Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 18
ÚFFF! ÞVÍÍLKIR VINNINGAR Aukavinningar eru iPOD Nano • Panasonic heimabíó • PS2 tölvur • Sony Ericsson GSM símar • PSP tölvur • Canon stafrænar myndavélar Fartölvur • PS2 Guitar Hero • Gjafabréf á Tónlist.is • Bíómiðar á Kirikou og villidýrin • Kippur af gosi og en meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleiru *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum. Fylgstu með á www.bt.is. Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið fréttir og fróðleikur Vill tryggja þverfaglega færni Á bak við milljarðinn eru eignir Nærri tvö ár eru þangað til forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum. Þessa dagana eru frambjóð- endurnir þó hver á fætur öðrum að stimpla sig inn í baráttuna. Kosningabaráttan fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum er komin á fullt og þykir óvenju snemma á ferðinni. Vel á annan tug stjórnmálamanna í Bandaríkj- unum hafa nú þegar gefið kost á sér í forsetaframboð árið 2008, og nokkrir eiga væntanlega eftir að bætast í hópinn strax á næstu vikum. Almenn óánægja með Íraks- stríðið og George W. Bush, núver- andi forseta, á líklega hvað stærst- an þátt í því hve mikið líf er strax komið í kosningabaráttuna. Þessi óánægja hefur ekki síst hleypt miklu lífi í framboðsmál Demó- krataflokksins, en heldur daufara hefur verið yfir repúblikönum. Mesta athygli vekja þau Hillary Clinton og Barack Obama, sem bæði hafa á síðustu dögum tekið fyrsta formlega skrefið í áttina að framboði með því að stofna svo- kallaða könnunarnefnd. Clinton þykir hafa einna mesta reynslu, bæði sem fyrrverandi forsetafrú og frá setu í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Margt vinnur þó á móti henni og þá ekki síst eiginmaður hennar, Bill Clin- ton, og þær hatrömmu deilur um hann sem enn eru mörgum í fersku minni. Barack Obama er hins vegar ein helsta stjarna Demókrata- flokksins um þessar mundir og nýtur mikilla vinsælda. Hann er 45 ára gamall og hefur setið tvö ár á þingi í öldungadeild Bandaríkj- anna, en hafði áður verið öldunga- deildarþingmaður á ríkisþinginu í Illinois í átta ár. Bæði þykja þau samt eiga góða möguleika og þætti sigur hvors þeirra um sig söguleg tíðindi ein- faldlega vegna þess að Clinton er kona og Obama dökkur á hörund. Til þessa hefur hvorki kona né blökkumaður komist á forsetastól í Bandaríkjunum. Ekki síður þættu það tíðindi ef Bill Richardson, ríkisstjóri í Nýju- Mexíkó, næði sigri þar sem hann er af mexíkóskum ættum. Hann tilkynnti á sunnudaginn um fram- boð sitt, en þykir reyndar ekki endilega eiga mikla möguleika á sigri. Þriðji demókratinn sem talinn er eiga góða möguleika í þessari baráttu, fyrir utan Obama og Clin- ton, er John Edwards, sem á sínum tíma var varaforsetaefni flokks- ins þegar John Kerry tapaði naum- lega fyrir George W. Bush árið 2004. Væntanlegir frambjóðendur Repúblikanaflokksins hafa ekki vakið jafn mikla athygli og demó- kratarnir en þekktastir þeirra eru Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain, sem á síðustu misserum hefur látið í sér heyra til að gagn- rýna ýmislegt varðandi stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverk- um, og þá ekki síst meðferð fanga í Guantanamo og víðar enda kynnt- ist hann sjálfur pyntingum af eigin raun þegar hann var stríðs- fangi í Víetnam á sínum tíma. Enn er þó langt þangað til úrslitin ráðast. Flokkarnir byrja ekki að velja sér frambjóðendur fyrr en í byrjun næsta árs þegar fyrstu for- kosningarnar hefjast. Kosið verð- ur í hverju ríkinu á fætur öðru og stendur það ferli yfir allt fram undir haustið 2008, eða þangað til flokkarnir taka endanlega ákvörð- un um frambjóðendur á flokks- þingi, sem demókratar ætla að halda í Denver í lok ágúst en repúblikanar í Minneapolis í byrj- un september. Kosningabaráttan fyrir for- setakosningar í Bandaríkjunum er jafnan óvægin og í það minnsta framan af snýst hún ekki síst um fjáröflunarmöguleika. Talið er að ákvörðun Obamas um að tilkynna um áhuga sinn á framboði þetta snemma eigi stóran þátt í að Clin- ton ákvað að gera slíkt hið sama nú strax. Hún gat ekki beðið mikið lengur af ótta við að sterkir fjár- festar hlypust undan merkjum og færu yfir til Obamas, eins og reyndar auðkýfingurinn George Soros gerði býsna snarlega. Sjálfar forsetakosningarnar verða svo samkvæmt fastri venju haldnar fyrsta þriðjudaginn í nóv- ember, sem árið 2008 ber upp á 4. nóvember. Kosningabaráttan vestanhafs þykir hefjast óvenju snemma

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.