Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 34

Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 34
 { farið á fjöll } 6 Fyrirtækið Fjallasport á Viðarhöfða sérhæfir sig í hönnun og breyting- um á 4x4 jeppum og hefur verið starfrækt í tæp tíu ár. Reynir Jóns- son er framkvæmdastjóri Jeppa- sports og segir hann ásóknina í þjónustu fyrirtækisins vera mikla. „Við eigendurnir höfum verið í fjallaferðum og breytingum síðan við fengum bílprófið. Svo höfum við verið að reka þetta fyrirtæki síðan 1998 og sérhæfum okkur í því að breyta jeppum, getum þess- vegna komið þeim upp í 49˝ dekk. Svo framkvæmum við líka minni breytingar að sjálfsögðu og erum að selja Thompson dekk ásamt öllu því sem þarf í jeppaferðalög. Við höfum bæði verslun og verkstæði hjá okkur,“ sagði Reynir. Fjallasport sérhæfir sig í Toyota og Nissan ásamt amerískum pick- up-um. „Við hækkum upp bíla og setjum undir þá stærri dekk. Svo setjum við brettakanta, driflæsing- ar, toppgrindur, ljóskastara, drátt- arbeisli og grillgrindur framan á,“ sagði Reynir en hann telur að langstærstur hluti jeppakaupenda láti breyta bílum sínum. „Það er ljóst að það er mjög stór hluti fólks á Íslandi. Ég held að um 75 prósent jeppafólks láti að minnsta kosti gera eitthvað.“ Fjölmargir hér á landi líta á jeppa sem áhugamál og segir Reynir að metingurinn sé tals- verður. „Það er mikill metingur milli tegunda. Þegar menn ferðast á fjöllum finnst hverjum sinn fugl fagur. Það hefur verið mikil ásókn í þessa amerísku bíla undanfar- in ár. Þeir hafa verið á hagstæðu verði og þótt spennandi kostur. Svo er Land Cruiser alltaf jafn vin- sæll. Við höfum þróað mjög flotta breytingapakka á ýmsar gerðir.“ Sum verkefni sem Fjallasport tekur að sér eru að sjálfsögðu stærri en önnur. „Við tókum Ford F350 sem var á 9˝ dekkjum og náðum að auka afl hans upp í 350 hestöfl. Venjulega setur maður einn auka milligír í hann en við settum tvo. Hann tekur 500 lítra af olíu og við smíðuðum undir hann loftpúða- fjöðrun. Settum á hann einhverja tvo kastara og hann er mjög ýktur í dag,“ sagði Reynir. - egm Langstærstur hluti fólks lætur breyta jeppanum Reynir Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Fjalla- sport sem sér um breytingar á jeppum. Hann telur um 75 prósent jeppakaupenda gera breytingar á sínum bíl. 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.