Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 10

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 10
Eyjamenn boða til mót- mælastöðu á Básaskersbryggju við Herjólf klukkan 16 á morgun. Ástæðan er hækkanir á gjaldskrá ferjunnar, bæði á far- og farmgjöld- um. „Þessi hækkun á eftir að skila sér í vöruverð Vestmannaeyinga þar sem dýrara verður að flytja vörur til eyjarinnar heldur en til annarra staða sem geta notað hefð- bundna þjóðvegi,“ segir Páll Scheving, oddviti Vestmannaeyja- listans og framkvæmdastjóri ÍBV. Hann segir gjaldskrárhækkun- ina nema 11,5 prósentum að meðal- tali, slíkt eigi Vestmannaeyingar ekki að sætta sig við. „Við viljum árétta að leið Herjólfs er þjóðveg- urinn okkar, hver einasti þingmað- ur sem hingað hefur komið í heim- sókn hefur sýnt þessu máli skilning en því miður virðast efndirnar engar,“ bætir Páll við. Mótmæla hækkun Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið ákærður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófn- að og rán og fyrir að hafa ógnað með hafnaboltakylfu og hamri. Maðurinn hótaði tveimur lög- reglumönnum sem voru að sinna skyldustörfum í íbúð í Yrsufelli. Hann gekk að þeim með hafna- boltakylfu á lofti. Sú háttsemi var til þess fallin að vekja með lög- reglumönnunum ótta um líf sitt og heilbrigði. Þetta telst brot gegn valdstjórninni. Þá er manninum gefið að sök að hafa í maí brotist inn í verslunina Gull og demantar á Skólavörðu- stíg. Þar braut hann rúðu og stal demantsarmbandi og hvítagulls- hring með demanti, samtals að verðmæti 370 þúsund krónur. Síðar sama dag framdi maður- inn rán í söluturni við Hafnar- stræti þar sem hann ógnaði afgreiðslustúlku með hamri og skipaði henni að afhenda sér fimm þúsund krónur. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar. Eigandi Gulls og silfurs krefst bótagreiðslu upp á tæpar 500 þúsund krónur. Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) bygg- ir ellefu þjónustuhús á hafnar- svæðum á sex stöðum á vestur- og suðurströnd Sri Lanka. Um er að ræða fiskmarkaðshús, fjarskipta- hús og salerni fyrir sjómenn og fiskverkendur sem nýta löndunar- staðina. Ráðgert er að bygginga- framkvæmdum ljúki í maí á þessu ári. Árni Helgason, umdæmisstjóri ÞSSÍ á Sri Lanka, segir að bygg- ingarnar verði að framkvæmdum loknum afhentar heimamönnum til eignar og reksturs. Í nokkrum byggðarlögum eru starfandi fiski- mannafélög eða samvinnufélög sem ráða við slíkt en annars stað- ar er slíku ekki til að dreifa að sögn Árna. Því er Þróunarsam- vinnustofnun í viðræðum við frjáls félagasamtök á Sri Lanka sem heita SEWALANKA, en þau vinna að margvíslegum félagsleg- um viðfangsefnum í fiskimanna- samfélögum eyjarinnar. „Ef af samvinnu verður, mun SEWALANKA aðstoða við að koma fiskimannafélögum á laggirnar. „Samtökin hafa ef til vill ekki getu eða þekkingu í dag til að stunda rekstur á mannvirkjum en við væntum árangurs á þessu sviði samhliða byggingarframkvæmd- um þannig að þegar þeim lýkur verði heimamenn tilbúnir til að taka við“, segir Árni. Einnig er verið að skoða þrjátíu staði á austurströnd landsins með það í huga að byggja þar þjónustu- hús með ýmiss konar aðstöðu. Árni segir að héruðin sem um ræðir hafi öll orðið illa úti í flóð- bylgjunni (tsunami) árið 2004 og að héruðin séu jafnframt á umdeildum svæðum í borgara- styrjöldinni á Sri Lanka. Um er að ræða fyrsta áfanga framkvæmda eftir flóðin sem kostaðar eru af sérstakri 50 milljóna króna fjár- veitingu sem ríkisstjórnin veitti til uppbyggingastarfa á Sri Lanka og fól ÞSSÍ að sjá um. ÞSSÍ er einnig að athuga með meltuframleiðslu úr fiskúrgangi. Meltan er notuð sem lystauki í svínafóður og er eftirsótt af svína- ræktendum. Að sögn Árna er unnið að verk- efninu með heimamönnum og til- raunir reyndar á einum til tveim- ur löndunarstöðum á þessu ári. Byggja ellefu þjónustuhús Þróunarsamvinnustofnun Íslands annast uppbygg- ingu hafnaraðstöðu á Sri Lanka sem verður afhent heimamönnum til eignar. PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN Hæsta ávöxtun 2006 575 4400 www.vsp.is Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem h ð ál á i F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.