Fréttablaðið - 16.01.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 16.01.2007, Síða 31
Íslendingasagna og að sögn Egg- erts er hún einkar dramatísk og vel skrifuð. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drep- ur Einar Þorbjarnarson smala- mann fyrir þá sök að ríða hestin- um Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarna- son Hrafnkatli fyrir vígið og dregur það mál dilk á eftir sér. Eggert áréttar að sýningin hafi breyst töluvert á þessum tíma. „Hún hefur þróast alveg heilmik- ið og breyst til hins betra. Það verður alltaf ákveðin þróun þegar við leikum fyrir krakkana inni í skólunum – sýningin breytist við þetta návígi og mótast eftir því hvernig salurinn er og viðtökurn- ar.“ Stoppleikhúsið er eitt víð- förlasta leikhús landsins en þar á bæ er leitast við að fara að minnsta kosti einn hring um land- ið á hverju ári. Um þessi misserin leikur hóp- urinn fimm sýningar fyrir áhorf- endur á leikskólum og í grunn- og framhaldsskólum. Eggert segir að fjölbreytnin komi í veg fyrir að nokkur fái leið á efninu þó að sýningarfjöld- inn hlaupi nú á tugum. „Það er mjög skemmtilegt að hoppa svona milli sýninganna en við höfum mjög gaman af og erum stolt af starfinu, sér í lagi með unglingunum en við reynum að sýna nýtt leikrit fyrir þá á hverju ári. Ég veit ekki til þess að önnur leikhús sinni þeim aldurshópi jafnmarkvisst. Við verðum svo bara að sjá til hversu lengi Hrafn- kell endist.“ HVER ER SINNAR KÆFU SMIÐUR Góða skemmtun NÝ TVÖFÖLD SAFNPLATA MEÐ ÖLLUM VINSÆLUSTU LÖGUM LADDA ER KOMIN Í VERSLANIR!! 1. Austurstræti 2. Ég er í svaka stuði 3. Fatafrík 4. Flikk flakk 5. Þú verður tannlæknir 6. Freknótta fótstutta mær 7. Jón Spæjó 8. Gibba Gibb 9. Hr. Smæl 10. Hann á við meiðsli að stríða 11. Skammastu þín svo 12. Of feit fyrir mig 13. Tóti tölvukall 14. Hrói Höttur 15. Tarzan apabróðir 16. Spánarfljóð 17. Hvítlaukurinn 18. Í Vesturbænum 19. Já, þetta er lífið 20. Marta Pálína 21. Nesti og nýja skó 22. Nútímastúlkan hún Nanna 23. Sagan af Ulf Hellerup á Íslandi 1. Búkolla 2. Royi Roggers 3. Skúli Óskarsson 4. Ég pant spila á gítar, mannanna 5. Upp undir Laugarásnum 6. Það var úti á Spáni 7. Sandalar 8. Stórpönkarinn 9. Tvær úr Tungunum 10. Skúli rafvirki 11. Tygg-igg-úmmí 12. Þar standa hegrarnir 13. Það er fjör 14. Æskuást 15. Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot 16. Ég er afi minn 17. Grínverjinn 18. Með Haley lokk (og augað í pung) 19. Pabbi minn 20. Prinsippmál 21. Er það satt sem þeir segja um landann 22. Superman 23. Í Köben 24. Mamma og ég Pl at a 1 Pl at a 2 Jóhann Helgason tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007 á laugardag. Jóhann er vel kunnur fyrir laga- smíðar sínar og flutning en á löngum ferli hefur hann samið vel yfir 300 lög sem hafa komið út bæði í hans flutningi og annarra, til dæmis Ástin og lífið og Karen. Jóhann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi síðan 1981 og í ræðu sinni sagði Sólveig Pálsdótt- ir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, að Jóhann hefði unnið að list sinni af einurð og lítillæti og verk hans væru bæði til þess fallin að hugga fólk á sorgarstundum og fagna á gleði- stund. Við athöfnina frumflutti Jóhann ásamt Reyni Jónassyni og Bjarna Sveinbjörnssyni nýtt lag sem ber heitið Seltjarnarnesið. Textinn er eftir Kristján Hreins- son skáld, sem á ættir að rekja á Nesið. Laginu, sem var sérstaklega samið fyrir þetta tilefni, var ein- staklega vel tekið og voru við- staddir ekki lengi að læra viðlagið. Jóhann bæjarlistamaður Seltjarnarness AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.