Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 4
 Levi‘s Classic 501 gallabuxur eru seldar með um fjörutíu prósenta álagningu á Íslandi. Eftir að tollar og skattar hafa verið teknir með í reikninginn standa rúmar fjögur þúsund krón- ur sem álagning verslunarinnar á vöru sem kostar 9.990 krónur. Fréttablaðið hefur gert verð- könnun á ýmsum vörum á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Bretlandi. Tilgangurinn er að komast að því hversu miklu munar á verði þessara vara milli Íslands og annarra landa, og hvað orsakar þennan mun. Reynt er að brjóta smásöluverð hérlendis niður í innkaupsverð, flutningsgjöld, tolla, skatta og álagningu auk annarra gjalda sem kunna að leggjast á vöruna. Í dag eru Levi‘s Classic 501 gallabuxur teknar fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Levi‘s búðinni er innkaupsverð á gallabuxunum um fjörutíu prósent af útsöluverði verslunarinnar, sem er 9.990 krónur. Innkaupsverðið, sem innifelur flutningskostnað, er því rétt tæpar 4.000 krónur á hverjar buxur. Á innkaupsverðið leggst síðan 15 prósenta tollur, og 24,5 pró- senta virðisaukaskattur ofan á það. Þá er innkaupsverð, eftir toll og skatt, orðið 5.727 krónur. Þær 4.263 krónur sem eftir standa eru álagning verslunarinnar. Samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins kosta Levi‘s Class- ic 501 gallabuxur 9.990 krónur í Levi‘s búðinni í Smáralind, 9.842 krónur í Levi‘s Original Store í Kaupmannahöfn, 8.816 krónur í Carlings Denim Gallery í Ósló, 8.061 krónu í Levi‘s Store í Stokk- hólmi og 6.965 krónur í The Ori- ginal Levi‘s Store í Lundúnum. 40 prósenta álagning á Levi‘s-gallabuxur CLASSIC 501 CLASSIC 501 helmingi léttari! Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur helmingi minni viðbættan sykur og fitu en hefðbundin Kókómjólk og orkuinnihaldið er fjórðungi lægra. Yfir 80% af mjólkursykri- num hafa verið klofin og hentar drykkurinn því flestum þeim sem hafa mjólkursykursóþol. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi; Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu um Ríkisútvarpið sem markar lok þeirrar umræðu sem hefur staðið yfir í þinginu síð- ustu daga og vikur um málefni Ríkisútvarps- ins. „Við metum stöðuna einfaldlega svo að það sé fullreynt og lengri tími skipti ekki neinu í sambandi við sátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórnar- andstöðuflokkarnir hafi það markmið að láta fara fram endurskoðun á Ríkisútvarpinu ef þeir komist í ríkisstjórn í vor. „Þessi yfirlýs- ing segir að við höfum að undanförnu reynt og lagt áherslu á það í allri umræðu um Rík- isútvarpið og samtölum okkar við forystu- menn stjórnarflokkanna að ná sátt um Ríkis- útvarpið. Við höfum talið það gríðarlega mikilvægt en höfum talað fyrir daufum eyrum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í gær. Samkomulag er um að Ríkisútvarpið verði ekki hlutafélagavætt heldur fundnar leiðir til svigrúms í rekstri með nýjum lögum sem tryggi sjálfstæði og fagleg viðhorf. Stjórn RÚV verði rekstrarstjórn og starfsmenn búi við ritstjórnarlegt sjálfstæði og óháðir stjórnmála- og viðskiptahagsmunum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi eftir hádegi í dag og verða að öllum líkindum greidd atkvæði um frumvarpið. Í breytingar- tillögu við frumvarpið er lagt til að lögin öðl- ist gildi 1. september næstkomandi. Fullreynt að ná pólitískri sátt um RÚV Alls um 46 prósent þeirra sem inntir voru álits í skoðanakönnun Capacent- Gallups sögðust ánægð með að Ríkisútvarpinu verði breytt í opinbert hlutafélag. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem unnin var fyrir Ríkisúvarpið fyrr í vetur. Tæp 24 prósent aðspurðra svöruðu á þá leið að þau væru hvorki ánægð né óánægð með fyrirhugaða breytingu á rekstrar- forminu. Afgangurinn, rétt liðlega þrjátíu prósent, kvaðst óánægður með breytinguna. Alls svöruðu 825 einstaklingar á aldrinum 16 til 75 ára og af báðum kynjum spurningunni í viðhorfskönnuninni. Nær helmingur sagðist ánægður Stjórn Landssam- bands veiðifélaga (LV) sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem ákvörðun Árna Mathiesen fjármálaráðherra, um endurskoð- un aðkomu ríkisvaldsins að framkvæmd laganna um þjóð- lendur, er fagnað. LV telur það ekki samrýmast vilja Alþingis að ríkisvaldið geri ýtrustu kröfur um land og leggi óhóflega sönnunarbyrði á landeigendur sem geta ekki risið undir þeim í sumum tilfellum því gögn um eignarhaldið hafa glatast. Stjórn Landssambands veiðifélaga skorar á stjórnvöld og Alþingi að breyta framkvæmd laga um þjóðlendur til samræmis við upphaflegan tilgang þeirra. Vilja breytingar á lögunum Margmenningarfélag hefur verið stofnað í Borgar- byggð. Margmenningarfélagið er félag áhugafólks um margmenn- ingu og geta allir tekið þátt. „Hugmyndin er að stuðla að betra samfélagi fyrir erlenda íbúa, hjálpa þeim að aðlagast okkur og okkur að aðlagast þeim,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, nýkjörinn formaður nýja félagsins. Óformlegur félagsskapur hefur verið starfandi í Borgar- byggð í allan vetur og var því ákveðið að stofna félagið form- lega og fá kennitölu þannig að félagsskapurinn gæti beitt sér í þágu margmenningar og sótt um styrki til verkefna. Opið hús hefur verið á sunnudögum í Safnahúsinu í Borgarnesi og verð- ur því haldið áfram auk þess sem starfsemin verður aukin frekar. Margmenning- arfélag stofnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.