjaldmiðil. Slóvenar ánægðir með nýjar evrur Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.