Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 59
Verk McDonagh hafa notið vin-
sælda hér á landi og telst mér til að
Svartur köttur sé fjórða verkið
sem íslensk atvinnuleikhús setja
upp eftir þennan virta höfund.
Verk hans hverfast flest um
örvæntingu og ofbeldi og er hvort
tveggja að finna í dálaglegum
skömmtum í þessu verki – Svartur
köttur má sannarlega kallast
splatterkenndur vestri með slett-
um af ádeilu og gríni.
Havaríið hefst á því að dauður
köttur finnst á vegi. Sá reynist eini
vinur Patreks, ofbeldisfulls víga-
manns (Ívar Örn Sverrisson) sem
snýr heim og leitar hefnda. Ungl-
ingurinn Davey (Guðjón Davíð
Karlsson) og faðir geðsjúklingsins
(Þráinn Karlsson) reyna sitt til
þess að blekkja Patrek og telja
honum trú um að kötturinn sé las-
inn en upp kemst um þau svik og
hyggst hann taka þá báða af lífi.
Inn í söguna blandast síðan systir
Daveys, Mairead (Þóra Karítas),
og félagatríó Patreks úr INLA-
samtökunum sem hyggst plaffa
hann niður fyrir að vilja kljúfa sig
úr félaginu (Gísli Pétur Hinriks-
son, Ólafur Steinn Ingunnarson og
Páll Sigþór Pálsson).
Þetta verk fjallar um tilgangs-
laust ofbeldi og tvöfalt siðferði og
veltir þeim viðkæmu viðfangsefn-
um upp úr blóði og gori. Það er erf-
itt að sviðsetja ógnandi líkamlegt
ofbeldi á sviði en hér er notast við
skotvopn. Það er dálítið fyndið en
langt frá því að vera raunverulegt.
Stöðugar sprengingar hvellhetta
sem hljómuðu meira eins og kín-
verjar urðu fljótt hvimleiðar.
Áhorfendur nútímans eru vanir
„yfir-pródúseruðu“ ofbeldi en
þetta var máttlítið og gervilegt.
Tvöfalda siðferðið eða sjálfsrétt-
lætingarþörfin sem litar allar per-
sónurnar, birtist mismikið í svik-
semi þeirra við hvert annað. Allir
eru að reyna að bjarga eigin rassi
en fólskan er á misskilningi byggð,
persónurnar fyrst og fremst
brjóstumkennanlegar og kómískar
– maður trúir vart á hugsjóna-
mennsku þeirra sem tengd er sjálf-
stæðisbaráttu Írlands. Þeirra stríð
er barnalegt og ádeilan þar af leið-
andi broddlítil auk þess sem bak-
grunnur verksins er óskýr – þrátt
fyrir greinargóðan inngang í leik-
skrá er litlu púðri varið í að útskýra
aðstæður í verkinu sjálfu.
Svartur köttur er farsakennt
stofudrama í uppfærslu Magnúsar
Geirs Þórðarsonar leikstjóra. Leik-
hópurinn stóð sig með ágætum á
frumsýningunni enda samanstend-
ur hann af ágætum grínleikurum.
Að öðrum ólöstuðum naut Þráinn
Karlsson sín best í hlutverki
brókalallans Donny sem sonurinn
ætlar að skjóta í hausinn. Samleik-
ur hans og Guðjóns Davíðs var vel
samstilltur og vel hægt að hlæja
að vitleysunni í þeim og vandræða-
ganginum með skóáburðinn. Ívar
Örn Sverrisson leikur óbermið
Patrek og var býsna ógnandi á
köflum, einkum í upphafsatriðinu.
Patrekur var barnaleg og aumkun-
arverð andhetja sem átti litla
samúð enda gerður að staðalmynd.
Þóra Karítas var heillandi í sinni
rullu sem hin blóðþyrsta Mairead,
sem og Gísli Pétur Hinriksson sem
gerði óþokkann Christy skelfilega
spaugilegan. Honum til halds og
trausts í tríóinu voru Ólafur Steinn
og Páll Sigþór sem fóru ágætlega
með trúðshlutverk sín. Kettirnir
tveir voru einnig til prýði.
Útlit sýningarinnar var ágæt-
lega heppnað ef frá er talið lauf-
skrúðið sem plantað var á efra
sviðið. Gervin voru skemmtileg
sem og líkin sem félagarnir þurftu
að sarga í sundur. Músíkin var eitt
stef og tilbrigði sem skipti upp
atriðunum. Baráttusöngurinn sem
rammar inn leikritið er nokkuð
smellinn en tilbreytingarlaus. Það
hefði verið rými fyrir meiri tónlist
í þessu verki og mun meira hljóð.
Ég var hrifin af myndbandsverk-
inu sem fylgdi Mairead en það var
samt alveg úr takti við restina, of
nútímalegt í þessu gamaldags
verki.
Broddlítil blóðmarinering
ÓFAGRA VERÖLD
Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort
Sun 28/1 kl. 20
Lau 3/2 kl. 20
Fös 9/2 kl. 20
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fim 25/1 kl. 20
Fös 2/2 kl. 20
Lau 10/2 kl. 20
Fös 16/2 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í
Reykjavík og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14
Sun 20/5 kl. 20
Miðaverð 4.800
MEIN KAMPF
Lau 27/1 kl. 20 AUKASÝNING
Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING
Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING
Síðustu sýningar
EILÍF HAMINGJA
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Sun 28/1 kl. 20 Frumsýning UPPSELT
Fös 2/2 kl. 20
Sun 4/2 kl. 20
DAGUR VONAR
Fös 26/1 kl. 20 UPPSELT
Lau 3/2 kl. 20 UPPSELT
Sun 4/2 kl. 20
Fös 9/2 kl 20 UPPSELT
Sun 11/2 kl. 20
Lau 17/2 kl. 20
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að
sýning er hafin.
FOOTLOOSE
Lau 27/1 kl. 20 UPPSELT
Allra síðasta sýning
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 28/1 kl. 14
Sun 4/2 kl. 14
Sun 11/2 kl. 14
Sun 18/2 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fim 25/1 kl. 20 UPPSELT
Fim 8/2 kl. 20 AUKASÝNING
Fös 16/2 kl. 20 AUKASÝNING
Síðustu sýningar
KARÍUS OG BAKTUS
Forsala miða hefst á miðvikudag.
Sun 4. feb kl. 13 Sun 4. feb kl. 14
Sun 4 feb kl. 15 Sun 11.feb kl. 13
Sun 11.feb kl. 14 Sun 11.feb kl. 15
Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
Sýningin tekur 25 mínútur í flutningi.
Miðaverð 1.450 kr.
GRALLARARNIR
Samstarfsaðili:
Forsala hefst á morgun!
Sýnt í Borgarleikhúsinu.
Miðasala í síma 568 8000
og á netinu, www.borgarleikhus.is
– ÖRFÁAR
GERÐU ALLT Á AKUREYRI
VITLAUST
NÚ LOKSINS Í REYKJ SÝNINGAR
AVÍK!
Miðasalan opnar kl. 13.00
– fyrstir koma fyrstir fá!
Einstakt forsölutilboð:
Þeir fyrstu 1.000 sem kaupa miða og lofa að bursta
tennurnar með Colgate fá miðann á aðeins 1.000 kr!
Sun. 4. feb. kl. 13
Sun. 4. feb. kl. 14
Sun. 4. feb. kl. 15
Sun. 11. feb. kl. 13
Sun. 11. feb. kl. 14
Sun. 11. feb. kl. 15
Sun. 18. feb. kl. 13
Næstu sýningar: 25. feb. og 4. mars.
Nú er tónlistin
úr leikritinu
komin út á
geisladisk.