Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 32
 { farið á fjöll } 4 Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur yfir tveimur mikið breyttum jeppum að ráða sem eru af gerðinni Nissan Patrol. Þeir vinna sem par þar sem annar jeppinn er alltaf til taks ef hinn lendir í torleiði. Útköll sem þeir sinna eru margvísleg en markmiðið er að þessir bílar komist áfram þegar aðrar bjargir þrjóta. Bílarnir eru sér- útbúnir fyrir erfið útköll á jöklum og á hálendinu. Til dæmis eru þeir útbúnir með mjög lágan gír sem kallast skriðgír. Í erfiðu færi er þá hægt að láta bílana fara löturhægt yfir og halda jafnframt togi á háum snúningi og yfirvinna djúpan snjó eða grýtta jörð. Driflæsingar eru á fremra og aftara drifi, sem gerir það að verkum að bíllinn tekur á öllum hjólum þegar þarf. Oft er farið um langan veg í erfiðu færi og eru auka- eldsneytistankar undir þeim og dælt er á millitank með dælu sem stjórn- að er inn úr bílnum. Auk þessara breytinga eru bílarnir útbúnir helstu skyndihjálpar-, staðsetningar- og fjarskiptabúnaði. Breyttir björgunarjeppar Áður en nýr bíll er keyptur er gott, og í raun nauðsynlegt, að ástands- skoða hann. Bæði til að ekki sé keyptur kötturinn í sekknum og einnig að ökutækið standist allar öryggiskröfur. Þetta er sérlega mikilvægt er kemur að jeppum en þeir þurfa margir hverjir að þola raunir sem fæstir bílar þola. Álag veldur sliti og skemmdum og því þarf kaupandinn að ganga algjörlega úr skugga um að hann viti hvað hann er að fara út í áður en bíllinn er keyptur. Ástandsskoðun er hægt að fá víða. Allar skoðunarstöðvar bjóða upp á slíka þjónustu og hægt er að semja við flest verkstæði að ástandsskoða bíla. Verðið fer eftir því hvað er skoðað í bílnum. Algengasta skoðunin felur í sér að skrokkur, undirvagn og innrétting er könnuð, sem og stýrisbúnaður, miðstöð og slíkt. Þess konar skoðun kostar á bilinu 6.000 til 8.000 kr. Einnig er hægt að athuga ástand vélar og drifbúnaðar og kostar skoðunin þá meira og tekur lengri tíma. Slíkar skoðanir geta marg- borgað sig og ætti ekki að kasta krónunni til að spara aurinn í þessu tilviki frekar en öðrum. Ástandsskoðun bíla Arctic trucks selur mikið úrval af spilum. Algengasta spilið er DS9500i-spilið en það er 4,3 tonna spil og er frá Come-Up. Spilið er 5 hestöfl, eða 3.730W. Það er til bæði 12v og 24v. Spilið er með þriggja þrepa plánetugír og gírhlutfallið er 159:1. Spil- ið sjálft er 33 kíló og kemur í tösku svo auðvelt er að færa það milli bíla. Spil getur komið sér vel ef bíll er illa fastur á fjöllum uppi. Spil geta komið sér vel á fjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.