Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 32
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR6
E R L E N T
PORTÚGAL
GRIKKLAND
KÝPUR
SPÁNN
FRAKKLAND
LÚX.
HOLLAND
SLÓVENÍA
UNGVERJALAND
SLÓVAKÍA
TÉKKLAND
PÓLLAND
LITHÁEN
MALTA
LETTLAND
EISTLAND
BELGÍA
ITALY
AUSTURRÍKI
Vestur
SVÍÞJÓÐ
hafnaði upptöku
evrunnar í
þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 2003
FINNALND
Austur
ÞÝSKALAND
BRETLAND
féll úr gjald-
eyriskerfi ESB
í kjölfar hruns
árið 1992
DANMÖRK
hafnaði upptöku
evrunnar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu
árið 2000
ÍRLAND
Aðildarár Evrulöndin
1957
1973
1981
1986
1990
1995
2004
2007
RÚMENÍA
BÚLGARÍA
EVRAN DREIFIR ÚR SÉR Á FIMM ÁRA AFMÆLINU
1. janúar 1999 – Evran innleidd í rafrænum færslum og
í fjármálastarfsemi
1. janúar 2000 – Tólf aðildarríki myntbandalags
Evrópusambandsins taka upp evruna.
1. janúar 2007 – Evran innleidd í Slóveníu.
1. janúar 2008 – Kýpverjar, Eistar, Lettar og íbúar á
Möltu taka upp evruna.
1. janúar 2009 – Evran innleidd í Slóvakíu og Litháen.
1. janúar 2010 – Búlgarar og Tékkar taka upp evru.
2011 – Evran verður gjaldmiðill í Ungverjalandi, Póllandi
og Rúmeníu.
Önnur lönd sem hafa tekið upp eigin evruútgáfu:
Mónakó, Vatíkanið og San Marínó.
Aðrir sem nota evrur: Andorra, Kosovo, Svartfjallaland
og lönd tengd Frakklandi.
Lönd sem hafa fasttengt mynt sína við evrur: Bosnía og
Hersegóvína, Grænhöfðaeyjar, Danmörk, Franska
Pólynesía og 14 önnur lönd í Afríku.
Slóvenía var 13. aðildarríki Evrópusambandsins til að taka upp evruna sem
gjaldmiðil um síðustu áramót. Fimm ár eru síðan evran var tekin upp í aðildarríkjum
myntbandalagssins. Búlgaría og Rúmenía bíða aðildar að myntbandalaginu en fleiri
lönd hafa tengt gjaldmiðla sína við gengisskráningu evrunnar.
Niðurstöður könnunar sem gerð
var í Bretlandi á síðasta ári benda
til að þeir sem eru yfir kjörþyngd
séu ólíklegri til frama innan
veggja fyrirtækja en þeir sem
eru um eða undir kjörþyngd.
Í könnuninni, sem breska
ráðgjafafyrirtækið The Aziz
Corporation stóð fyrir, birtast
ýmsir fordómar í garð þeirra sem
eiga í baráttu við aukakílóin. Þar
á meðal eru tveir þriðju hlutar
yfirmanna í Bretlandi vissir um
að þeir sem eigi við offituvanda-
mál að stríða séu fórnarlömb for-
dóma og festist í metorðastigan-
um þegar stöðuhækkanir koma
til tals. Stjórnarmaður ráðgjafa-
fyrirtækisins, segir niðurstöð-
urnar benda ótvírætt til þess að
útlit skipti miklu máli á frama-
brautinni. Þar skipi líkamsþyngd
og útlit veigamikinn sess.
Í rannsókninni kom meðal
annars fram að 70 prósent stjórn-
enda í fyrirtækjum telji að þeir
sem eru yfir kjörþyngd búi yfir
litlum sjálfsaga. Þá telja 67 pró-
sent að feita starfsmenn skorti
þol og kraft til að takast á við
daglegt amstur af sama alefli og
grennri starfsmenn.
„Auðvitað geta stjórnendur
fyrirtækja ekki gengist við for-
dómum sínum og rætt um þá
opinskátt enda eiga þeir þá á
hættu að vera kærðir,“ segir
stjórnarformaðurinn. - jab
Feitir fastir í metorðastiganum
Hluthafahópurinn State Street,
sem fer með 1,7 prósenta hlut
í breska farsímarisanum
Vodafone, vill að félagið falli frá
yfirtökutilraunum í 67 prósenta
hlut indverska farsímafélagsins
Hutchison Essar.
Ástæðan er aðkoma indverska
fjárfestahópsins Hinduja Group
í yfirtökubaráttu um hlutinn og
óttast State Street að baráttan
geti orðið Vodafone kostnaðar-
söm.
Breska viðskiptablaðið
Financial Times segir fimmtán
framkvæmdastjóra hjá Vodafone
hafa flogið austur til Mumbai á
Indlandi um síðustu helgi ásamt
fulltrúum frá endurskoðenda-
fyrirtækinu Ernst & Young til
að glugga í bækur Hutchison
Essar og sjá fjárhagsstöðu þessa
fjórða stærsta farsímafyrirtækis
á Indlandi. Aðrir bjóðendur hafa
fram til þessa ekki fengið að
skoða bækurnar þrátt fyrir ítrek-
aðar óskir um slíkt.
Vodafone lýsti fyrst félaga yfir
áhuga á kaupum á hlut Hutchison
Whampoa í indverska farsímafé-
laginu.
Nokkur farsímafélög víða
um heim hafa lýst yfir áhuga á
kaupum á hlutnum, þar á meðal
hinn helmingurinn af félaginu,
Essar, sem er í oddastöðu með 33
prósenta eignarhlut. Fari svo að
hluturinn verði seldur Vodafone
er hugsanlegt að Essar leiti til
dómsstóla til að hnekkja ákvörð-
uninni. - jab
Hluthafar gegn
yfirtöku Vodafone
Rick Wagoner, forstjóri banda-
ríska bílaframleiðandans
General Motors (GM), greindi
frá því á föstudag að fyrirtækið
gæti þurft að segja fleiri starfs-
mönnum upp á þessu ári. GM
sagði upp 34.000 manns í fyrra
og ákvað að loka tólf verksmiðj-
um til að draga úr viðvarandi
hallarekstri fyrirtækisins.
Bílaframleiðandinn skilaði
10,6 milljarða dala taprekstri
á þarsíðasta ári. Það jafngildir
tæpum 749 milljörðum íslenskra
króna og horfði stjórn GM til
þess að bæta afkomuna með
uppsögnum og öðrum aðgerðum
í fyrra. Fyrirtækið ætlar sömu-
leiðis að auka starfsemi sína á
nýmörkuðum á borð við Indland
og Kína.
Rekstur bandarískra bíla-
framleiðenda var nokkuð þung-
ur á síðasta ári, ekki síst vegna
hækkana á eldsneytisverði
sem fékk bílakaupendur til að
hugsa sig tvisvar um áður en
þeir festu kaup á nýjum bílum.
Sala á bílum frá þremur stærstu
bílaframleiðendum vestra dróst
mikið saman í fyrra. Á sama
tíma jókst sala á nýjum bílum
hjá japanska fyrirtækinu Toyota
og stefnir í að það verði sölu-
hæsti bílaframleiðandi í heimi
um mitt þetta ár. - jab
Frekari uppsagnir í vændum hjá GM
Asíska lággjaldaflugfélagið Air
Asia greindi frá því á blaða-
mannafundi á föstudag að félagið
ætli að setja á laggirnar nýtt lág-
gjaldaflugfélag í samstarfi við
flugfélagið Fly Asian Express.
Nýja félagið mun heita Air Asian
X og sinnir millilandaflugi á milli
Kína, Indlands og Evrópu frá
og með júlí í sumar. Þá hyggur
félagið á samstarf við fleiri lág-
gjaldaflugfélög.
Air Asia var stofnað fyrir
tæpum sex árum. Tvær farþega-
flugvélar flugu undir merkjum
þess í SA-Asíu í fyrstu en þær
eru nú 20 talsins. Félagið hefur
vaxið mikið undanfarin misseri
og hefur félagið brugðist við auk-
inni eftirspurn með því að kaupa
hundrað A320 farþegaþotur frá
Airbus. Þá lýsti Tony Fernandes,
stofnandi flugfélagsins, því
sömuleiðis yfir á blaðamanna-
fundinum, að svo geti farið að
hundrað þotur verði keyptar til
viðbótar.
Kvisast hefur út að verð á
farmiðum félagsins verði með
minnsta móti, allt niður í 2,84
pund aðra leiðina frá Malasíu til
Lundúna í Bretlandi. Það svarar
til tæpra 288 íslenskra króna.
Allt var á huldu um fréttir af
Air Asia frá byrjun síðustu viku
þegar félagið greindi frá því að
stór tilkynning yrði birt í vikulok-
in. Fjölmiðlar veltu lengi vöngum
yfir fréttunum og töldu jafnvel
að félagið ætlaði í samstarf við
önnur lággjaldaflugfélög, jafnvel
bresku félögin Easyjet og Virgin.
Sá grunur reyndist ekki á rökum
reistur. - jab
Nýtt lággjaldafélag
í Asíu tekur á loft
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Slóvenar gengu formlega í myntbandalag
Evrópusambandsins á nýársdag og varð Slóvenía
13. landið af 27 aðildarríkjum
ESB til að taka upp evru sem
gjaldmiðil. Slóvenía er eina
landið af þeim tíu löndum sem
gengu í myntbandalagið fyrir
þremur árum til að taka upp
evrur.
Að sögn Seðlabanka
Slóveníu hefur innleiðing evr-
unnar gengið mjög vel fram
til þessa en landsmenn hafa
fram til mánudags í næstu
viku til að venjast evrunni
sem gjaldmiðli. Þá verða þeir
að leggja tólarnum, gjaldmiðli
sínum, og taka upp hinn nýja
gjaldmiðil. Landsmenn eru
ekki óvanir umskiptum á gjald-
miðlum því Slóvenar tóku upp
tólarinn árið 1991 þegar þeir
lýstu yfir sjálfstæði frá fyrrum Júgóslavíu.
Þá eru Slóvenar síður en svo ókunnir evrum því
margir landsmenn fara í verslunarferðir til Ítalíu
og Austurríkis, sem eru með evrur. Þá hafa stjórn-
völd í Slóveníu hægt og bítandi vanið landsmenn
við nýja gjaldmiðilinn allt frá mars á síðasta ári
með verðlagningu vara í báðum gjaldmiðlum.
Andrej Bajuk, fjármálaráðherra Slóveníu, segir
vonir standa til að umskiptin
hafi jákvæð áhrif á efnahags-
lífið og lífskjör landsmanna.
Taldi hann breytingarnar geta
gengið yfir á næstu sex til tólf
mánuðum.
Bajuk sagði ennfremur að inn-
ganga Slóvena í myntbandalag
ESB sýndi fram á styrka efna-
hagsstöðu landsins miðað við
hin löndin á Balkanskaganum.
Geti svo farið að Slóvenar verði
fyrirmynd þeirra nágranna-
landa, sem horfi til þess að
taka upp evruna. Rúmenar og
Búlgaría, sem gengu í ESB á
síðasta ári, hafa sömuleiðis sótt
um aðild að myntbandalaginu.
Að sögn Bajuks þurfa stjórn-
völd landanna hins vegar að
taka sig á í peningamálastjórn ætli þau að uppfylla
strangar kröfur myntbandalagsins og taka upp evr-
una sem gjaldmiðil.
Slóvenar ánægðir
með nýjar evrur
Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því
að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum.