Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 27
Flúor heldur áfram að hafa góð
áhrif eftir að tennurnar hafa
verið burstaðar.
Í hillum verslana og apóteka er að
finna margar gerðir af tannkrem-
um. Lýðheilsustöð mælir með tann-
kremi með flúor að styrkleika 0,01
prósent, eða 1.000 ppm. Flúorstyrk
tannkremsins er hægt að sjá á inni-
haldslýsingu vörunnar. Ekki er
ráðlegt að nota barnatannkrem
sem innihalda lægri flúorstyrk
(500 ppm). Í staðinn á að nota sama
tannkrem og fullorðna fólkið notar,
bara í minna magni.
Flúor úr tannkreminu heldur
áfram að virka á tennurnar eftir
tannburstun þannig að litlir úrkölk-
unarblettir ná e.t.v. að kalkast
aftur. Því er mikilvægt að skola
ekki munninn eftir tannburstun,
bara skyrpa. Það kemur heldur
ekki að sök þó að fólk kyngi svo-
litlu magni af flúortannkremi. Ef
fólk vill endilega skola munninn
eftir tannburstun er hollara að
setja örlítið tannkrem aftur á
burstann, bursta létt yfir tennurn-
ar og skyrpa tannkreminu svo í
vaskinn.
Á markaði eru tannkrem sem
innihalda ýmis önnur efni sem
getur dregið úr tannholdssjúkdóm-
um, tannstein og viðkvæmum tann-
hálsum. Tannfræðingar og tann-
læknar geta gefið góð ráð um
virkni þessara tannkrema og því er
um að gera að leita leiða hjá þeim.
Ekki skola eftir
tannburstun
Forvarnasjóður stuðlar að
áfengis- og vímuvörnum barna
og ungmenna.
Lýðheilsustöð auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr Forvarna-
sjóði. Tilgangur sjóðsins er að
stuðla að áfengis- og vímuvörnum
barna og ungmenna á mismunandi
skólastigum eða meðal ungmenna
utan skóla.
Styrkirnir eru veittir til verk-
efna eða afmarkaðra rannsókna
og áhersla er lögð á samstarfs-
verkefni, þar sem sérstaklega er
auglýst eftir verkefnum sem taka
til félagslegrar stöðu ungs fólks
og ungs fólks af erlendum upp-
runa.
Mikilvægt er að fram komi í
umsókn hvernig hægt verði að
meta afrakstur verkefnisins.
Lýðheilsustöð metur umsókn-
irnar í samstarfi við áfengis- og
vímuvarnaráð og áskilur sér rétt-
inn til að senda umsóknir til
fagaðila og óska eftir nánari upp-
lýsingum um verkefni, fram-
kvæmdaaðila og fjármögnun.
Einnig áskilja styrkveitendur sér
rétt til að skilyrða styrkveitingar
og greiða út styrkinn í samræmi
við framvindu. Sé sótt um styrk til
framhaldsverkefna þarf fram-
vinduskýrsla að liggja fyrir.
Umsóknarfrestur er til 31. jan-
úar 2007 og skal sótt um á sérstök-
um eyðublöðum hjá Lýðheilsustöð.
www.lydheilsustod.is
Styrkir til forvarna
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA