Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er nú staddur úti í Danmörku. Að safna kröftum. Tók mér frí frá þessu en þegar nær dregur þá kemur það,“ segir Ástþór Magnús- son athafnamaður aðspurður um það hvenær menn gætu farið að eiga á því von að rödd hans sem forsetaframbjóðanda fari að heyr- ast. Ástþór ætlar fram og á síðu sem hann heldur úti, forsetakosn- ingar.is, er teljari. Þar sem talið er niður til næstu forsetakosninga. Rétt rúmir 520 dagar samkvæmt teljara Ástþórs. Hann er þó ekki kominn í kosningastellingar enn sem komið er en hugsar sitt þar sem hann situr í Danaveldi. Ást- þór segist ætla fram allt þar til friðarmálin verða komin á dag- skrá á Bessastöðum. Ástþór hóf baráttu sína fyrir því að verða kosinn forseti árið 1996, þá undir slagorðinu „Virkjum Bessastaði“. Hafði ekki erindi sem erfiði en hefur reglulega, á fjögurra ára fresti, lýst yfir framboði eins og íslenskir kjósend- ur muna. Verður árið 2008 þar engin undantekn- ing á. Nú þegar eru menn farn- ir að velta fyrir sér lík- legum kandídötum á netinu og þannig hefur bloggar- inn Steingrímur Sævarr Ólafsson stungið upp á Ólafi Ólafssyni sem kenndur hefur verið við Samskip. Síður er gert ráð fyrir því að Ólafur Ragnar Grímsson fari fram því einhvers staðar er haft eftir honum að ekki sé æskilegt að forseti sitji lengur en í 16 ár. „Hann sagði nú reyndar á sínum tíma að hann ætlaði bara að sitja í tvö kjörtímabil þannig að það er langur vegur frá því að hann sé sjálfum sér samkvæm- ur,“ segir Ástþór og furðar sig á því að Ólafur hafi ekkert svo heit- ið geti beitt sér á alþjóðavett- vangi í friðarmálum – sem hann segir algera nauðsyn að koma á dagskrá. Heimurinn á hverfanda hveli. „Þetta eru tvö stærstu mál samtímans. Friðarmálin og umhverfismálin. Ef við gerum ekkert í friðarmálum útrýmum við okkur með kjarnorkuvopnum á næstunni og ef ekkert er gert í umhverfismálunum drukknum við í eigin skít.“ Ástþór fram til forseta enn og aftur Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Þjóðleik- húsinu eftir farsælan feril í átta ár. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er ein- hvern veginn andstætt eðli mínu að vera ríkisstarfsmaður,“ segir Brynhildur en tekur skýrt fram að engum hurðum hafi verið skellt þegar hún afhenti Þjóð- leikhússtjóra uppsögnina. „Allt hefur sinn enda og það var kom- inn tími breytinga hjá mér,“ útskýrir Brynhildur, sem telur kröftum sína betur varið á öðru- vísi hátt. „Að starfa innan Þjóð- leikhússins var bara ekki lengur það sem ég vildi og frá með 1. mars verð ég lausráðinn leik- ari,“ segir Brynhildur. Brynhildur sagði uppsögn- ina þó ekki útiloka frekari verkefni í Þjóðleikhúsinu. „Ég er ekki að setjast í helgan stein en ég fór að kíkja á ferilskrána og var ánægð með hana. Ég vildi einfald- lega fara að horfa í aðrar áttir,“ segir hún. Leikkonan klárar þau verkefni sem fyrir liggja hjá Þjóðleikhúsinu en hún undirbýr nú af krafti enska upp- færslu á Pétri Gaut sem frumsýnd verður í Bar- bican Center. „Þar sem ég var einmitt í skóla fyrir níu árum,“ segir Brynhildur og auðheyrt að hana hlakkar mikið til að koma aftur á fornar slóðir. Þá leikur hún eitt aðalhlutverkanna í Sitji guðs englum sem sýnd er fyrir fullu húsi og tekur þátt í franskri leiksýningu sem sett verður upp í mars. Hvað önnur verkefni varðaði vildi Brynhildur ekkert tjá sig um en sagði þau skýrast á næstu misserum. „Fæst orð bera minnstu ábyrgð,“ sagði hún. Brynhildur segir upp hjá Þjóðleikhúsinu „Þetta er ekki héraðsmót heldur heimsmeistarakeppnin í handbolta í Þýskalandi,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður Ríkissjónvarpsins, þegar hann lýsir framgöngu Huga og Audda sem hneykslanlegri. Þeir Hugi Halldórsson og Auð- unn Blöndal segja hins vegar farir sínar ekki sléttar á HM í Þýska- landi og saka íþróttafréttamann- inn Adolf Inga Erlingsson um að hafa gengið erinda þýskrar yfir- stjórnar í að meina þeim að taka upp efni fyrir stuðningmanna- klúbbinn Í blíðu og stríðu. Hugi gengur svo langt að segja fram- göngu Adolfs hreinlega hafa orðið til þess að þeir hafi ekki getað sinnt sínu starfi, þeim hafi verið úthýst og ekki náð að taka upp neitt efni á vef stuðningsmanna eftir leik Íslands og Úkraínu. Hugi segist hafa vitað að þeir gætu ekki farið inn með myndavél á leik Íslands og Ástralíu þar sem þeir voru ekki með þar til gerða passa. „Við fengum Adolf því til að smygla henni inn,“ segir Hugi. Þegar leikurinn við Ástralíu á laugardeginum kláraðist náði Hugi í vélina og þeir hófust handa við að taka upp. „Þegar Adolf sá hvað var á seyði kom hann og húðskammaði okkur,“ segir Hugi og heldur því fram að Adolf hafi í kjölfarið til- kynnt þá til hæstráðanda Sportfive, sem á sjónvarpsréttinn að mótinu, og hann hafi komið í veg fyrir frekari upptökur af þeirra hálfu. Þegar Fréttablaðið náði tali af Adolf Inga hafnaði hann því alfar- ið að hafa staðið fyrir því að Audda og Huga var meinaður aðgangur. En var ómyrkur í máli þegar hann lýsir framgöngu „strákanna hinna“. Segir þá hafa orðið sér til skammar og brotið allar hugsan- legar reglur um framgöngu fjöl- miðla á mótinu. Meðal annars með því að fara inn á bannsvæði. Fjöl- margir hafi hneykslast auk sín. „Yfirmaður Sportfive kom að máli við mig og vildi vita hvort þeir störfuðu á vegum RÚV,“ segir Adolf. „Ég þverneitaði fyrir það enda hefði þetta getað komið okkur ákaflega illa. En ég sýndi þeim síð- una sem strákarnir starfa fyrir. Þar gat hann séð hvað þeir voru að gera og fyrir hvern. Mér finnst þetta auðvitað leiðinlegt fyrir stuðningsmannaklúbbinn en menn geta ekki komið hingað út og hagað sér eins og þeir vilja.“ Fjalar Sigurðsson hjá stuðn- ingsmannaklúbbnum „Í blíðu og stríðu“ viðurkennir að ferð þeirra félaga hafi verið ákveðin með of stuttum fyrirvara og þarna hafi verið gerð ákveðin mistök. Hann segir stuðningsmannafélagið hafa átt í góðu samstarfi við RÚV. „Við vissum að þeir fóru þang- að án réttu pappíranna og að því gæti farið svona,“ segir Fjalar. ... fær tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, sem vakti athygli hins kunna leikstjóra Walter Salles og fær að semja tónlist við næstu mynd hans, Á vegum úti. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.