Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 16
fréttir og fróðleikur
Rannsókn og ákærumeð-
ferð vegna umfangsmesta
fíkniefnamáls sem komið
hefur upp í Vestmannaeyj-
um er lokið. Fjögur hafa
verið ákærð og er þáttur 44
ára karlmanns þar veiga-
mestur. Óljóst er hvenær
málið, sem að mörgu leyti
er reyfarakennt, verður
tekið fyrir í dómi.
Rúmlega ár er liðið frá því umfangs-
mikið fíkniefnamisferli kom upp í
Vestmannaeyjum. Öðru fremur
beindist rannsókn lögreglu að 44
ára karlmanni sem nú hefur verið
ákærður. Tvær konur á þrítugsaldri
og 32 ára gömul kona hafa verið
ákærðar vegna málsins en þáttur
þeirra er veigalítill miðað við þátt
karlmannsins.
Hinn 29. desember 2005 lagði
lögreglan í Vestmannaeyjum hald á
tæplega sautján grömm af amfet-
amíni, ýmist í kúlu- eða duftformi.
Efnin fundust í hliðartösku 32 ára
konunnar, í hliðarvasa í bifreið sem
hún var í og í hillusamstæðu í stofu
á heimili meðákærðu að Strembu-
götu 10 í Vestmannaeyjum. Efnin
voru í formi 14 kúlna, kúlulaga
neyslueininga, og lítils magns af
dufti.
Við húsleitir lögreglu fannst umtals-
vert magn kannabisefna í húsum í
Vestmannaeyjum sem var í eigu
karlmannsins. Við húsleit 31.
desember 2005 að Helgafellsbraut
7 fundust 17,2 grömm af kannabis-
efnum í buddu í buxum í kjallara
hússins. Sama dag fundust 62,6
grömm af kannabisefnum í pen-
ingaskáp í kjallara hússins að Mið-
stræti 19.
Við húsleit 2. janúar í fyrra fund-
ust tæp 40 grömm af kannabisefn-
um í kassa undir vinnuborði í bíl-
skúr að Helgafellsbraut 7. Sama
dag fannst síðan tæpt kíló af kanna-
bisefnum í peningaskáp við bíl-
skúrshurð ásamt 29 stykkjum af
kannabisfræum.
Við enn eina húsleitina, 3. janúar
2006 að Vesturvegi 29, fundust
síðan 125 grömm af kannabisefnum
í vinnuvettlingi í skúffusamstæðu í
eldhúsinu. Karlmaðurinn er ákærð-
ur fyrir að hafa átt efnin sem fund-
ust í ofannefndum húsleitum.
Ein kvennanna er ákærð fyrir að
hafa selt eitt gramm af kannabis-
efnum á 2.500 krónur að kvöldi 30.
desember 2005. Einnig fundust tæp-
lega hundrað grömm af kannabis-
efnum ætluðum til söludreifingar
og rúmlega fjögur grömm af tób-
aksblönduðum kannabisefnum
fundust í bifreið og einnig í kjall-
araíbúð ákærðu að Strembugötu 10.
Þá fundust einnig 52.000 krónur í
íbúðinni sem talinn er hafa verið
ávinningur af fíkniefnasölu.
Efnin sem ætluð voru til sölu
fundust í hliðarvasa á hægri fram-
hurð bifreiðarinnar, í boxi undir
sjónvarpsskáp, í skál í hillusam-
stæðu og milli bóka í stofu íbúðar
ákærðu.
Meirihluti efnanna fannst í
neðstu skúffu í kommóðu í svefn-
herberginu að Strembugötu 10.
Við húsleitirnar fundust samtals
280.500 krónur. Í íbúð að Miðstræti
19 fundust 120.500 krónur í lausu en
160.000 krónur í merktu umslagi.
Ótvírætt þykir að þessir peningar
hafi verið ávinningur af fíkniefna-
sölu.
Við rannsókn málsins fannst listi
yfir fólk sem skuldaði fíkniefnasöl-
um í Vestmannaeyjum vegna kaupa
á efnum. Reyndist það happafengur
fyrir lögreglu þar sem á milli tíu og
fimmtán nafngreindir einstakling-
ar voru á listanum sem eðli málsins
samkvæmt auðveldaði eftirlit með
fíkniefnaneytendum í bænum.
Við rannsókn málsins fannst
búnt af bandarískum dollurum,
samtals um ein milljón íslenskra
króna. Við rannsókn málsins þver-
tók maðurinn sem er ákærður fyrir
að peningarnir væru tengdir pen-
ingaþvætti, fíkniefnasölu eða ann-
arri ólöglegri starfsemi. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins þvætti
maðurinn peninga fyrir höfuðpaur-
inn í málinu sem seldi og sendi efnin
til Eyja en maðurinn sem ákærður
er átti þrjár fasteignir í Eyjum er
málið kom upp.
Eins og algengt er í fíkniefnamál-
um neituðu ákærðu öll að gefa vís-
bendingar um hver mögulega gæti
hafa selt eða sent fíkniefnin til Eyja.
Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknar-
lögreglumaður í Vestmannaeyjum,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gær þá niðurstöðu hafa verið von-
brigði en benti jafnframt á að óal-
gengt væri að þau sem tengdust
fíkniefnamálum segðu til þeirra
sem mögulega stæðu á bak við mis-
ferlið. Það gera þau ekki vegna ótta
við hefndaraðgerðir.
Fíkniefnasmyglurum tókst að
færa sér í nyt starfslag sem viðhaft
er í Herjólfi. Óþarft er að sýna skil-
ríki er pantaðar eru ferðir með
Herjólfi milli lands og Eyja. Þetta
nýttu smyglararnir sér með því að
panta far á röngu nafni og fylgjast
vel með því hvort lögreglan hefði
gott eftirlit við hafnirnar í Eyjum
og í Þorlákshöfn. Eins og fram kom
í Fréttablaðinu í gær vissi lögreglan
af því að fylgst væri með eftirliti
hennar í Eyjum og á Þorlákshöfn.
Fíkniefnamálið hafði nokkur áhrif á
lífið í Vestmannaeyjum enda íbúar í
Eyjum slegnir yfir því að svo
umfangsmikið fíkniefnamál skuli
koma upp í bænum. Bergur Elías
Ágústsson, sem var bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum þegar málið kom
upp, sagði í viðtali við Fréttablaðið
12. janúar í fyrra að málið væri
áfall fyrir íbúa í bænum. En hann
ítrekaði jafnframt að það væri gott
til þess að vita að lögreglan í Eyjum
væri í stakk búin til þess að taka á
stórum málum eins og þessu.
Óljóst er enn þá hvenær málið
verður tekið fyrir í dómi.
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006
Heimsmet
Íslendinga
Reyfarakennt glæpamál í Eyjum
Stríðshrjáð land á horni Afríku