Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 56
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR14 V I Ð T A L Gunnar Ólafur Haraldsson hefur lengi verið heillaður af hagfræði, svo heillaður að hann segir jafnvel um sínar eftirlætishagfræði- kenningar að þær séu „fallegar“. Má því leiða líkur að því að hann muni una sér vel í starfi forstöðumanns Hagfræðistofnunar, sem hann tók við um áramótin. „Hagfræðin fjallar um mannlega hegðun, það hvernig fólk, fyrirtæki og hópar hegða sér við alls kyns aðstæður í hamingjuleit sinni, ef maður á að gerast heimspekilegur,“ segir hann. Hjá Hagfræðistofnun fer Gunnar fyrir flokki sex manna og kvenna sem sinna rannsóknar- og þjónustuverkefnum á ýmsum sviðum. Þau svið sem stofnunin hefur lagt hvað mesta áherslu á eru náttúrauðlinda- og umhverfis- mál, heilsuhagfræði og þjóðhagfræði, almenn efnahagsmál og hagstjórn. VÍÐA KOMIÐ VIÐ Á LÍFSLEIÐINNI Gunnar hefur komið víða við á leið sinni til Hagfræðistofnunar. Hann er hagfræðingur að mennt, hefur meistaragráðu í sjávarút- vegsfræðum auk þess sem hann er með doktorspróf í hagfræði frá Frakklandi. Af fyrri störfum hans má nefna að hann var um tíma hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun og svo Þjóðhagsstofnun. Á árunum 2002 til 2005 var hann hagfræðingur í forsætisráðu- neytinu, í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Að þeim tíma loknum vatt Gunnar kvæði sínu í kross og tók við starfi verkefnastjóra hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Dvaldi hann meðal annars um tíma í Níkaragva. Samhliða störfum sínum hefur Gunnar haft annan fótinn í akademíunni og gegndi fyrst stöðu aðjúnkts og svo dósents við Háskólann á Bifröst, auk þess sem hann hefur kennt við Háskóla Íslands. Til Bifrastar réði hann sig svo í fullt starf í febrúar í fyrra þar til hann tók við stöðu forstöðumanns nú um áramótin. Þrátt fyrir að hafa unnið náið með Davíð Oddssyni í forsætisráðuneytinu segist Gunnar ekki vera pólitískur og vill hvorki staðsetja þær hagfræðikenningar sem hann aðhyllist til vinstri né hægri. „Ég get nefnt ágæta hagfræðinga sem spanna allt sviðið. Mér finnst ekki rétt að flokka fræðikenn- ingar með þessum hætti. Ég held að oft sé erfitt að fullyrða nokkuð um að hægri menn bulli meira um hagfræði en vinstri menn, eða öfugt.“ EVRAN Á EKKI AÐ VERA DÆGURMÁL Gunnar hefur eins og aðrir sína skoðun á mál- efnum evrunnar og krónunnar. Hann telur að ekki sé búið að skoða nægilega vel allar hliðar málsins til þess að hægt sé að taka ákvörðun um að kasta krónunni. „Það hefur til að mynda ekki verið fullskoðað hvernig við myndum haga hagstjórninni, með lítil sem engin áhrif á gjaldmiðilinn. Að taka upp evruna getur líka haft mikil áhrif á vinnu- markaðinn og þau áhrif hafa heldur ekki verið rannsökuð ofan í kjölinn. Þetta er ekki bara spurning um að telja kostina og ókost- ina. Það þarf að vega og meta hversu þungt þessir kostir og ókostir vega. Spurningin um fyrirkomulag þessara mála á ekki að vera dægurmál.“ Gunnar telur ekki ráðlagt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, gæf- ist þess kostur. „Ef við tækjum upp evruna þyrftum við strax að reyna að aðlaga íslenska hagkerfið sem best að sveiflum í evrópska hagkerfinu. Sögulega séð hefur Ísland oft verið í uppsveiflu á meðan Evrópa er í niður- sveiflu og öfugt. Ef við tækjum upp evruna án þess að ganga í sambandið gætum við lent í því að vera með lága vexti í uppsveiflu og háa vexti í kreppu.“ Hann bendir líka á að þótt Íslendingar tækju upp evruna væru hag- stjórnarvandamál hvergi nærri úr sögunni. „Áhrifin af uppsveiflu eða niðursveiflu koma alltaf einhvers staðar fram. Ef það gerist ekki að hluta til í gegnum gengið, þá gerist það bara einhvers staðar annars staðar. Svo má heldur ekki gleyma því að við verðum ekki laus við áhrifin af gengissveiflum þótt við tökum upp evruna. Aðrir gjaldmiðlar sveiflast líka, þetta verða þá bara ekki geng- issveiflur sem verða til af ástandinu hérna innanlands. En sveiflurnar myndu vissulega minnka.“ ALMENNINGUR BER ÞYNGSTU BYRÐARNAR Ýmsir hafa haldið því fram að evran muni, hvort sem okkur líkar betur eða verr, lauma sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahags- líf, samfara því að umsvif íslenskra stór- fyrirtækja verði í sífellt meira mæli í erlendum gjaldmiðli. Fullyrt hefur verið að það myndi gera peningamálastjórn Seðlabankans áhrifalausa. Það er því ekki hægt að sleppa Gunnari án þess að fá hans sýn á hvaða áhrif það hefði á stjórnina ef stærstu fyrirtæki landsins tækju upp á því að færa bókhald sitt í evrum. „Ég sé ekki að þetta myndi breyta miklu frá því sem nú er, því að stórum hluta hafa stýrivext- ir Seðlabankans ekki virkað sem skyldi. Bankarnir hafa nú þegar greiðan aðgang að erlendu lánsfjármagni og eru því að miklu leyti undanskildir áhrifum af stýrivöxtum Seðlabankans. Ég held það sé alltaf, þrátt fyrir allt, almenningur í landinu sem ber þyngstu byrðarnar af peningamálastjórn- inni.“ Evruumræðan á ekki að vera dægurmál, almenningur ber byrðarnar af peningamála- stjórn Seðlabankans og hag- fræðikenningar geta í eðli sínu verið fallegar. Þetta var meðal þess sem Gunnar Ólafur Haraldsson, nýr forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar, sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá. Heillaður af hagfræði „Það hefur til að mynda ekki verið fullskoðað hvernig við myndum haga hagstjórninni, með lítil sem engin áhrif á gjaldmið- ilinn. Að taka upp evruna getur líka haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn og þau áhrif hafa heldur ekki verið rannsökuð ofan í kjölinn. Þetta er ekki bara spurning um að telja kostina og ókostina. Það þarf að vega og meta hversu þungt þessir kostir og ókostir vega. Spurningin um fyrirkomulag þessara mála á ekki að vera dægurmál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.