Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 4
helmingi
léttari!
Sykurskerta Kókómjólkin
inniheldur helmingi minni
viðbættan sykur og fitu en
hefðbundin Kókómjólk og
orkuinnihaldið er
fjórðungi lægra.
Yfir 80% af mjólkursykri-
num hafa verið klofin og
hentar drykkurinn því
flestum þeim sem hafa
mjólkursykursóþol.
Yfirlýsing Geirs H. Haar-
de forsætisráðherra um að matar-
verð myndi lækka um allt að sex-
tán prósent vegna lækkunar
virðisaukaskatts hinn 1. mars var
hraðsoðin og klaufaleg að mati
Sigurðar Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Samtaka verslunar og þjón-
ustu.
Á kynningarfundi í október
sagði Geir að ein afleiðing lækk-
unarinnar verði sú að matvæla-
verð á Íslandi gerist sambærilegt
meðalverði á Norðurlöndunum.
„Það er hálfgrætilegt að svo
gott mál hafi verið hálfskemmt
með slæmri kynningu,“ segir Sig-
urður, en hann telur tillögur Geirs
„sveipaðar þoku“.
Sigurður bendir á að í nýjum
útreikningum fjármálaráðuneyt-
isins sé raunlækkunin 14,8 pró-
sent. Af þeim séu hins vegar um
tvö prósent til komin vegna lækk-
unar á veitingastöðum, 1,5 prósent
vegna óútskýrðrar tollalækkunar
á innfluttu kjöti og 0,8 prósent
vegna þess að mjólkurverð hækki
ekki. „Hvernig það að hækka ekki
leiðir til lækkunar, það er hag-
fræði sem við skiljum nú ekki
alveg,“ segir Sigurður.
Sé allt þetta dregið frá heild-
inni verði lækkun matarverðs í
verslun um 10,6 prósent, að mati
ráðuneytisins. „Við teljum að níu
til tíu prósenta lækkun á um sjötíu
prósentum af matarkörfunni sé
nærri lagi,“ segir Sigurður og vill
ekki ganga lengra fyrr en botn
fáist í fyrirhugaða tollalækkun á
kjöti, sem sé enn óútfærð nánar.
Í forsætisráðuneytinu varð
Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, fyrir
svörum. Hún tekur ekki undir að
yfirlýsing Geirs hafi verið van-
hugsuð og telur að gagnrýni á
lækkunina hafi að mestu verið
svarað í bréfi til talsmanns neyt-
enda fyrir jól, en þar stendur að
utan kjöts, mjólkur og veitinga-
staða, geti lækkunin leitt til „rúm-
lega 10 prósenta lækkunar á mat-
vælaverði“.
Um mjólkurverðið segir Ragn-
heiður að það sé hártogun að kalla
þróun þess annað en lækkun: „Á
hagfræðimáli þýðir „óbreytt verð“
raunlækkun.“
Spurð um eðli og áhrif boðaðr-
ar fjörutíu prósenta lækkunar á
tollum á innfluttu kjöti, vísaði
Ragnheiður á landbúnaðarráðu-
neytið. Ólafur Friðriksson, skrif-
stofustjóri þar, mun vera einn um
að svara fyrir tollamál í ráðuneyt-
inu. Hann svaraði hins vegar ekki
blaðamanni, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir í gær.
Lækkun matarverðs
minni en lofað var
Geir H. Haarde er sagður hafa staðið klaufalega að kynningu á lækkun virð-
isaukaskatts og lofað upp í ermina á sér. Verð lækki ekki um sextán prósent
heldur níu til tíu prósent. Mjólkurverð hækkar ekki en það heitir raunlækkun.
Flokksþing framsókn-
armanna, hið 29. í röðinni, verður
haldið dagana 2. og 3. mars á
Hótel Sögu í Reykjavík.
Þingið er framhald þingsins sem
haldið var í ágúst síðastliðnum en
meginefni þess var að kjósa
flokknum forystu. Fyrir þinginu
nú liggur að fjalla um pólitísk
málefni og leggja drög að
kosningabaráttu vorsins.
Á Hótel Sögu í
byrjun mars
Tekin hefur verið
ákvörðun hjá tveimur lífeyris-
sjóðum að fresta skerðingu eða
niðurfellingu greiðslna til
örorkulífeyrisþega til vors. Það
eru lífeyrissjóðirnir Gildi og
Sameinaði lífeyrissjóðurinn sem
ætla að reikna út greiðslurnar að
nýju með því að framreikna
greiðslur í samræmi við launa-
vísitölu eins og Öryrkjabandalag-
ið hafði krafist.
Ekki er vitað hvort hinir
lífeyrissjóðirnir tólf geri hið
sama en Matthildur Hermanns-
dóttir, framkvæmdastjóri
Greiðslustofu lífeyrissjóða, segir
málið til umfjöllunar þar.
Greiðslur reikn-
aðar á ný
Íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu geta nú skráð sig inn á
nýja kynningarsíðu lögreglunnar
og fengið sendar fréttir úr sínu
hverfi. Dómsmálaráðherra, Björn
Bjarnason, skráði sig inn á
fréttavef Hlíðahverfisins, þar
sem hann býr, er hann heimsótti
höfuðstöðvar lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, eftir að hann hafði
formlega opnað kynningarsíðuna.
Að því búnu undirrituðu
ráðherra og Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri höfuðborgarsvæð-
isins, nýtt skipurit í upplestrarsal
lögreglustöðvarinnar.
Ný kynningar-
síða lögreglu
Halastjarnan
McNaught sást vel á vesturhimni
í gærkvöldi, en hún er á leið sinni
gegnum innri hluta sólkerfisins. Í
morgunsárið er hægt að sjá hala-
stjörnuna, sem er í um hundrað
milljón kílómetra fjarlægð frá
jörðu, í austri.
Búast má við að halastjarnan
sjáist fram til 14. janúar. Þegar
hún fer sem næst sólinni er hún
helmingi nær henni en Merkúr,
sem er sú pláneta sólkerfisins
sem er næst sólu.
Sést vel með
berum augum
Bæjarstjórn Kópavogs
felldi í gær tillögu Ólafs Þórs
Gunnarssonar, fulltrúa Vinstri
grænna, um að fresta frekari
undirbúningsvinnu við stofnun
nýrrar lóðar við Rjúpnahæð á
meðan hugur eigenda nærliggj-
andi lóðar yrði kannaður. Ólafur
greiddi einn atkvæði með tillögu
sinni.
Vildu aðrir bæjarfulltrúar fara
hefðbundna leið og skipuleggja
lóðina og auglýsa síðan eftir
athugasemdum.
Felldu tillögu
Ólafs Þórs
„Mér finnst það vera grund-
vallaratriði við veitingu fram-
kvæmdaleyfa að framkvæmdirnar
nýtist til uppbyggingar í næsta
nágrenni við auðlindarnar. Miðað við
þau áform sem uppi eru [stækkun
álvers Alcan í Straumsvík] þá er ekki
gert ráð fyrir því að orkan sem verð-
ur til vegna nýtingar auðlinda verði
nýtt í heimahéraði og það er umhugs-
unarefni,“ segir Sigurður Jónsson,
sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi, en sveitarstjórnir sjá um að veita framkvæmda-
leyfi vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.
Þegar hefur verið auglýst eftir athugasemdum
vegna vinnu við aðalskipulag í uppsveitum Árnessýslu,
það er Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi,
Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á
Íslandi, og Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, hafa þegar
undirritað samkomulag sem fram-
lengir viljayfirlýsingu um gerð raf-
orkusamnings til stækkunar álvers-
ins í Straumsvík. Samkvæmt
áætlunum Landsvirkjunar er ráð
fyrir því gert að virkjað verði í Neðri-
Þjórsá. „Nauðsynlegt er að hefja
þessa vinnu [hönnun virkjanamann-
virkja] strax svo unnt verði að standa
við orkuafhendingu á tilsettum tíma,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Landsvirkjun 15. desember síðastliðinn.
Virkjunarleyfi hefur ekki verið gefið út af iðnaðar-
ráðuneytinu og þá eiga sveitarstjórnir í uppsveitum
Árnessýslu eftir að taka afstöðu til þess hvort fram-
kvæmdaleyfi verður veitt.
Vill nýta orkuna heima fyrir