Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 42
Að sjálfsögðu er reynt að fram- leiða vinnuvélar sem menga sem minnst og eru kröfurnar varðandi það sífellt að aukast. Ólafur Árna- son hjá Brimborg segir að sérstakir staðlar varðandi mengun hafi mikil áhrif en það er algjörlega í hönd- um framleiðenda að uppfylla þá. Áhrifin eru að mestu leyti jákvæð en einnig setur þetta framleiðend- um þrengri skorður og kemur niður á verði á vinnuvélum. „Það eru sérstakir staðlar sem þarf að fara eftir varðandi meng- un. Það eru evrópskir staðlar sem þarf að uppfylla og tóku svokallað- ir Euro-4 staðlar gildi frá og með október 2006. Það eru sjálfir fram- leiðendurnir sem þurfa að framvísa gögnum og sýna að farið sé eftir þessum stöðlum,“ sagði Ólafur. Engir sérstakir íslenskir staðlar eru því notaðir heldur löggjöf sem gild- ir fyrir alla Evrópu. „Þessi löggjöf er sífellt að þró- ast og koma Euro-5 staðlarnir árið 2009. Það er því alltaf verið að gera tæki umhverfisvænni og þróunin í þeim málum hefur verið ör síðustu ár. Kröfurnar verða alltaf meiri og meiri og stöðugt er verið að setja aukinn þrýsting á framleiðendur. Þessu fylgir mikil kostnaðaraukn- ing, þetta kemur út í verðið og hefur talsverð áhrif á það,“ sagði Ólafur. - egm Vinnuvélar sífellt umhverfisvænni Evrópski staðallinn Euro-4 tók gildi í október á síðasta ári sem setur aukinn þrýsting á framleiðendur vinnuvéla um að gera framleiðslu sína umhverfisvæna. „Að vinna á krana allan daginn hefur sína kosti og galla,” segir Jón Tryggvi Unnarsson, kranastjóri hjá Feðgum ehf. sem er jafnframt inntur eftir því hvort það felist ein- hverjar hættur í starfinu. „Maður þarf að passa sig á að drepa ekki sjálfan sig og aðra þegar maður er á krananum,“ segir hann og hlær. „En að öllu gríni slepptu þá þarf maður að vanda sig mjög mikið. Maður þarf alltaf að vera á varðbergi og passa sig á að gera allt rétt,“ segir Jón Tryggvi. „Dagsformið hverju sinni ræður hvernig það gengur að vinna á vélinni, það lýsir starfinu kannski best að segja að við kranastjórnun vinni hugur og hönd saman.“ Þegar Jón Tryggvi er spurður út í hvort hann sé búinn að vinna við þetta lengi svarar hann því til að hann sé búinn að vera nógu lengi en líki starfið mjög vel. Um þessar mundir er Jón Tryggvi og fyrirtækið sem hann vinnur fyrir, Feðgar ehf. að vinna við að byggja nýja sundlaug í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og byrjuðu þeir á því verki í ágúst og er verktíminn rúm tvö ár. „Þetta tekur allt sinn tíma enda verðum við að skila af okkur vel og vandlega unnu verki,“ bætir Jón Tryggvi við. „Ég er nú satt best að segja ekki á krana allan daginn því ég vinn einnig við hífingar sem ganga eiginlega út á það að færa þunga hluti frá A til B. Þar sem mannlegir kraftar ráða ekki við kem ég sterkur inn,“ segir Jón og hlær dátt. -ohh Þar sem mann- legan kraft þrýtur Jón Tryggvi Unnarsson hjá Feðgum ehf. segir krana- stjórnun nákvæmisverk. { vélar og tæki }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.