Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 40

Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 40
4 Guðjón Ólafsson er eigandi „græna drekans“ eins og vélin er réttilega kölluð. Hönnun græna drekans er eins og sjá má á myndinni býsna framtíðarleg „Það má alveg segja að þessi vél komist nokkuð auð- veldlega yfir móa og mel. Hún er þannig útbúin að öll fjögur hjólin eru á sérstökum örmum sem hægt er að færa til með glussatjökkum. Armarnir miða allir að því að halda húsinu beinu og ökumaðurinn stýr- ir þeim öllum.“ segir hann. Töluverð þörf er á skógarhöggsvél hér á landi að mati Guðjóns. „Elstu bændaskógarnir eru komnir á þann aldur að það þarf að fara að grisja þá. Hingað til hefur eftirspurn eftir skógarhöggi þó ekki verið mikil hér á landi, en með tilkomu þessarar vélar þá margfaldaðist hún, enda afkastar hún á við tíu manna skóg- arhöggsflokk.“ Vélin getur einnig verið trjá- plöntunarvél, en þá er settur þar til gerður haus framan á einn arminn og segir Guðjón að græni drekinn hafi margt fram yfir aðrar plöntun- arvélar. „Þessi vél gerir meira held- ur en bara að planta trjám því hún skiptir um jarðveg, plantar og ber á.“ En er vélin jafn afkastamikil við plöntun og skógarhögg? „Hún er kannski ekki alveg á við 10 manna vinnuflokk í beinum afköstum, en hún kemst nær allt og hún gerir svo margt sem tekur aðra gífurlega langan tíma að gera. Það er í raun- inni ekki hægt að bera þetta saman við mannshöndina, en samanbor- ið við aðrar plöntunarvélar þá er engin önnur gerð til sem getur gert þetta.“ Dreki sem heggur og plantar trjám Nýlega flutti fyrirtækið Imtex inn nýjung í landbúnað- arvélum hér á landi. Vélin er af gerðinni Mensi Muck A91 4X4 Forest og er allt í senn skurðgrafa, skógarhöggs- og trjáplöntunarvél. Andri Stefánsson hefur unnið hjá timburdeild Húsasmiðjunnar í fjög- ur ár. Þar vinnur hann með skólan- um um helgar og einnig yfir sumar- tímann og er stór hluti starfsins að vinna á lyftara. „Þetta er nýr lyftari sem við fengum í vor. Áður fyrr var maður ekki á neinum sérstök- um lyftara, maður mætti bara og tók einhvern. Það er allt annað líf eftir að þessi nýi kom og nú skell- ir maður sér alltaf á hann,“ sagði Andri, hæstánægður með nýja lyft- arann sem Húsasmiðjan hefur fest kaup á. Lyftarinn er af gerðinni Jung- heinrich DFH 545 og er lyftigeta hans fjögur tonn. Hann hefur hlið- ar- og sundur-saman færslur og er mun kraftmeiri en gömlu lyftararn- ir. „Aðalmunurinn er samt sá að þessi er með geislaspilara öfugt við þessa gömlu sem við vorum með. Það er alveg ómögulegt að vera í svona vinnu og keyra um á tæki sem hvorki er með geislaspilara né útvarp. Þessir gömlu voru alltaf bil- aðir og voru alltaf í viðgerð. Því var ekki annað í stöðunni en að skella sér á nýjan í staðinn fyrir þetta gamla drasl,“ sagði Andri. „Svo er miðstöðin svo fljót að hitna í þessum nýja sem er mikill kostur þegar maður er að vinna úti. Þannig að hitinn er fljótur að koma. Maður kemur sér bara vel fyrir í upphafi vinnudagsins, skellir sér í lyftarann og hlustar á fína tón- list. Svo reynir maður bara að sitja þarna og dunda sér þar til vinnu- dagurinn er búinn.“ - egm Geislaspilarinn gerir gæfumuninn Andri Stefánsson vinnur á lyftara hjá timburdeild Húsa- smiðjunnar. Úrval vinnuvéla Gæði á góðu verði flestar gerðir til afgreiðslu strax Venieri VF-763B Venieri VF-1.33B Venieri VF-10.33B Venieri VF-963Yuchai YC135Yuchai YC85 Yuchai YC18 Yuchai YC55 Hydrema 912CHydrema M1400C Hydrema McCormick C-Max 105 McCormick CX 105 McCormick MC 115 McCormick XTX 200 { vélar og tæki }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.