Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 21

Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 21
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Sveinn Jónsson er félagi í tuttugu og fimm ára gömlum gönguhópi. Gönguhópurinn sem Sveinn Jónsson er félagi í var upphaflega stofnaður um miðj- an níunda áratuginn og hittist reglulega á Melavöllum. „Meginuppistaðan í hópnum, sem telur tólf meðlimi, er KR-ingar. Enda kveður almenn regla á um að hittist fimm Reykvíkingar séu yfirgnæfandi líkur á að þrír þeirra séu KR-ingar. Einn Valsari hefur reyndar slæðst með,“ segir Sveinn og hlær stríðnislega. Að sögn Sveins hefur tilgangurinn frá byrjun verið sá að halda sér í formi með góðri og hæfilegri hreyfingu. „Menn hlupu þetta allir í upphafi. Í tímans rás hefur hlaupið síðan breyst í göngu og við höfum fært okkur frá Melavöllum yfir í Laugar- dal. Menn mæta með sínar íþróttatöskur og skipta yfir í íþróttafatnað eins og sönnum íþróttamönnum sæmir. Síðan göngum við vasklega í um það bil 45 mínútur, lyftum í æfingasal Laugardalshallarinnar og gerum Müllers-æfingar. Á föstudögum gerum við okkur síðan dagamun með því að fara út að borða á Salatbarnum að æfingum loknum.“ Á Sveini má heyra að þótt aldarfjórð- ungur sé liðinn frá stofnun hópsins séu félagarnir engan veginn af baki dottnir. „Aldeilis ekki,“ segir hann kampakátur. „Þvert á móti erum við á blússandi sigl- ingu.“ Gengið í aldarfjórðung

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.