Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 2
Geir H. Haarde for- sætisráðherra segir niðurstöður nýlegrar skýrslu um fátækt barna sýna að fátækt virðist mjög tímabundið hlutskipti hjá flest- um og sé það staðfesting á hve Íslendingum virðist í blóð borið að bæta stöðu sína eftir því sem tíminn líður. Máli sínu til stuðn- ings benti hann á að athugun hefði leitt í ljós að þrír fjórðu þeirra fjölskyldna sem töldust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Skýrsla sem unnin var fyrir forsætisráðherra að beiðni Helga Hjörvar Samfylkingunni og ann- arra, og var kynnt í desember, var til umræðu á Alþingi í gær. Geir H. Haarde sagði að með aðferðafræði OECD til mælingar á fátækt – sem notuð var við skýrslu- gerðina – myndu alltaf einhverjir teljast fátækir. Mikil hækkun tekna og kaupmáttaraukning leiði til hærri fátæktarmarka. „Af því leiðir að ráðstöfunartekjur þeirra sem flokkast fátækir eru miklu hærri í dag en ráðstöfunartekjur þeirra sem töldust fátækir hér á landi fyrir tíu árum. Hins vegar helst hlutfallsleg fátækt nánast óbreytt hér á landi á þessu tíma- bili.“ Jafnframt sagði Geir það annmarka á aðferðafræðinni að mæla fátæktina á aðeins einum tímapunkti. Ábyrgðarmenn barna gætu verið nýkomnir inn á vinnu- markað eða hafa lent í tímabundn- um áföllum. Mælingin gæfi því rangar upplýsingar um raunveru- lega fátækt til lengri tíma. Geir sagði það meginniður- stöðu skýrslunnar að Ísland væri í hópi þeirra OECD-ríkja þar sem fátækt barna mældist hvað minnst. Helgi Hjörvar gaf lítið fyrir þessa túlkun forsætisráðherra og sagði rangt að bera Ísland saman við OECD-ríkin, rétt væri að bera okkur saman við Norðurlöndin. „Þegar hæstvirtur forsætisráð- herra segir að við séum í fremstu röð í OECD-ríkjunum þá er það út af fyrir sig rétt, í samanburði við Mexíkó og Tyrkland og svo fram- vegis. En í samanburði við lönd sem við erum vön að bera okkur saman við – hin Norðurlöndin – þá erum við aftast. Hér er staða fátækra barna verst.“ Helgi gerði jafnframt athugasemdir við að skýrslan hefði borist seint og í henni væri ósvarað hluta þeirra spurninga sem óskað var svara við. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og höguðu málflutningi sínum ævinlega í takt við hvort þeir tilheyrðu stjórn eða stjórnar- andstöðu. Aron Pálmi, hvernig líst þér á að vera bundinn við skólabekk næstu tíu árin? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS CHEVROLET TRAIL BLAZER LT Nýskr. 09.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 48 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 3. 380.0 00- Tilboð : 2.980. 000.- Ekið var á gangandi vegfar- anda á Frakkastíg í Reykjavík um fimm leytið í gær. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en er að sögn fulltrúa lögreglunn- ar ekki alvarlega meiddur. . Ökumaður bílsins stakk af eftir ákeyrsluna en annar vegfarandi sá bílnúmerið og skrifaði það niður. Lögregla hafði uppi á bílnum um hálftíma síðar og fór með öku- manninn ásamt farþega niður á lögreglustöð. 140 grömm af hassi fundust í fórum farþegans þegar leitað var á honum. Keyrði á mann og stakk af Viðamikil hvalataln- ing verður í Norður-Atlantshafi í sumar og gæti orðið sú viðamesta frá upphafi. Talningin er hluti af fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son mun telja hvali samhliða karfarannsóknum, auk þess sem talið verður úr lofti á landgrunn- inu. Unnið er að því að talninga- menn verði líka á karfarannsókna- skipum Þjóðverja og Rússa hér við land. Hafrannsóknastofnunin ætlar að fá til samstarfs eitt til tvö íslensk skip til að aðstoða við talninguna. Gott mat hefur fengist á fjölda langreyða og hrefnu við Ísland úr talningum sem þessum. Niðurstöð- ur benda ennfremur til verulegrar fjölgunar hnúfubaks hér við land auk nokkurrar fjölgunar í öðrum tegundum. Fjölþjóðlegt átak í sumar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti sameiningu lögregluembættanna á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík í gær. Hann heimsótti lögregluvarðstofuna í Reykjanes- bæ í gær og skrifaði undir staðfestingu nýs skipurits sem sameinar embættin tvö. Embætti lögreglunnar á Suðurnesjum tók til starfa um seinustu áramót. Það er nú orðið næststærsta lögregluembætti landsins með yfir 220 starfsmenn. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, kynnti nýjar áherslur embættisins, meðal annars aukinn sýnileika og eflingu teymis lögreglumanna í fíkniefnamálum. Skrifaði undir nýtt skipurit Fátækt virðist mjög tímabundið ástand Tekist var á um aðferðafræði í umræðum um fátækt barna á Alþingi í gær. For- sætisráðherra segir stöðu Íslands með því besta sem gerist innan OECD en Helgi Hjörvar segir rétt að miða við Norðurlöndin og Ísland standa þeim að baki. Staða efnahagsmála verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, verður málshefjandi en til andsvara verður forsætis- ráðherra Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins. Af dagskrármálum þingsins í dag má nefna lokafjárlög ársins 2005 sem er mál fjármálaráð- herra og vegalög og fjarskipti sem heyra undir samgönguráð- herra. Þá er í starfsáætlun gert ráð fyrir að þingmannamál verði tekin til umræðu. Efnahagsmálin utan dagskrár Tvítugur Palestínu- maður, Mohammed Saksak frá Gaza-borg, sprengdi sjálfan sig í loft upp í gær og varð um leið þremur öðrum að bana í bakaríi í ferðamannabænum Eilat, sem er syðst í Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn í níu mán- uði sem Palestínumaður gerir sjálfsmorðsárás í Ísrael. Aldrei fyrr hefur slík árás verið gerð í Eilat. Ráðamenn í Ísrael fordæmdu árásina og segja hana stofna vopnahléi á Gaza-svæðinu í hættu. „Það er greinilegt að öfgahópar gera allt sem þeir geta til að stöðva vopnahléð,“ sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra, og kallaði saman yfirmenn öryggismála á neyðarfund til að ræða hver við- brögðin ættu að vera. Tveir herskáir hópar Palestínu- manna, Heilagt stríð íslams og Al Aksa skæruliðasveitirnar, lýstu yfir ábyrgð sinni á árásinni. Báðir hóparnir sögðu tilgang- inn með árásinni vera þann að binda enda á innbyrðis átök milli Hamas og Fatah, tveggja helstu hreyfinga Palestínumanna. „Aðgerðin gefur andstæðum hópum Palestínumanna skýr skila- boð. Það er nauðsynlegt að hætta innbyrðis átökum og beina byss- unum að hernáminu sem hefur skaðað palestínsku þjóðina,“ segir á vefsíðu Heilags stríðs íslams. Meira en fjórða hvert barn í Fellaskóla í efra Breiðholti er af erlendum uppruna. Börnin eiga það öll sameiginlegt að íslenska er þeirra annað tungu- mál. Um 60 prósent þessara barna hafa búið skemur en í fjögur ár hér á landi og segir Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fella- skóla, nauðsynlegt að líta til breyttra kennsluhátta fyrir þann stóra hóp sem hefur íslensku sem annað tungumál. Hefðbundin móðurmálskennsla dugi ekki fyrir þau. Til þess að auðvelda samskipti og kennslu við skólann hefur Þor- steinn meðal annars ákveðið að láta nær alla upphæð sem Símennt- un veitir til námskeiðshalds í fjöl- menningarlegri kennslu. „Hlutfall erlendra barna hefur hækkað mjög hratt síðustu ár. Til að mynda held ég að aðeins 15 pró- sent hafi verið af erlendu bergi brotin hér árið 2002. Það reynir auðvitað á þegar margir og ólíkir menningarheimar mætast en hluti af námskeiðinu felst í því að við temjum okkur jákvætt hugarfar svo við náum að nýta reynslu og þekkingu þessa ólíku hópa,“ segir Þorsteinn. Hann segir samsetningu hóp- anna mjög margvíslega en Filipps- eyingar séu þeirra fjölmennastir. Þegar hafi verið ráðinn kennari sem talar filippseysku við skólann en hann segir nauðsynlegt að stundakennarar með þekkingu á tungumálum algengustu hópanna verði ráðnir til skólans. Meira en fjórði hver nemandi er af erlendum uppruna „Það er ekki spurning um að útrás íslensku drauganna gengur vel enda hljómar Djákninn á Myrká afskaplega vel á kínversku,“ segir Benedikt Gunnarsson, forstöðu- maður Draugasetursins á Stokks- eyri. Þar hefur verið brugðist við síaukinni fjölgun kínverskra ferðamanna með því að þýða draugasögur á kínversku. Benedikt segist vonast til þess að þetta muni verða öðrum til eftirbreytni þar sem afþreyingarefni fyrir þessa fjölmennu þjóð sé af skornum skammti hér á landi. Sögurnar hafa verið þýddar á japönsku, rússnesku, þýsku, ensku, Norðurlandamál og frönsku. Íslensku draug- arnir í útrás
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.