Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 40
4 Guðjón Ólafsson er eigandi „græna drekans“ eins og vélin er réttilega kölluð. Hönnun græna drekans er eins og sjá má á myndinni býsna framtíðarleg „Það má alveg segja að þessi vél komist nokkuð auð- veldlega yfir móa og mel. Hún er þannig útbúin að öll fjögur hjólin eru á sérstökum örmum sem hægt er að færa til með glussatjökkum. Armarnir miða allir að því að halda húsinu beinu og ökumaðurinn stýr- ir þeim öllum.“ segir hann. Töluverð þörf er á skógarhöggsvél hér á landi að mati Guðjóns. „Elstu bændaskógarnir eru komnir á þann aldur að það þarf að fara að grisja þá. Hingað til hefur eftirspurn eftir skógarhöggi þó ekki verið mikil hér á landi, en með tilkomu þessarar vélar þá margfaldaðist hún, enda afkastar hún á við tíu manna skóg- arhöggsflokk.“ Vélin getur einnig verið trjá- plöntunarvél, en þá er settur þar til gerður haus framan á einn arminn og segir Guðjón að græni drekinn hafi margt fram yfir aðrar plöntun- arvélar. „Þessi vél gerir meira held- ur en bara að planta trjám því hún skiptir um jarðveg, plantar og ber á.“ En er vélin jafn afkastamikil við plöntun og skógarhögg? „Hún er kannski ekki alveg á við 10 manna vinnuflokk í beinum afköstum, en hún kemst nær allt og hún gerir svo margt sem tekur aðra gífurlega langan tíma að gera. Það er í raun- inni ekki hægt að bera þetta saman við mannshöndina, en samanbor- ið við aðrar plöntunarvélar þá er engin önnur gerð til sem getur gert þetta.“ Dreki sem heggur og plantar trjám Nýlega flutti fyrirtækið Imtex inn nýjung í landbúnað- arvélum hér á landi. Vélin er af gerðinni Mensi Muck A91 4X4 Forest og er allt í senn skurðgrafa, skógarhöggs- og trjáplöntunarvél. Andri Stefánsson hefur unnið hjá timburdeild Húsasmiðjunnar í fjög- ur ár. Þar vinnur hann með skólan- um um helgar og einnig yfir sumar- tímann og er stór hluti starfsins að vinna á lyftara. „Þetta er nýr lyftari sem við fengum í vor. Áður fyrr var maður ekki á neinum sérstök- um lyftara, maður mætti bara og tók einhvern. Það er allt annað líf eftir að þessi nýi kom og nú skell- ir maður sér alltaf á hann,“ sagði Andri, hæstánægður með nýja lyft- arann sem Húsasmiðjan hefur fest kaup á. Lyftarinn er af gerðinni Jung- heinrich DFH 545 og er lyftigeta hans fjögur tonn. Hann hefur hlið- ar- og sundur-saman færslur og er mun kraftmeiri en gömlu lyftararn- ir. „Aðalmunurinn er samt sá að þessi er með geislaspilara öfugt við þessa gömlu sem við vorum með. Það er alveg ómögulegt að vera í svona vinnu og keyra um á tæki sem hvorki er með geislaspilara né útvarp. Þessir gömlu voru alltaf bil- aðir og voru alltaf í viðgerð. Því var ekki annað í stöðunni en að skella sér á nýjan í staðinn fyrir þetta gamla drasl,“ sagði Andri. „Svo er miðstöðin svo fljót að hitna í þessum nýja sem er mikill kostur þegar maður er að vinna úti. Þannig að hitinn er fljótur að koma. Maður kemur sér bara vel fyrir í upphafi vinnudagsins, skellir sér í lyftarann og hlustar á fína tón- list. Svo reynir maður bara að sitja þarna og dunda sér þar til vinnu- dagurinn er búinn.“ - egm Geislaspilarinn gerir gæfumuninn Andri Stefánsson vinnur á lyftara hjá timburdeild Húsa- smiðjunnar. Úrval vinnuvéla Gæði á góðu verði flestar gerðir til afgreiðslu strax Venieri VF-763B Venieri VF-1.33B Venieri VF-10.33B Venieri VF-963Yuchai YC135Yuchai YC85 Yuchai YC18 Yuchai YC55 Hydrema 912CHydrema M1400C Hydrema McCormick C-Max 105 McCormick CX 105 McCormick MC 115 McCormick XTX 200 { vélar og tæki }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.