Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 37

Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 37
37 { heiti sérblaðs } 9 Hugmyndabíll Hyundai, HCD10 Hellion, hefur vakið nokkra athygli á bílasýningunni í Detroit fyrir frakkt útlit. Bíllinn er eins konar blanda af litlum þriggja dyra sport- bíl og jeppa, og er ætlað að sameina bestu þætti beggja heima. Innblást- ur að ytra byrði bílsins er fenginn úr heimi skordýra, nánar tiltekið frá ytri skel þeirra, og mynda þrjú „rif“ öryggisgrind utan um farþega. Rifin, ásamt léreftsblæjunni (sem er algjörlega handvirk) og utaná- liggjandi húddlæsingum, vísa til frönsku braggabílanna samkvæmt hönnuðum bílsins. Bíllinn er búinn nýjustu kynslóð- inni af ESP-stöðugleikastýringu, sjálfvirkum skriðstilli, 20˝ teflón- húðuðum álfelgum, tvöföldu króm- pústi, þráðlausu internetsambandi (sem er frábært ef maður vill skrifa tölvupóst á Miklubrautinni) og inn- byggðu DVD-afþreyingarkerfi. Bíll- inn er fjórhjóladrifinn með 3 lítra 236 hestafla V6 CRDi-dísilvél. Skordýr á hjólum Leitað var til móður náttúru við hönnun hins nýja hug- myndabíls Hyundai. Pólýhúðum allt frá hillum upp í utanhússklæðningar. Pólýhúðun er sterk, hagkvæm og umhverfisvæn. Pólýhúðun Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.