Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 12

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 12
 Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi um að kosningaaldur verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár. Að tillögunni standa tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs; Hlynur Hallsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Í greinargerð með tillögunni segir að kominn sé tími til að auka enn þátttöku ungs fólks í lýðræðinu. Með því að lækka kosningaaldurinn megi auka ábyrgð ungs fólks og gera því kleift að taka þátt í mótun sam- félagsins. Helstu rökin fyrir því að 16 ára fái að kjósa eru þau að það leiði til breyttra áherslna í landsmálum þar sem kjörnir fulltrúar landsins muni leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar, segir í greinargerðinni. Kosningaréttur hefði auk þess þroskandi áhrif á ungt fólk. Rökin gegn slíkri breytingu séu til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vitsmunaþroska til að taka afstöðu í þjóðmálum, og láti tilfinningar ráða frekar en dómgreind. Slík rök lýsi vantrausti á ungt fólk, og hafi í gegnum tíðina verið notuð til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undirokaðir kynþætt- ir og jafnvel almenningur hljóti kosningarétt, segir ennfremur í greinargerðinni. Sakavottorð sem menn skila til vinnuveitanda við atvinnu- umsókn, krefjist hann þess, inni- heldur ekki endilega allar upplýs- ingar um sakaferil viðkomandi. Brot sem varða fangelsisvist þurrk- ast út á fimm árum á þessum vott- orðum, og brot sem varða sekt þurrkast út á þremur árum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá fyrrverandi öryggisverði Secu- ritas sem dæmdur var nýlega fyrir þjófnað í starfi. Hann hafði áður gengist undir sátt vegna ölvunar- aksturs árið 1997 og greitt sekt fyrir líkamsárás árið 2002. Þrátt fyrir það skilaði hann inn hreinu sakavottorði þegar hann sótti um starf hjá Securitas í ágúst 2005. „Allt sem fer á sakaskrána er alltaf þar inni, en það eru til nokkr- ar gerðir af vottorðum,“ segir Sig- ríður Friðjónsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknaraembættinu. „Á vottorðum sem einstaklingar skila til vinnuveitanda eru aðeins upplýsingar um sektardóma sein- ustu þriggja ára og fangelsisdóma seinustu fimm ára.“ Hún segir að þessar reglur hafi verið settar til þess að gefa mönnum annað tæki- færi. Í reglugerð um sakaskrá ríkisins segir að ríkissaksóknari geti í sér- stökum tilvikum veitt undanþágu frá þessum tímamörkum. Sigríður segir að þessi undanþága sé sjaldan veitt, reglugerðin sé túlkuð á mjög þröngan hátt. Árni Guðmundsson, forstöðu- maður gæslusviðs hjá Securitas, segist kannast við þessa reglu. „Við vitum af því að einhver mál fyrnast á vottorðinu eftir eðli þeirra, en við höfum á voðalega litlu öðru að byggja þegar við ráðum fólk til starfa.“ Hann segist vona að hér verði farið eins að og í nágrannalöndun- um þar sem ákveðin fyrirtæki geta fengið staðfestingu á því hvort ein- staklingur sé með hreina sakaskrá eða ekki, og er þá um að ræða fulla sakaskrá viðkomandi. „Við höfum látið reyna á þessa undanþágugrein í reglugerðinni en án árangurs. Því hefur verið hafnað í ljósi þess að það eru margir sem hafa áhuga á þessu, og vinnan væri einfaldlega of mikil,“ segir Árni. Fimm ára brot sjást ekki á sakavottorði Þegar starfsumsækjandi skilar inn sakavottorði sjást þar aðeins fangelsisdómar sem eru fimm ára eða yngri. Reglurnar eru settar til að gefa mönnum annað tækifæri, segir saksóknari. Öryggisfyrirtæki vilja undanþágu frá þessari reglu. Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafirði skemmdist töluvert eftir að kviknaði í honum aðfaranótt mánudags. Enginn var í bústaðn- um þegar eldurinn kom upp, en fólk hafði verið í honum daginn áður. Eldsupptök eru ókunn. Nokkur eldur var í bústaðnum þegar slökkvilið var kallað á staðinn um fjögurleytið en gekk að sögn vel að slökkva eldinn. Bústaðurinn er ekki talinn vera ónýtur. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Sumarbústaður skemmdist í eldi Fyrirtækjasamsteypan Alcoa er á lista hundrað sjálfbær- ustu fyrirtækja heims. Þetta var tilkynnt á heimsviðskiptaráð- stefnunni, World Economic Forum, í Davos í Sviss, og er þetta í þriðja skipti sem Alcoa kemst á listann. Listinn er unnin af kanadísku fyrirtækjunum Innovest Strategic Value Advisors og Corporate Knights. Hann byggist á ítarleg- um úttektum á 1.800 stærstu fyr- irtækjum heims og inn á hann komast aðeins þau fyrirtæki sem sýna fram á yfirburða árangur, ábyrga umhverfis- og samfélags- stefnu og víðtæk efnahagsleg áhrif. Fyrirtækið hefur starfsemi í 44 löndum og hjá því starfa um 124.000 manns. Alcoa fær hrós fyrir sjálfbærni Leikskólar á Akureyri hafa allir opinbera uppeldisstefnu og skólanámskrá. „Hér voru allir búnir að setja sér uppeldisstefnu áður en farið var að tala um skólanámskrá,“ segir Sesselja Sigurðardóttir, leikskóla- ráðgjafi hjá Akureyrarbæ. „Ég hef grun um að leikskólarnir á Akureyri hafi verið með þeim fyrstu sem framkvæmdu þetta,“ segir hún. Leikskólar hafa ákveðið sjálfstæði til að móta eigin uppeldisstefnu eða skólanámskrá, samkvæmt reglugerð um aðalnámskrá. Menntamálaráðu- neytið hefur sent sveitarfélögum bréf og óskað eftir skýringum ef leikskólarnir hafa ekki sett sér slíka stefnu og námskrá. Listi yfir leikskólana hefur ekki verið birtur en hann á að fylgja bréfi ráðuneytisins. Hafa allir skólanámskrá Júrí Lúskov, borgar- stjóri í Moskvu, segist aldrei nokkurn tímann ætla að leyfa samkynhneigðum að koma saman og efna til gleðigöngu í borginni. Hann kallar viðburði af því tagi „sataníska“ og sakar Vesturlönd um siðferðislega spillingu. „Sumar Evrópuþjóðir leyfa hjónabönd samkynhneigðra og eru með kynlífsleiðbeiningar í skólum. Slíkt er dauðans siðferðiseitur fyrir börn,“ sagði hann. Á síðasta ári bannaði hann einnig samkynhneigð- um að halda göngu í Moskvu, en bannið var hunsað. Þátttakendur urðu hins vegar fyrir aðkasti og sumir hnepptir í fangelsi. Borgarstjórinn gefur sig ekki Foreldrar undrandi yfir SKO-æðinu „Ég er ekki viss um að það sé hollt að tala svona mikið í símann, þó að það sé ókeypis“ Foreldrar SKO-ungmenna eiga oft erfitt með að skilja hvað vakir fyrir þeim. Einkum vekja grunsamlega lágir símreikningar ungmennanna furðu, enda á fólk ekki að venjast þessum upphæðum. „Þetta er ekki einleikið,“ sagði áhyggjufull móðir við blaðamann í gær. „Dóttir mín virðist alltaf getað talað við vini sína, en samt er símreikningurinn hennar ekkert hærri en áður. Hún segir að það sé vegna þess að það sé ókeypis að hringja í aðra SKO-síma, en hvernig getur það staðist? Ókeypis að hringja?“ segir móðirin og hlær. Strámaður ársins 2006 Þrjátíu og átta ára gamall Hafnfirðingur, Sigurgeir Björgvinsson, var í gær kosinn Strámaður ársins 2006. Á fimmta þúsund kjósenda greiddi atkvæði í símakosningu að þessu sinni og hlaut Sigurgeir yfirburða- kosningu en alls voru yfir 100 manns tilnefndir. Sigurgeir hefur verið ötull strásafnari um árabil og vann hann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann safnaði ríflega hálfum kassa af stráum á síðasta ári. Stráin verða geymd í sérstöku strásafni sem hann hefur komið sér upp á heimili sínu í Smárahverfinu. Sigurgeir var hinn kátasti þegar fréttamaður heimsótti hann í gær. „Þetta er mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram strásöfnuninni. Þetta er vissulega mikil vinna en mjög gefandi,“ sagði Sigurgeir. SKO býður jafngóða GSM-þjónustu og hin símafyrirtækin, innanlands og erlendis. Eini munurinn er lægra verð! Það kostar EKKERT að færa GSM-símanúmerið til SKO. Þú skráir þig í þjónustuna á www.sko.is. Hringt í SKO GSM-síma Hringt í aðra GSM- og heimasíma í alla GSM-síma á Íslandi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 7 5 9 6 „Ég get til dæmis farið oftar á kaffihús og í bíó. Ég get einfaldlega leyft mér svo miklu meira,“ segir hún. Alls hafa um 5.000 Íslendingar skráð sig í þjónustu SKO síðan í apríl á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á æðinu. „Þetta er allt annað líf “ Ung stúlka í Reykjavík segir líf sitt hafa breyst eftir að hún fékk sér SKO. „Ég er alsæl,“ segir ung námsmær í Reykjavík. Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, skýrði forsvars- mönnum kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi frá því að engin trúfélög fengju undanþágu frá reglum um að samkynhneigðir eigi að koma jafnt og aðrir til greina með að ættleiða börn. Reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að samkynhneigðum sé mismunað, en í síðustu viku fór kaþólska kirkjan fram á undan- þágur fyrir trúfélög sem reka ættleiðingaskrifstofur. Blair hafnaði því, og sagði „ekkert pláss fyrir mismunun í samfélagi okkar“. Samkynhneigð ekki fyrirstaða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.