Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 16
fréttir og fróðleikur Rannsókn og ákærumeð- ferð vegna umfangsmesta fíkniefnamáls sem komið hefur upp í Vestmannaeyj- um er lokið. Fjögur hafa verið ákærð og er þáttur 44 ára karlmanns þar veiga- mestur. Óljóst er hvenær málið, sem að mörgu leyti er reyfarakennt, verður tekið fyrir í dómi. Rúmlega ár er liðið frá því umfangs- mikið fíkniefnamisferli kom upp í Vestmannaeyjum. Öðru fremur beindist rannsókn lögreglu að 44 ára karlmanni sem nú hefur verið ákærður. Tvær konur á þrítugsaldri og 32 ára gömul kona hafa verið ákærðar vegna málsins en þáttur þeirra er veigalítill miðað við þátt karlmannsins. Hinn 29. desember 2005 lagði lögreglan í Vestmannaeyjum hald á tæplega sautján grömm af amfet- amíni, ýmist í kúlu- eða duftformi. Efnin fundust í hliðartösku 32 ára konunnar, í hliðarvasa í bifreið sem hún var í og í hillusamstæðu í stofu á heimili meðákærðu að Strembu- götu 10 í Vestmannaeyjum. Efnin voru í formi 14 kúlna, kúlulaga neyslueininga, og lítils magns af dufti. Við húsleitir lögreglu fannst umtals- vert magn kannabisefna í húsum í Vestmannaeyjum sem var í eigu karlmannsins. Við húsleit 31. desember 2005 að Helgafellsbraut 7 fundust 17,2 grömm af kannabis- efnum í buddu í buxum í kjallara hússins. Sama dag fundust 62,6 grömm af kannabisefnum í pen- ingaskáp í kjallara hússins að Mið- stræti 19. Við húsleit 2. janúar í fyrra fund- ust tæp 40 grömm af kannabisefn- um í kassa undir vinnuborði í bíl- skúr að Helgafellsbraut 7. Sama dag fannst síðan tæpt kíló af kanna- bisefnum í peningaskáp við bíl- skúrshurð ásamt 29 stykkjum af kannabisfræum. Við enn eina húsleitina, 3. janúar 2006 að Vesturvegi 29, fundust síðan 125 grömm af kannabisefnum í vinnuvettlingi í skúffusamstæðu í eldhúsinu. Karlmaðurinn er ákærð- ur fyrir að hafa átt efnin sem fund- ust í ofannefndum húsleitum. Ein kvennanna er ákærð fyrir að hafa selt eitt gramm af kannabis- efnum á 2.500 krónur að kvöldi 30. desember 2005. Einnig fundust tæp- lega hundrað grömm af kannabis- efnum ætluðum til söludreifingar og rúmlega fjögur grömm af tób- aksblönduðum kannabisefnum fundust í bifreið og einnig í kjall- araíbúð ákærðu að Strembugötu 10. Þá fundust einnig 52.000 krónur í íbúðinni sem talinn er hafa verið ávinningur af fíkniefnasölu. Efnin sem ætluð voru til sölu fundust í hliðarvasa á hægri fram- hurð bifreiðarinnar, í boxi undir sjónvarpsskáp, í skál í hillusam- stæðu og milli bóka í stofu íbúðar ákærðu. Meirihluti efnanna fannst í neðstu skúffu í kommóðu í svefn- herberginu að Strembugötu 10. Við húsleitirnar fundust samtals 280.500 krónur. Í íbúð að Miðstræti 19 fundust 120.500 krónur í lausu en 160.000 krónur í merktu umslagi. Ótvírætt þykir að þessir peningar hafi verið ávinningur af fíkniefna- sölu. Við rannsókn málsins fannst listi yfir fólk sem skuldaði fíkniefnasöl- um í Vestmannaeyjum vegna kaupa á efnum. Reyndist það happafengur fyrir lögreglu þar sem á milli tíu og fimmtán nafngreindir einstakling- ar voru á listanum sem eðli málsins samkvæmt auðveldaði eftirlit með fíkniefnaneytendum í bænum. Við rannsókn málsins fannst búnt af bandarískum dollurum, samtals um ein milljón íslenskra króna. Við rannsókn málsins þver- tók maðurinn sem er ákærður fyrir að peningarnir væru tengdir pen- ingaþvætti, fíkniefnasölu eða ann- arri ólöglegri starfsemi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þvætti maðurinn peninga fyrir höfuðpaur- inn í málinu sem seldi og sendi efnin til Eyja en maðurinn sem ákærður er átti þrjár fasteignir í Eyjum er málið kom upp. Eins og algengt er í fíkniefnamál- um neituðu ákærðu öll að gefa vís- bendingar um hver mögulega gæti hafa selt eða sent fíkniefnin til Eyja. Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknar- lögreglumaður í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær þá niðurstöðu hafa verið von- brigði en benti jafnframt á að óal- gengt væri að þau sem tengdust fíkniefnamálum segðu til þeirra sem mögulega stæðu á bak við mis- ferlið. Það gera þau ekki vegna ótta við hefndaraðgerðir. Fíkniefnasmyglurum tókst að færa sér í nyt starfslag sem viðhaft er í Herjólfi. Óþarft er að sýna skil- ríki er pantaðar eru ferðir með Herjólfi milli lands og Eyja. Þetta nýttu smyglararnir sér með því að panta far á röngu nafni og fylgjast vel með því hvort lögreglan hefði gott eftirlit við hafnirnar í Eyjum og í Þorlákshöfn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær vissi lögreglan af því að fylgst væri með eftirliti hennar í Eyjum og á Þorlákshöfn. Fíkniefnamálið hafði nokkur áhrif á lífið í Vestmannaeyjum enda íbúar í Eyjum slegnir yfir því að svo umfangsmikið fíkniefnamál skuli koma upp í bænum. Bergur Elías Ágústsson, sem var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum þegar málið kom upp, sagði í viðtali við Fréttablaðið 12. janúar í fyrra að málið væri áfall fyrir íbúa í bænum. En hann ítrekaði jafnframt að það væri gott til þess að vita að lögreglan í Eyjum væri í stakk búin til þess að taka á stórum málum eins og þessu. Óljóst er enn þá hvenær málið verður tekið fyrir í dómi. – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006 Heimsmet Íslendinga Reyfarakennt glæpamál í Eyjum Stríðshrjáð land á horni Afríku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.