Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 55
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 S K O Ð U N Sveigjanlegur vinnutími og jafn- vægi á milli vinnu og einkalífs er eitthvað sem margir starfsmenn geta hugsað sér. En í hverju felast þessi hugtök og er eitthvað að marka þau? Samkvæmt Hagstofu Íslands unnu konur að meðaltali 35,6 tíma á viku en karlar 47,8 tíma á viku á síðasta ári eða um 42 klukkustundir að meðaltali. Til samanburðar vinna Norðmenn 38,6 tíma á viku en Bretar 43,1 tíma á viku. Sveigjanleiki er margbreyti- legur og þarfir starfsmanna eru ólíkar. Eitt getur hentað einstakl- ingi, annað barnafólki og enn annað eldri starfsmönnum. Áður var algengt, og er enn, að sveigj- anleiki fælist í bíl til umráða frá fyrirtæki og bónusgreiðsl- um. Nú hefur sveigjanleiki líka færst yfir í persónulegri þarf- ir, s.s. aðstöðu til líkamsræktar eða fría fatahreinsun, og mörg erlend fyrirtæki bjóða bæði upp á barnagæslu eða vistun fyrir aldraða foreldra. Takmarkið er að starfsmenn þurfi ekki að fá sam- viskubit gagnvart fjölskyldu við vinnu sína eða samviskubit gagn- vart vinnu með fjölskyldunni. Jafnvægi þar á milli er markmið- ið. Sveigjanlegur vinnutími getur falist í hlutastarfi, sveigjanlegum vinnustundum þar sem óunnar vinnustundir færast yfir á næsta mánuð eða að starfsmaður fær frelsi til að skila inn vissum tíma- fjölda á mánuði. Sveigjanlegur vinnutími hjá breska fyrirtækinu Alliance and Leicester felst m.a. í að barnafólki er boðið að vinna samkvæmt starfsári skóla og því mögulegt að taka frí þegar skól- inn er lokaður. Á vefsíðunni money.cnn.com er vitnað í lista tímaritsins Fortune yfir hundrað fyrirtæki sem starfsfólki líkar best að vinna hjá (100 best companies to work for), þar er greint frá því hvað kemur fyrirtækjum í tíu efstu sæti varð- andi jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þar kemur í ljós að fyr- irtækin hafa ýmist upp á að bjóða 37,5 tíma vinnuviku, ótakmark- að veikindaleyfi, niðurgreidda barnagæslu, eða eyða miklu fé í menntun og þjálfun starfsmanna. Eitt fyrirtækjanna á listanum byrjar alla fundi á uppbyggjandi bæn og annað býður upp á fjár- hagsstuðning við ættleiðingar og frjósemisaðgerðir. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Sveigjanleiki í orði og á borði S T A R F S M A N N A M Á L Við spákaupmenn notum ýmis leikföng til að stytta okkur dag- inn. Eitt alskemmtilegast leik- tækið fyrir utan afleiðusamn- inga eru gjaldeyriskrossar. Þetta eru rússíbanarnir í tívolígarði markaðarins. Ótrúlega gaman að taka eina feita krónustöðu og finna hvernig adrenalínið flæðir um æðarnar þegar maður bíður eftir því að sjá hvort maður hafi ekki veðjað rétt. Og hvílík uppskera þegar vel tekst til. Og kikkið. Vá! Ég myndi því sakna krónunn- ar ef hún hyrfi, bara vegna þess að ég þekki orðið vel til þess- ara skrýtnu skepnu. Hún hefur mjólkað mér vel í gegnum tíðina enda hef ég kunnað henni að klappa, eins og konan í þjóðsög- unni. Hins vegar er mér ljóst að ég get ekki horft bara á krónuna sem skemmtilegt leikfang fyrir mig og mína líka. Ég er ekki svo firrtur í minni iðju að ég geri mér ekki grein fyrir því að krón- an er blákaldur raunveruleiki fyrir þá sem hvorki hafa vit né getu til að leika sér að henni. Í þeim tilvkum er auðvitað hætta á að afurðin verði vélstrokk- að tilberasmjör, svo vitnað sé í frægan ritdóm um Vefarann mikla frá Kasmír. Það er sterkur orðrómur á markaði um að Kaupþing hafi verið á leið að skrá eigið fé sitt í evrum og gera upp í þeirri mynt. Davíð hafi stoppað þá og það skýri fýluna yfir því að Straumur Burðarás fór þessa leið. Það er ekkert sem mun stöðva þá lest. Síðan verða öll hlutabréf kominn í evrur og þá fer maður óhræddur í stórar stöður án þess að hafa mikl- ar áhyggjur af innlendu hags- veiflunni. Það er auðvitað minna adrenalín og meira öryggi, en eftir því sem árin færast yfir, þá minnkar þörfin fyrir adren- alín. Reyndar vex þörfin fyrir einhver önnur efni, en ég nenni ekki að spá í það í bili. Den tid den sorg. Krónan er ekki mjög ríkur þáttur í mínu lífi. Ég drekk lítið af mjólk og lambakjöt er ekki uppistaðan í fæðunni. Ég skulda ekki krónu þessa dagana, ená talsvert í evrum og ég á eitthvað af krónum á peningamarkaði, og eitthvað í óverðtryggðum skuldabréfum. Þar fyrir utan á ég krónuskráð bréf í fyrirtækj- um sem hafa megnið af tekj- um sínum í öðrum myntum en krónu og svo náttúrulega slatta í verðbréfum í útlöndum. Mér ætti því að vera nokk sama þótt einum rússíbana verði lokað í tívolíinu mínu. Ég finn mér bara annan hef ég finn hjá mér þörf fyrir salíbunu, en meðan hann er opinn, þá mun ég auðvitað græða á því. S P Á K A U P M A Ð U R I N N Ef leikföngunum fækkar Á Hótel Búðum er frábær aðstaða til að þjappa saman vinnuhóp eða til að halda fundi og allt að 40 manna ráðstefnur fjarri skarkala hversdagsins. Náttúrufegurðin skapar einstaka og óvenjulega umgjörð og frá þessu stórbrotna umhverfi stafar jákvæðum straumum til sköpunar. Herbergin eru gullfalleg og hvert einasta með guðdómlegt útsýni. Að loknu fundahaldi er síðan hægt að slaka á, njóta rómaðrar matargerðar Hótels Búða, kanna nánasta umhverfi eða skreppa á jökul. Ef þú vilt gleðja góðan starfsmann eru gjafakortin okkar frábær hugmynd. Allar upplýsingar í síma 435 6700 eða á www.budir.is Hvert einasta herbergi með útsýni – einstakar aðstæður fyrir fundi og ráðstefnur Opið alla daga – allan ársins hring Aðeins tveggja stunda akstur frá Reykjavík!Hótel Búðir Sími 435 6700 budir@budir.is www.budir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.