Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 16.01.2007, Qupperneq 8
 Hvað heitir forseti Palestínu- stjórnar? Hvað heitir forstjóri Actavis? Hvað heitir fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik? Frestur Geymis ehf. til að skrá sig sem starfs- mannaleigu hjá Vinnumálastofn- un rann út um miðnætti í nótt. Helgi Eiríksson, framkvæmda- stjóri Geymis, segir að spurning- um Vinnumálastofnunar hafi verið svarað og umbeðnum gögnum verði skilað inn í dag. Vinnumálastofnun telur að starfsemi Geymis flokkist undir starfsemi starfsmannaleigu og beri að skrá hana samkvæmt því. Helgi segir að ekkert sé athuga- vert við starfsemi fyrirtækisins og telur að búið sé að leysa málið. Geymir kom í fréttir árið 2005 þegar ASÍ taldi að tólf Pólverjar fengju langtum lægri laun en kveðið væri á um í kjara- samningi. Gögnunum skilað inn í dag „Veðrið er að mestu gengið yfir en hann blés allhressilega á sunnudaginn,“ segir Theodór Ingi Ólafsson sem býr í Jönköping í Svíþjóð. Mikill veðurofsi var í Skandinavíu á sunnudaginn og lét- ust fjórir í Svíþjóð vegna veður- ofsans. Theodór Ingi, sem er úr Eyjafirði en býr í Jönköping ásamt unnustu sinni, Friðriku Björk Þorkelsdóttur, segist oft hafa upplifað verra veður heima á Íslandi. Þar sé hins vegar minna um tré sem valdi geti miklum skaða. „Rúður á vinnustaðnum brotn- uðu og tré fuku upp með rótum og ég held að flestir sem létust hafi orðið fyrir trjám auk þess sem einn varð fyrir vélarhluta úr báti. Þrátt fyrir að hafa upplifað verra veður heima verð ég að viður- kenna að mér stóð ekki á sama þegar ég gekk í gegnum garð á leið heim úr vinnunni. Það var frekar óhugnanlegt að ganga á milli þessara risatrjáa sem sveigðust fram og til baka og að heyra hvininn vitandi að í nágrenninu hefðu menn kramist undir þeim og mér stóð hreint ekki á sama um líf mitt um tíma,“ segir Theodór. Það er svo mikið af trjám hérna og verður því afar hættu- legt við svona aðstæður,“ segir Theodór en bætir við að hann hafi ekki heyrt að neinn Íslendingur hafi orðið illa úti í storminum sem hefur fengið nafnið Per. Yfirvöld urðu að stöðva lestar- samgöngur þar sem tré höfðu fall- ið á lestarteina og mörg þúsund manns eru án rafmagns í Svíþjóð. „Þetta er víst versti stormurinn síðan Gudrun gekk hér yfir fyrir nokkrum árum. Rafmagnið fór af hjá okkur en kom fljótt á aftur en það eru margir enn sem eru án rafmagns.“ Veðurofsinn fór ekki fram hjá Dönum heldur, en í Danmörku komst vindhraðinn upp í 38 metra á sekúndu og loka varð brúnum yfir Stórabelti og Eyrarsund á sunnudaginn um tíma. Óttaðist um líf sitt í óveðrinu Theodór Ingi Ólafsson, Íslendingur búsettur í Svíþjóð, upplifði storminn Per. Hann segist oft hafa lent í verra veðri á Íslandi, en mikið af stórum trjám í Svíþjóð geri fárviðri hættulegra þar en á Íslandi. Hálfbróðir Saddams Huss- ein og fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustu Íraks, Barzan Ibrahim, og fyrrverandi yfirdómari í Írak, Awad Hamed al-Bandar voru tekn- ir af lífi með hengingu fyrir dögun í gær. Eftir aftökurnar greindi tals- maður stjórnvalda frá því að höfuð Ibrahims hefði losnað frá líkaman- um við henginguna í því sem hann kallaði „sjaldgæft slys“. Rúmar tvær vikur eru síðan Saddam Hussein var tekinn af lífi í umdeildri aftöku sem hefur verið gagnrýnd víða. Myndbandsupptök- ur af aftökunni sýna hvernig við- staddir hæddu Hussein þar sem hann stóð með snöruna um hálsinn. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að aftaka Saddams hefði átt að vera framkvæmd með reisn og vonaði hún að þeir sem hefðu séð um fram- kvæmd hennar yrðu dregnir til ábyrgðar. Hún minntist ekkert á aftökur Ibrahims og al-Bandar. Engar reglur voru brotnar við framkvæmd aftökunnar í gær að sögn talsmanns stjórnvalda, Ali al- Dabbagh. „Enginn hrópaði slagorð eða sagði neitt sem setti blett á aftökuna. Hvorugur hinna ákærðu var móðgaður.“ Ibrahim og al-Bandar voru ásamt Saddam sakfelldir fyrir morð á 148 sjíamúslímum árið 1982. Félagsmenn í Sjó- mannafélagi Íslands greiða atkvæði um úrsögn úr Alþýðu- sambandinu í næstu viku. Atkvæðagreiðslan hefst á mánudag og lýkur á föstudag. Úrsögn úr Sjómannasambandi Íslands var samþykkt í atkvæða- greiðslu Sjómannafélagsins í síðustu viku. Voru 63 hlynntir úrsögn en einn á móti. Kjósa þarf sérstaklega um úrsögn úr ASÍ, eins og kveðið er á um í lögum sambandsins. Kosið um ASÍ úrsögn alla næstu viku Lögreglan í Kaup- mannahöfn rýmdi í gær hús við Dortheavej sem hústökufólk hafði haft á valdi sínu. Aðgerðir lögreglunnar gengu friðsamlega fyrir sig. Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Alls voru 94 manns fluttir úr húsinu og var reiknað með að þeir yrðu allir látnir lausir fljótlega eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þá. Danska lögreglan reiknar þó með fleiri hústökum á næstunni, því venjan er sú að þegar húsin eru rýmd flytur fólkið sig fljótlega í önnur hús sem standa auð. Hústökufólk fjarlægt Kínverskum manni, Chen Bing, voru dæmdar bætur en símanúmer hans var notað í kínverskum spennuþætti. Það var aðalillmenni þáttarins sem átti númerið en í einum þáttanna las hann númerið upp hægt og skýrt fyrir einn af samstarfsmönnum sínum. Chen fór að fá skilaboð í júlí árið 2004 sem hann skildi ekki hót í. Skilaboðin héldu áfram að koma og í heildina urðu þau um 3.000. Framleiðendur þáttanna sögðu símanúmerið byggt á afmælisdegi eins af starfsmönnum þáttarins en hörmuðu óþægindin. Bæturnar voru um 18.000 kr. Fékk 3.000 smáskilaboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.