Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 78
Kate Middleton, kærasta Vilhjálms prins til fjögurra ára, gæti verið bjargvætt- ur Buckingham-hallar en bresku fjölmiðlarnir kalla hana „hina nýju prinsessu fólksins“. Breskir fjölmiðlar hafa að undan- förnu líkt Kate við hina elskuðu móður Vilhjálms, Díönu prins- essu. Sjálf segist Kate ekki gefa mikið fyrir þann samanburð sem er þó óhjákvæmilegur. Vefútgáfa Guardian skautaði yfir sviðið og bar saman fyrstu fréttirnar af Díönu og nú þá umfjöllun sem Kate hefur mátt þola. Í fyrstu virðast þær keimlíkar en að mati Gurdian virðist Kate líklegri til að lifa af glímuna við draugana í Buckingham. Meginmunurinn á Díönu og Kate liggur í mönnunum sem komu þeim í kastljós fjölmiðla. Samband Kate og Vilhjálms er talið byggt á vináttu og virðist hafa verið ást við fyrstu sýn. Vil- hjálmur fær ekki þá konunglegu meðferð sem hann er vanur heima fyrir hjá kærustu sinni því Kate hefur sést segja honum til synd- anna og sagði í gamni að það væri Vilhjálmur sem væri sá heppni. Slík rómantík var ansi fjarlægur hlutur hjá Karli og Díönu á sínum tíma en til gamans má geta að hann bað hennar á heimili Camillu Parker-Bowles, núverandi eigin- konu sinnar. Þá höfðu fjölmiðlar birt lista yfir þær þrjátíu konur sem komu til greina fyrir næsta konung Bretlands, þeirra á meðal var systir Díönu. Ævintýrið fagra um saklausu stúlkuna og kvennabósann frá Buckingham er ekki sveipað jafn- miklum dýrðarljóma og margir kynnu að halda. Fjölda ástkvenna Karls hafði verið hafnað á þeim forsendum að þær væru ekki hreinar meyjar. Slúðurblöðin reyndu allt hvað þau gátu til að reyna að finna eitthvað krassandi um ástarlíf Díönu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Minna er vitað um samlíf Kate með öðrum karl- mönnum en breska blaðið Specta- tor hélt því fram fullum fetum að Kate væri eins óspjölluð og verð- andi drottningu sæmdi. Og þar liggja vegir Kate og Díönu saman á ný; baráttan við paparazzi-ljós- myndaranna sem bíða á hverju götuhorni og fjölmiðla sem leggja sig í líma við að grafa upp eitthvað „óheppilegt“ úr fortíðinni. Karl Bretaprins hefur séð sig neyddan til að taka í taumana og biðlaði nýverið til fjölmiðla um að þeir sýndu Kate Middleton meira næði en Díönu. Karl vonast vafalítið til þess að þurfa aldrei aftur að heyra eitthvað í líkingu við lýsingu Díönu prinsessu á hirðlífinu og fjölmiðlum. „Þetta er farið úr böndunum. Ég finn miklu meira fyrir einveru heldur en vanlíðan,“ sagði Díana, buguð af kastljós- inu. Þegar öllu er á botn- inn hvolft binda Bret- ar miklar vonir við Kate sem arftaka Díönu, manneskju sem hirðina hefur vantað og þjóðin hefur saknað í ára- tug. Gamanleikarinn Chevy Chase fór í meðferð á níunda áratugnum vegna fíkn,ar í verkjalyf. Fór hann í meðferð á Betty Ford meðferðar- heimilið eftir að hafa lesið um að Betty, eiginkona Bandaríkjafor- setans fyrrverandi Geralds Ford, hefði farið í meðferð vegna áfeng- issýki. „Ef það hefði ekki verið vegna hugrekkis hennar, að viðurkenna áfengisvandamál sitt, hefði ég aldrei fengið þá hjálp sem ég þurfti,“ sagði Chase. Chase fór í meðferð Leikstjórinn M. Night Shyamalan ætlar að gera kvikmynd byggða á hinni vinsælu teiknimyndaseríu Avatar: The Last Airbender. Þættirnir eru undir sterkum áhrifum frá asískri list, goðafræði og hinum ýmsu slagsmálategund- um. Hafa þeir notið vinsælda hjá eldra fólki sem vanalega horfir á teiknimyndir á Nicelodeon-krakk- astöðinni í Bandaríkjunum. Shyamalan mun skrifa handrit- ið, leikstýra og framleiða myndina og vonast menn til að úr verði þriggja mynda sería. Þetta verður fyrsta myndin í leikstjórn Shyamalan sem er ekki byggð á hans eigin hugmynd. Síð- asta barnamynd hans var Stuart Little þar sem hann var annar af handritshöfundunum. Leikstýrir Avatar Nikki Bacharach, dóttir lagahöf- undarins Burts Bacharach og leik- konunnar Angie Dickinson, er látin. Hin fertuga Nikki, sem var eina barn þeirra, þjáðist af Asperger heilkenninu. Hún lést á heimili sínu í Kaliforníu. Burt Bacharach var kvæntur Dickinson á árunum 1965 til 1981. Hann á þrjú önnur börn úr fyrra hjónabandi. Á meðal þekktustu laga hans eru Raindrops Keep Falling on My Head og What the World Needs Now is Love. Framdi sjálfsvíg Katrín Edda Svansdóttir - sölumaður í þjónustuveri RVR V 62 22 B Skrifstofuvörur á janúartilboði Bréfabindi A4, 5cm og 8cm kjölur. 148kr. Mopak ljósritunarpappír, 5x500 blöð í ks. 1.240kr. ks. Á tilboði í janúar 2007 Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar, töflutússar og veggklukka Merkipennar, 898kr. pk. bláir, svartir, rauðir og grænir, 12 stk í pk. Við minnum ríkisstofnanir og sveitarfélög á eftirtalda rammasamninga: RK 02.15: Ritföng og skrifstofuvörur. RK 02.01: Ljósritunarpappír.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.