Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 54
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D E I G N I R L Í F E Y R I S S J Ó Ð A S E M H L U T F A L L A F L A N D S F R A M L E I Ð S L U 2 0 0 5 o% 20% 40% 60% 80% 100% 120% Holland 125% Ísland 123% Bretland 66% Danmörk 33% Þýskaland 4% Eignir Íslendinga í lífeyrisrétt- indum og lífeyrissparnaði nema nú rúmum 1.400 milljörðum króna og hafa vaxið úr rúmum 300 milljörðum á síðastliðnum tíu árum. Einn helsti styrkur íslenska lífeyriskerfisins er sá að það er svokallað þriggja stoða lífeyriskerfi sem byggist á tekju- tengdum lífeyri frá almanna- tryggingum, almennri aðild að sjóðmynduðu samtryggingarkefi lífeyrissjóðanna og viðbótarlíf- eyrissparnaði í séreign. Þetta fyrirkomulag er í samræmi við ráðleggingar Alþjóðabankans. Þótt meðalaldur hér á landi sé mun lægri en í flestum nágranna- ríkjunum fjölgar einstaklingum í eldri hópum hraðar en í þeim yngri. Gert er ráð fyrir því að fram til ársins 2040 muni vinn- andi mönnum á Íslandi, 18 til 67 ára, fækka um helming í hlutfalli við ellilífeyrisþega. Nú eru um sex einstaklingar á vinnumark- aði á móti hverjum ellilífeyris- þega en um 2040 verður það hlut- fall komið niður í þrjá vinnandi einstaklinga á hvern ellilífeyris- þega. Af þessari ástæðu verður sífellt mikilvægara að byggja upp sjóðmyndandi lífeyrissjóði því að öðrum kosti þarf að leggja þyngri byrðar á skattgreiðendur framtíðarinnar eða búa við skert- an lífeyri. Í þessu sambandi erum við í öfundsverðri stöðu samanbor- ið við mörg nágrannaríki okkar sem byggja lífeyriskerfi sitt að verulegu leyti á svo kölluðu gegnumstreymiskerfi, þannig að skattgreiðslur renna beint til að greiða lífeyri í stað þess að lífeyrisgreiðslur myndi sjóð til framtíðar. Þjóðverjar eiga til að mynda ekki nema sem nemur um fjórum prósentum af landsfram- leiðslu sinni í lífeyrissjóðum og Danir rúmlega þriðjung. Til sam- anburðar námu eignir Íslendinga í lífeyrissjóðum um 123 prósent- um af landsframleiðslu árið 2005 sem er næst hæsta hlutfall allra OECD ríkjanna. Þessi staða mun bæta samkeppnisstöðu okkar gagnvart mörgum af samkeppn- islöndum okkar í framtíðinni þar sem atvinnulífið í þessum lönd- um mun þurfa að standa undir aukinni skattbyrði til að bera kostnað vegna aukinna lífeyris- skuldbindinga. HVAÐ RÆÐUR MESTU UM FJÁR- HAGSLEGA STÖÐU VIÐ STARFSLOK? Þótt staða íslensku þjóðarinnar í heild sé öfundsverð hvað lífeyr- ismál varðar þá þurfa einstakl- ingarnir sjálfir að taka ábyrgð á eigin lífeyrisafkomu. Það má vel færa rök fyrir því að fjárhagsleg kjör okkar við starfslok byggist ekki síður á þeirri fyrirhyggju sem við sýnum í þessum málum en á menntun okkar og launum sem við höfum yfir starfsævina. Hér hafa margir þættir áhrif. Í því sambandi er vert að huga að því hvort lágmarksiðgjald sem nú er greitt, sé nóg til að byggja upp þann lífeyri sem við sækjumst eftir við starfslok. Þetta skiptir ekki síst máli þegar haft er í huga að lífslíkur hafa almennt aukist. MIKILVÆGI SAMSPILS SAM- TRYGGINGAR OG SÉREIGNAR Í lífeyrissjóðalögunum er miðað við að menn ávinni sér að lág- marki rúmlega helming af laun- um miðað við að þeir greiði iðgjald til lífeyrissjóðs yfir heila starfsævi, þ.e. fjörutíu ár. Svo dæmi sé tekið um áunnin réttindi hjá stórum lífeyrissjóði þá má sá sem greiðir tólf pró- senta iðgjald af 250.000 kr. laun- um frá 27 ára til 67 ára aldurs gera ráð fyrir að fá sem nemur um sextíu prósentum af þeim launum (m.v. 3,5 prósenta ávöxt- un). Hér má þó hafa í hugað að í flestum tilvikum eru laun við lok starfsævi nokkuð hærri en meðallaun yfir alla starfsævina og því má gera ráð fyrir því að lífeyrir samkvæmt þessu verði nokkuð minni en sextíu prósent af lokalaunum. Til að vega upp á móti þessari tekjuskerðingu kjósa margir að byggja upp viðbótarlífeyrissparnað í sér- eign. Miðað við sömu forsendur, næmu útgreiðslur sex prósenta viðbótarlífeyrissparnaðar um 35 prósentum af launum, miðað við að uppsafnaður sparnaður, 15,5 milljónir króna, sé tekinn út á tuttugu árum, frá 67 til 87 ára aldurs. Hann hækkar því lífeyri upp í sem nemur 95 prósentum af þeim launum sem gert er ráð fyrir í dæminu. Þetta dæmi sýnir, þótt með nokkurri einföldun sé, að ekki er nóg að leggja til hliðar tólf prósent af launum nema við- komandi sé reiðubúinn að taka á sig allnokkra tekjuskerðingu við lok starfsævinnar. Með þessum orðum er alls ekki verið að draga úr mikilvægi samtryggingarkerfisins. Þvert á móti er því hér haldið fram að réttindi í samtryggingardeildum séu mikilvæg og nauðsynleg til að tryggja okkur ævilangan líf- eyri. Tilgangurinn er einungis sá að benda á að með eðlilegu samspili réttinda í sameign og séreign getur hver og einn tryggt sér traustan lífeyri og varið sig betur fyrir áhrifum breytinga sem hann hefur engin áhrif á, svo sem aukinni örorkubyrði líf- eyrissjóða og hækkandi lífaldri. Auk þessa gefur séreignarlíf- eyrir okkur aukinn möguleika á sveigjanlegum starfslokum. Mikilvægi þess að huga að framlagi til uppbyggingar lífeyr- is á ekki síður við um þá sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og taka hluta tekna sinna út í formi arðs af rekstri eða með öðrum hætti þar sem framlag til öflunar lífeyrisréttinda og lífeyrissparn- aðar er hlutfall af skattskyldum launum. Sterkur grundvöllur í lífeyrismálum þjóðarinnar O R Ð Í B E L G Tómas N. Möller, forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landbankans Franskir flýja skattinn Economist | Auðugir Frakkar virðast hafa lagt land undir fót og flutt búferlum til landa þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðara, ef marka má nýjasta tölublað Economist. Í blaðinu er greint frá einum þeirra, rokkgoðinu Johnny Hallyday, sem flutti til Sviss fyrir nokkrum árum til að sleppa undan klóm franska hátekjuskattsins. Hallyday, sem er á sama stalli og Elvis Presly í hugum Frakka, er 63 ára en í fullu formi og treður reglulega upp auk þess sem hann hefur gefið út um eina til tvær plötur á ári hverju frá upphafi ferils síns árið 1960. Halliday segir hátekjuskatt- inn þyrni í augum enda reiknist sér til að um 70 prósent tekna sinna renni í franska ríkiskassann. Búferlaflutningar Hallidays og fleiri Frakka í hans stöðu hefur sett góðan vin hans, forsetaframbjóð- andann Nicolas Sarkozy, í slæma stöðu. Sarkozy vill afnema hátekjuskattinn en þykir ekki líklegur til að ná fylgi almennings þar eð breytingin myndi koma auðmönnum einum til góða. Tvístígandi bílaframleiðendur Forbes | Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes segir bílaframleiðendur vestanhafs leita ýmissa leiða til að minnka útblástur bíla undir merkjum fyrirtækjanna, draga úr eyðslu þeirra og gera þá umhverfis- vænni á allan hátt. Tímaritið segir framleiðendurna hins vegar ekki ætla að laga alla þættina þrjá heldur horfi þeir til þess að gera einungis eina breytingu í bili á bílunum og því viti þeir ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Forbes bendir á að fyrirtækin hafi gert ýmsar tilraunir og leitað ýmissa leiða til að bæta ökutæki framtíðarinnar. Þeir viti hins vegar ekki nákvæmlega hvernig umhverfisvænni bíla þeir vilji sjá á markaðnum á næstu árum. Þessi hring- landaháttur framleiðendanna hefur þeim hins vegar orðið ærið kostnaðarsamanum og verði bílafyrirtækin að hætta að horfa til markmiðsins heldur einblína frekar á leiðina sem þeir ætli að fara, að mati Forbes. Að undanförnu hefur borið nokkuð á umræðu um þau vaxtakjör sem almenningur í landinu býr við. Þessi umræða er vel skiljan- leg eftir langvarandi hávaxtaskeið. Fjármagnskostnaður er afar hár hér á landi og ekki að undra að hinir skuldsettu þreytist á ástandinu. Talsverðs misskilnings virðist gæta í þessari umræðu. Þannig er á það litið að viðskiptabankarnir ráði þessum háu vöxtum og maki á þeim krókinn. Skammtímavextir banka, svo sem yfirdrátt- arvextir og vextir af óverðtryggðum skuldabréfum eru afleidd stærð af stýrivöxtum Seðlabankans. Bankarnir kaupa fé á grund- velli þeirra vaxta og selja með sinni álagningu sem felur meðal annars í sér áhættumat af lánunum. Í þessari umræðu er gjarnan gripið til samanburðar við vaxta- kjör í öðrum löndum og það talið til röksemda fyrir vaxtaokri bankanna. Þessi samanburður er ótækur, þar sem evra og króna eru ekki sama varan. Krónan er margfalt dýrari í innkaupum en evran þegar horft er til skammtímavaxta. Yfir lengra tímabil er krónan nokkru dýrari en evran, þar sem vaxtamunur milli myntanna er jafnan skuldurum í íslenskum krónum í óhag. Þegar slíkt hávaxtatímabil er í sárs- aukafullum lokahnykk er ekki að undra að formælendum krónunnar fækki. Hins vegar þurfa menn í slíkri umræðu að halda til haga réttum forsendum og rökum. Sú hagsveifla sem nú hyllir undir lok á hefði ekki orðið okkur auðveldari með evru sem gjaldmiðil. Hugsanlegt er að agi evrunnar hefði gert hagstjórn markvissari, en erfitt er að segja til um það. Þeir sem verja krónuna hafa rétt fyrir sér í þeim málflutningi að evra hefði skapað okkur enn verri stöðu en núverandi kerfi. Ástæðan er einfaldlega sú að hér hefur farið saman gríðarleg erlend fjár- festing og uppstokkun í fjármálakerfinu og atvinnulífinu. Sú stóra breyting er senn að baki og þegar rætt er um skipan gjaldmiðlamála þarf að horfa lengra fram á veginn. Líklegt er að eftir því sem vægi sjáv- arútvegs og landbúnaðar minnkar í hagkerfinu, því líkari verði hagsveiflan hér á landi hagsveiflunni á evrusvæðinu. Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi og krafa um stöðugleika er einn- ig rök með að krónan fái ekki staðist þegar til lengdar er horft. Líklegt er að án inngrips, sem væri afar hættulegt, muni fjár- málstofnanir færa eigið fé úr krónum í evrur. Slíkt mun sennilega hafa takmörkuð áhrif á hagkerfið. Hins vegar mun sú breyting að fyrirtæki skrái bréf sín í evrum gera það að verkum að hluta- bréfamarkaðurinn verður utan áhrifasviðs peningamálastjórnar- innar. Sú breyting er í farvatninu. Stundum er látið að því liggja að upptaka evru sé einkum stór- fyrirtækjunum í hag. Stórfyrirtækin eru í óðaönn að kasta frá sér krónunni og slík breyting gagnvart þeirra starfsemi fremur stað- festing á raunveruleika, en grundvallarbreyting. Til lengri tíma horft eru þær grundvallarspurningar sem lúta að framtíðarskipan peningamála fyrst og fremst spurning um almenna hagsæld til framtíðar og hvort hér muni starfa í einhverjum mæli stöndug alþjóðafyrirtæki. Þreytan af stýrivöxtunum stýrir umræðu um banka og gjaldmiðil. Mikilvægt að nota rétt rök og forsendur Sú hagsveifla sem nú hyllir undir lok á hefði ekki orðið okkur auð- veldari með evru sem gjaldmiðil. Hugsanlegt er að agi evrunnar hefði gert hagstjórn markvissari, en erfitt er að segja til um það. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.