Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 4
Líðan mannsins sem lenti í snjóflóði í Hrappsstaðaskál í Hlíðarfjalli sunnudaginn 21. janúar fer batnandi að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Honum er enn haldið í öndunarvél en hann verður vakinn á næstu dögum. Maðurinn var í vélsleðaferð með félögum sínum þegar flóðið féll á hann. Hann barst um hundrað metra með því og var á tveggja metra dýpi þegar félagar hans grófu hann upp. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkra- hús. Í öndunarvél en á batavegi Þrír af þeim fjórum mönnum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlku, hafa gefið sig fram við lögreglu. Kompás setti inn auglýsingu á vefinn Einkamal.is í nafni þrettán ára stúlku. Í þættinum, sem sýndur var í fyrradag, sjást fjórir menn koma á fund stúlkunnar en hittu fyrir einn þáttastjórnenda Kompáss ásamt myndatöku- manni. Andlit mannanna voru hulin í þættinum. Fulltrúi lögreglunnar segir mennina hafa verið yfirheyrða og framhaldið verði ákvarðað á næstunni. Þrír af fjórum gefið sig fram Sækjandi í Baugsmálinu gerði athugasemdir við að verj- endur sakborninga legðu fram talsvert magn af nýjum gögnum þegar málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, í síð- asta skipti áður en aðalmeðferð hefst 12. febrúar. Sagði sækjandinn að það væri fremur seint að leggja fram sjö möppur með gögnum tveimur vikum fyrir aðalmeðferðina. Um er að ræða þann hluta Baugsmálsins sem varð til eftir að Hæstiréttur vísaði frá dómi 32 af 40 ákæruliðum í upprunalegri ákæru. Gefin var út endurákæra í 19 liðum, en fyrsta ákæruliðnum síðan vísað frá. Þeir 18 liðir sem eftir standa snúa að meintum bók- haldsbrotum og fjárdrætti. Ákærðir eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. „Fannst einhverjum á gagna- magnið bætandi?“ spurði Arn- grímur Ísberg dómari viðstadda þegar hann fór yfir nýju möpp- urnar, en honum virtist blöskra það magn gagna sem lagt hefur verið fram. Honum virtist ekki heldur skemmt þegar möppu- stæða á borði hans hrundi á vatns- könnu svo vatn flæddi yfir borðið. Gögnin virtust þó sleppa við flóð- ið. „Þetta mál er orðið ótrúlega stórt,“ sagði Arngrímur, og benti á að ef ákæran í málinu sé lesin megi ætla að dómurinn þyrfti um tvo daga til að fara yfir málið. Í dag er reiknað með að málið verði í réttarsal í um sjö vikur. Ætla má að um eða yfir 100 möppur þurfi til að halda utan um öll gögnin sem lögð hafa verið fram. Til gamans má því áætla að sækjendur og verjendur geti vitn- að í um 50 þúsund síður af gögn- um. Enda hafa verjendur farið fram á að fá að hafa fartölvur í réttarsal til að auðvelda uppflett- ingar. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, hefur nú lagt fram lista með nöfn- um 115 vitna sem hann mun kalla fyrir dóminn. Til viðbótar við það munu verjendur kalla fyrir 10-20 vitni, og því endanlegur fjöldi á bilinu 125 til 135. Arngrímur dómari benti sækj- anda og verjendum á að kalla aðeins þau vitni fyrir sem hefðu eitthvað um málsatvik að segja, en sagði jafnframt að hann sem dóm- ari gæti ekki metið fyrirfram hvaða vitni væru mikilvæg og hver ekki. Því væri það ekki hans hlutverk að skera niður langa vitnalista. Baugsmálið líklega sjö vikur í réttarsal Allt stefnir í að réttarhöldin í Baugsmálinu verði þau umfangsmestu hér á landi til þessa. Dómarinn gagnrýndi í gær umfang málsins og sagði að hægt ætti að vera að fjalla um það á tveimur dögum í stað þeirra sjö vikna sem áætlaðar eru. Undanfarna daga hafa sjía-múslímar í Pakistan, Afganist- an, Írak og víðar minnst dauða Husseins, sonarsonar Múhameðs spámanns, með ýmsum helgiat- höfnum. Meðal annars hafa heittrúaðir sjíar stundað það að húðstrýkja sjálfa sig með hnífum. Hámarki náðu þessi blóði drifnu hátíðahöld á þriðjudaginn, tíunda dag sorgarmánaðarins muharram, sem er fyrsti mánuður- inn í tímatali múslíma. Þann dag er sagt að Hussein hafi fallið árið 680 í valdabaráttu sem leiddi til klofnings múslíma í tvær megin- fylkingar sjía og súnnía. Blóði drifin sorgarhátíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, hafnar þeim orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar að allt bendi til að Samfylkingunni hafi mistekist það ætlunar- verk sitt að verða valkostur við Sjálfstæðis- flokkinn. Ingibjörg segir dóm Jóns Baldvins ótímabæran því Samfylkingin hafi komið þétt upp að hlið Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Hún er sannfærð um að svo verði einnig í kosningun- um í vor. Að mati Ingibjargar hefur verið nægilega mikil sundrung á þeim væng stjórn- málanna þar sem Samfylkingin er, og því sé mikilvægt að fólk standi saman þó að á móti blási. Segir dóm Jóns ótímabæran Þrátt fyrir hryðju-verkaógn, fuglaflensu og hækkandi olíuverð hafa aldrei fleiri ferðamenn verði á þeytingi heimshorna milli heldur en á síðasta ári. Alls lögðu 842 tvær milljónir manna upp í ferðalög út fyrir landamæri sín á árinu 2006, en það er 5,4 prósentum fleira fólk en árið áður. Það ár hafði þó ferðamönnum fjölgað um 5,5 prósent frá árinu 2004. Ferðaþjónustustofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í Madrid í gær. Jafnframt spáði stofnunin því að á þessu ári yrði vöxturinn aðeins fjögur prósent. Aldrei fleiri á faraldsfæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.