Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 36
{ farið á fjöll } 8
„Margt er að gerast hjá félaginu,
við stefnum á að fara í paraferð í
næsta mánuði þar sem sambýlisfólk
og pör geta komið. Farið verður
inn í Hvalgil. Fyrstu helgina í
mars er svo kvennaferðin, sem er
orðin mjög vinsæl,“ segir Agnes
Karen Sigurðardóttir, stjórnarkona
í Ferðafélaginu 4x4.
„Í apríl verður svo farið í stór-
ferð en yfir henni hvílir mikil
leynd enn um sinn. Við fórum í
eina slíka ferð yfir Hofsjökul sem
heppnaðist mjög vel og þátttakan
var mikil.“
Margir sem fá áhuga á jeppa-
ferðum byrja smátt og er þá til-
valið að setja sig í samband við
Litludeildina, en hún starfar innan
Ferðafélagsins og er vettvangur
fyrir óbreytta og lítið breytta bíla.
„Margir byrja þar og fara svo á kaf
í þetta þegar þeir eru komnir með
ákveðna reynslu,“ segir Agnes.
Sigurlaugur Þorsteinsson er
formaður Litlu deildarinnar og
hann segir mikið um að vera á
næstu mánuðum hjá deildinni.
„Dagsferð verður um helgina og
það er fyrsta ferðin á þessu ári. Við
erum ekki búin að fastsetja hvert
farið verður en það verður líklega
farið í Skjaldbreið eða á Lang-
jökul,“ segir Sigurlaugur. Hann
segir að þá muni deildin koma að
skipulagningu kvennaferðarinnar
í febrúar og góugleði í mars.
„Þeim fjölgar stöðugt sem koma
í þessar ferðir og greinilegt að
áhugi á jeppaferðum er mikið að
aukast. Við förum með stóran hóp
starfsmanna Strætó í ferð bráðlega
en þeir höfðu samband við okkur
því þá langaði að komast á fjöll.“
Jeppafólk heldur sitt þorra-
blót vanalega á fjöllum og
verður það í Setrinu í ár en það
er skáli Ferðafélagsins 4x4.
„Undirbúningurinn er kominn á
fullt og mikill áhugi fyrir blótinu
í ár eins og undanfarin ár,“ segir
Agnes. - öhö
Þorrablótið haldið
á fjöllum
Ferðafélagið 4x4 stendur fyrir öflugu starfi meðal
áhugafólks um jeppaferðir. Þorrablót félagsins verður
haldið á fjöllum í byrjun febrúar.