Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 20
Á þessu ári verða þriðjungi fleiri nýir bílar settir á Evrópu- markað en á síðasta ári. Nú hefst vertíð hjá bílaumboðun- um að kynna þá bíla sem líta dagsins ljós í ár. Vinsælasti bílaframleiðandi heims mun senda frá sér nýjan, spar- neytinn og rúmgóðan fjölskyldu- bíl sem fengið hefur nafnið Toyota Auris. Bílnum er ætlað að leysa einn farsælasta bíl síðustu ára af hólmi, Toyota Corolla hlaðbak. Auris er búinn 1,8 lítra vél og nýju fjöðrunarkerfi. Auris mun verða umhverfisvænn bíll, líkt og nýrri fjölskyldubílar frá Toyota. Kia cee´d er fyrsti og eini bíll- inn í Evrópu sem kemur með sjö ára ábyrgð frá framleiðanda og meðal annars valdi breska tíma- ritið Autocar það hugmynd ársins. Kia cee´d mun keppa á markaðn- um í flokki millistórra fjölskyldu- bíla og samkvæmt upplýsingum frá Kia-umboðinu er mesta áhersl- an í hönnun bílsins lögð á öryggi og þægindi. Nýr og heldur óvenjulegur Volvo kemur á markað snemma á árinu. Volvo C30 er minnsti bíllinn frá framleiðandanum í nokkra áratugi og er hann hugsaður sem sportlegur fjölskyldubíll. Vélar- stærð bílsins verður frá 1,6 lítrum og upp í 2,4 lítra túrbó vél. Ford S-Max er nýr stór og rúm- góður sjö manna fólksbíll sem kemur á markað hérlendis í febrú- ar. Bíllinn verður fáanlegur í nokkrum útgáfum, meðal annars með 2,2 lítra V6 dísilvél. Aðal- áhersla er lögð á kraft og þæg- indi. Í apríl mun Citroën senda frá sér nýjan C4 Picasso sem er fjöl- nota fjölskyldubíll sem ætlað er að keppa á sama markaði og Ford S-Max. Hönnun bílsins þykir fram- úrstefnuleg og hefur nýstárlegt vökvakerfi hans vakið töluverða athygli. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er meðal annars hægt að lækka bílinn niður að aftan með tölvustýringu þegar verið er að hlaða í farangursrými hans. Japanski framleiðandinn Mazda mun senda frá sér kraftmikinn pallbíl sem fengið hefur nafnið Mazda BT 50 og er ætlað að veita Toyota Highlux og fleiri bílum í sambærilegum flokki, harða sam- keppni. Hekla mun í næstu viku kynna Skoda Roomster sem er nýr og afar rúmgóður fjölskyldubíll, sem þegar hefur fengið lofsamlega dóma í Evrópu. Bíllinn hlaut meðal annars fimm stjörnur í Euro n´cap prófinu. Ingvar Helgason mun kynna glænýjan Opel Corsa í byrjun mars. Að sögn talsmanna fyrir- tækisins eru tímamótabreytingar á bílnum því útlit hans byggist á nýrri hönnun. Bíllinn verður fáan- legur með bensín- og dísilvélum og hefur meðal annars fengið hæstu einkunn í árekstrarprófum. Nis- san Qashqai er nýr jepplingur frá Ingvari Helgasyni. Hann er fjór- hjóladrifinn, sjálfskiptur og með tveggja lítra dísilvél, en Qashaqai er eini sjálfskipti dísilbíllinn á Evrópumarkaði í ár. Gjörbreyttur Subaru Impreza mun líta dagsins ljós með haust- inu. Útlit bílsins hefur tekið stakka- skiptum og er nýja Imprezan meðal annars fimm dyra, sem ekki hefur sést áður hjá Impreza. Að öðru leyti mun bíllinn byggja á sama grunni; tveggja lítra vél, fjórhjóladrifi og sportlegum akst- urseiginleikum. Í lok ársins 2007 mun nýr smá- jeppi að nafni Tiguan frá Volks- wagen koma á markað. Bíllinn hefur þegar verið uppnefndur litli bróðir Touareg-jeppans. Að sögn starfsmanna Heklu mun Tiguan setja ný viðmið í flokki smájeppa því bíllinn verður bæði kraftmikill og umhverfisvænn. Vélin í Tiguan verður aðeins 1,4 lítra en mun þrátt fyrir það skila 170 hestöflum. Mikið úrval nýrra bíla Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Snjóblásararnir komnir í hús - Loksins á Íslandi - 10HP, Rafmagnsstart, drif, 16” hjól, 74 cm 5HP Briggs & Stratton, drif, 13” hjól, 61cm Allir þekkja hina landsfrægu varahluta- og viðgerðaþjónustu okkar. G. Tómasson ehf Súðarvogi 6 sími: 577 6400 www.hvellur.com hvellur@hvellur.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.