Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Alþýðusamband Íslands vinnur nú að könnun á þjónustugjöldum sveitarfé- laga og þó að könnuninni sé ekki lokið, hefur forseti ASÍ látið hafa það eftir sér að sambandið hafi miklar áhyggjur af hækkandi þjónustugjöldum sveitarfélag- anna. ASÍ þarf ekki að hafa áhyggjur af hækkunum á þjónustugjöldum hjá Kópa- vogsbæ. Stjórnendur Kópavogsbæjar hafa ákveðið að halda flestum þjónustu- gjöldum óbreyttum milli áranna 2006 og 2007 en það jafngildir raunlækkun um a.m.k. 7% í þeirri verðbólgu sem nú er. Þannig verða leikskólagjöld óbreytt á milli ára. Sömuleiðis verða gjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir óbreytt og einnig verða gjöld félagsþjónustunnar vegna heimaþjón- ustu, matarþjónustu og þjónustu á sambýlum óbreytt. Útsvarsprósenta, fasteignaskattur, vatnsskattur og holræsagjald eru einnig óbreytt milli ára. Afslátt- ur er veittur af fasteignagjöldum sam- kvæmt ákveðnum reglum og er sá afslátt- ur svipaður að krónutölu milli ára. Eldri borgarar fá sérstakan afslátt af fasteigna- gjöldum í samræmi við heimildir laga og reglna. Þær hækkanir sem verða, taka mið af verðlagshækkunum. Gjaldskrá bygginga- fulltrúa hækkar í samræmi við bygginga- vísitölu, auk þess sem lóðaleiga og sorp- eyðingargjald hækka um tæp 7%. Þau gjöld standa því í stað að raunvirði. Loks má nefna, að áfram munu foreldr- ar með börn á leikskólaaldri eiga kost á heimagreiðslum fyrir börn sín sem nema þrjátíu þúsund krónum á mánuði eins og á síðasta ári. Með ráðdeild í rekstri á undanförnum árum, hefur tekist að byggja upp sterka fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar sem nú verður notuð með þessum hætti til að létta byrðarnar á hinum almenna bæjar- búa. Gleðilegt ár. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Þjónustugjöld lækka í Kópavogi N ýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rit- höfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruvernd- ar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi. Engum lesanda lagasafnsins getur dulist að allt regluverk stórvirkjana og stóriðju hefur í nokkrum mæli byggst á stjórn- lyndri hugmyndafræði. Hluta þeirra miklu og hörðu árekstra sem orðið hafa milli náttúruverndar og auðlindanýtingar má vafalaust rekja til þessa regluverks. Að vísu er það svo að með raforkulögunum frá 2003 breytt- ist lagaumhverfið. Núverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að með þeirri lagabreytingu hafi það sem kallað hefur verið ríkisstóriðjustefna flust af borði ráðherra til fyrirtækja og sveitarfélaga er ráði þeim málum til lykta í frjálsum samn- ingum. Svo mikil var breytingin 2003 að vísu ekki. Lagaumhverfið var ekki leyst úr öllum fjötrum stjórnlyndra viðhorfa. Í raforku- lögum er til að mynda sjálfvirk heimild ráðherra til þess að taka land og vatnsréttindi eignarnámi að kröfu virkjunaraðila. Nú stendur til að virkja neðri hluta Þjórsár. Stækkun álvers Alcans í Hafnarfirði eða önnur ný álver kalla á þá framkvæmd. Landsvirkjun hefur þegar samið um verð á raforkunni. Virkj- unarleyfi hefur hins vegar ekki verið gefið út. Aukheldur hafa engir samningar verið gerðir við landeigendur og rétthafa ork- unnar. Samkvæmt lögum og venju er litið á þetta tvennt sem eins konar opinbera sjálfsafgreiðslu. Að vísu háttar svo til í þessu falli að fyrirtæki fjármálaráð- herra, Landsvirkjun, semur við fjármálaráðherra um stóran hluta vatnsréttindanna. Annar hluti þeirra er hins vegar í einka- eigu. Hér vaknar þessi spurning: Samræmist eignarnámsheim- ildin eðlilegum kröfum um samninga á frjálsum grundvelli? Gott eitt er um það að segja að neðri hluti Þjórsár sé nýtt- ur til orkuframleiðslu. En eiga rétthafarnir ekki að hafa sömu samningsstöðu og aðrir í frjálsum viðskiptum? Hví mega þeir samningar ekki stranda eða taka þann tíma sem þurfa þykir rétt eins og í venjulegum viðskiptum? En álitaefnin eru fleiri. Er ljóst að krafa stjórnarskrárinnar um almannaþörf sé fyrir hendi? Segja má að öll ný fyrirtæki séu í þágu almannahagsmuna. En er almannaþörfin í þessu tilviki svo miklu ríkari en önnur nýsköpun í atvinnurekstri að hún rétt- læti opinbert inngrip í samninga með eignarnámi? Alþingi á að öðru jöfnu mat um það hvort almannaþörf til eignarnáms er fyrir hendi. Sumir vilja leyfa dómstólunum sjálf- stætt mat þar um. Hvað sem því líður er gilt að spyrja: Getur Alþingi framselt til ráðherra mat á almannaþörf um eignarnám vegna viðskiptasamninga með svo almennum hætti og um svo ófyrirséða hagsmuni sem raforkulögin gera ráð fyrir? Fjármálaráðherra ræður hvort fyrirtæki hans óskar eftir eignarnámi. Iðnaðarráðherra ákveður hvort þeirri heimild verður beitt. Hvor um sig eða báðir saman geta þeir mælt fyrir um hvort stjórnlyndi eða frjálslyndi ræður för. Eignarnámstvímæli Ámiðöldum deildu lærðir menn um það hvort hinn venjulegi og almenni syndari, hefði frjálsan vilja, og gæti þannig forðast freistingar og tálsnörur djöfulsins, eða að honum væri ákveðin forlög fyrirfram samkvæmt klukku- verki sköpunar Guðs og réði veslingurinn því engu um það hvort breytni hans stefndi sál hans til eilífrar glötunar ellegar sáluhjálpar. Ýmsir forystumenn prótestanta gegn ofurvaldi páfa og kaþólskrar kirkju gengu svo langt að staðhæfa að ætlunar- verk Guðs væri svo fyrirfram ákveðið í smáatriðum, að breytni manna skipti engu máli; menn gætu aðeins frelsast frá fyrir- fram ákveðinni fordæmingu fyrir trúna. Hugarfarið væri það sem gilti. Þýski heimspekingurinn Hegel taldi framvindu sögunnar lúta ákveðnum lögmálum þar sem ákveðið ástand (tesa) leiddi af sér andstæðu sína (anti-tesu) og síðan upphæfust þessar andstæður í einni máttugri syntesu, sem sameinaði það besta úr tesu/syntesu, en skildi sorann eftir. Þannig var mann- kynið á eilífri framfarabraut með þessu merkilega þrístökki Tíðarandans, sem einnig minnir á Heilaga þrenningu kristninnar og þarf þó ekki trúarbrögð til, því eins og allir vita þá segir fornt málæki: allt er þá þrennt er. Hegel taldi Tíðarandann hafa náð lokamarki Skaparans með Prússneska Ríkinu, sem væri Fullkomnunin sjálf. Þýski gyðingurinn Karl Marx taldi sig snúa lærimeistara sínum, Hegel, á haus þegar hann fól Stéttabaráttunni að vinda sögunni fram í stað Tíðarandans, og þannig grundvalla framsókn mannkynsins með lögmáli, sem byggðist á efnislegri baráttu hversdagsfólks fyrir nauðsynj- um sínum og nauðþurftum, og stefna að þjóðskipulagi, sem tryggði þeim slíka réttláta tilhögun veraldargæða. Til þess þyrfti að útrýma bæði yfirstétt- unum og Ríkinu og mundi þá renna upp upp sú gósentíð, sem líka var í árdaga mannkyns þegar lambið lá við hlið ljónsins og saup gams úr sama dalli og það, í friði og spekt. Ekkert var marxistum kærara en að vísa andstæðingum sínum á sorp- hauga Sögunnar, gengju þeir gegn því lögmáli sögulegrar framvindu, sem enginn mannleg- ur máttur fengi staðist gegn. Varla hafði reykurinn hjaðnað af þeim ríkjum marxista, sem svo sannarlega höfðu lent á sorphaugum Sögunnar, þegar ný tegund nauðhyggjumanna reis upp og og lýsti valdsmannslega yfir að tilgangslaust væri að andæfa gegn Lögmálinu. Annars vegar eru þar að verki svonefnd- ir markaðshyggjumenn, sem telja lögmál Markaðarins ofar öllum hugarsmíðum breysks mannkyns. Hins vegar heims- væðingarsinnar eða Globalistar, sem telja að Lögmálið stefni að einum markaði um allan heim, Markaðurinn leysi ekki aðeins þjóðRíkið af hólmi heldur og trúarbrögðin og hvers kyns hindranir, sem heimskum lýð kann að detta í hug að setja í veg hans. Oftast renna þessir hópar saman í fordæmingu sinni á úreltu þjóðríkinu og upphafningu Markaðarins sem þess yfirskil- vitlega valds, sem leysir allar spurningar um réttlæti og siðferði. Þannig á það að vara bundið efnahagslegu lögmáli að íslenska krónan sé ónýt mynt og beri að henda henni fyrir alþjóðlega gjaldgenga mynt. Reynt er að telja okkur trú um að tilgangs- laust sé að að spyrna móti inngöngu í Evrópusambandið. „Lögmál“ alþjóðasamrunans færi okkur þangað á færibandi Tíðarandans, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Reynt er að telja okkur trú um að engu máli skipti hver eða hverjir eigi auðlindir Íslands. Alþjóðlegar fjárfestingar virði engin landamæri og það sé öllum jarðarbúum fyrir bestu. Hver sá, sem samþykkur er rugli af þessu tagi, er að afneita lýðræðinu. Það lýðræði, sem á undanförnum öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum, er grunnmúrað á þeirri sannfær- ingu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál“ séu til sem fái bugað hann. „Lögmál markaðarins“ eru að mestu mannanna verk og taka mið af þeirri siðferðis- og réttlætis- kennd sem hverju sinni ríkir í þjóðfélaginu. Höfum hugfast að við búum í lýðveldi með lýðræð- islegt stjórnarfar. Við getum gert hvað sem okkur sýnist, þegar okkur sýnist. Höfnum nauð- hyggjunni og hefjum á loft fána hins frjálsa vilja. Við ráðum örlögum okkar sjálf, en engin utanaðkomandi „lögmál“. Frjáls vilji og nauðhyggja Það lýðræði, sem á undanförn- um öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum er grunn- múrað á þeirri sannfæringu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál“ séu til sem fái bugað hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.