Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 26
Rotvarnarsýrur í gosdrykkjum valda alvarlegri glerungseyð- ingu. Á hverju ári stendur tannverndar- ráð fyrir svokallaðri tannverndar- viku, en hún hófst í gær og stendur til 2. febrúar. „Nýlega komu fram niðurstöður úr landsrannsókn á tannheilsu barna, sem leiddu í ljós að um þrjá- tíu prósent fimmtán ára unglinga eru haldin sjúkdómnum glerungs- eyðingu og því lá það ljóst fyrir að megináhersla þessarar viku þarf að vera á þetta mál,“ segir dr. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og sér- fræðingur um glerungseyðingu. „Tannverndarvikunni er ætlað að minna fólk á að það þarf að gæta að tönnunum, ekki bara í þessari viku heldur á hverjum degi, svo lengi sem við erum tennt. Áhersluefni tannverndarviku eru mismunandi eftir því hvað við vitum að er brýn- asta vandamálið hverju sinni en í ár viljum við leggja áherslu á að fólk drekki vatn í stað gosdrykkja til þess að koma í veg fyrir gler- ungseyðingu,“ segir Inga og bendir um leið á að drengir virðast vera með helmingi meiri glerungseyð- ingu en stúlkur. „Stelpur drekka frekar gosvatn og það er lítil hætta af þeim drykkj- um miðað við aðra gosdrykki. Í gosdrykkjum, og svokölluðum sportdrykkjum, eru rotvarnarsýr- ur sem eiga að auka geymsluþol drykkjanna, en þessar sýrur eru það súrar að þegar þær leika um tennurnar oft á dag þá leysist ysta lag glerungsins upp og þannig flettist hann af lag fyrir lag. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist viljum við hvetja ungt fólk til að drekka frekar vatn en gosdrykki. Slíkt ætti ekki að vera mjög erfitt því á Íslandi eigum við besta vatn sem til er í heiminum.“ Yngsta barn sem Inga hefur fengið til meðferðar með allar tennur skemmdar var aðeins þriggja ára gamalt og hún tekur fram að slíkt sé vissulega ekki á ábyrgð barnsins heldur foreldr- anna. „Tannlæknaþjónusta er heil- brigðisþjónusta sem kostar pen- inga og fólk þarf að sækja í einka- rekstur en ekki til hins opinbera. Sum börn eiga foreldra sem passa upp á að þau komi reglubundið í skoðun, en þó má ætla að um tuttugu prósent barna á Íslandi hafi ekki komið til tannlæknis síð- ustu átján mánuði,“ segir hún og tekur fram að börn ættu að koma í fyrsta sinn til tannlæknis um tveggja ára aldur, eða jafnvel fyrr. „Það er þá fyrst og fremst til að venja það við að vera á tannlækna- stofu, en með því að koma snemma má jafnframt kanna hvort tennur barnsins séu með einhverja galla og hvort barnið sé í áhættu,“ segir Inga að lokum. Glerungseyðing algengur sjúkdómur hjá unglingum Nú þegar febrúar fer að ganga í garð er hætt við að margir séu haldnir talsverðum kvíða. Febrúarmán- uður hefur gjarnan verið þekktur fyrir að þá koma afleiðingar jólaeyðslunnar inn um póstlúguna í formi kreditkortareikninga. Þessi tenging febrúar við skuldir og há útgjöld hefur gert það að verkum að margir fyllast miklum kvíða við tilhugsunina eina að febrúar sé handan við hornið. Fyrir flestum er þetta þó einungis augnabliks ótti sem leysist svo til af sjálfu sér en fyrir öðrum einkennist lífið, að miklu leyti, af kvíða sem þessum. Kvíði er í raun náttúrulegt viðbragð mannsins við aðvífandi ógn. Kvíðaviðbragðið felur í sér að líkaminn verður undir það búinn að flýja eða berjast, sem getur oft á tíðum verið afar mikilvægt. En nú til dags hefur líkamlegum ógnum sem kalla á þessi viðbrögð fækkað til muna og aðrar óræðari ógnir tekið við. Nú til dags þurfum við að geta tekist á við fjölda erfiðra aðstæðna og standast samfélagslegar kröfur sem geta verið mjög illa skilgreindar. Gagnvart slíkum ógnum verður kvíðaviðbragðið, að miklu leyti, gagnslaust og getur orðið okkur til trafala ef við missum stjórn á því. Í hóflegu magni getur kvíðinn haldið okkur á tánum og hjálpað okkur að ná markmiðum okkar en þegar við missum stjórn á honum getur hann hæglega lamað okkur og komið í veg fyrir að við gerum nokkuð. Persónulegir þættir ráða því hvort fólk missi stjórn á kvíðanum og þess vegna verða sumir kvíðnir fyrir ákveðnum aðstæðum en ekki öðrum á meðan sumir eru svo til alltaf kvíðnir. Sjálfsmynd viðkom- andi spilar stórt hlutverk í þessari þróun kvíðans en það hvernig fólk upplifir að aðstæður geti haft áhrif á sjálfsmyndina gerir það að verkum að viðkomandi verður kvíðinn. Þegar kvíðinn verður svo stjórnlaus dregur hann úr sjálfstrausti okkar og smitar þannig út frá sér. Með þessum hætti getur kvíði því versnað og einstaklingur sem var einungis kvíðinn fyrir ákveðnum félagslegum aðstæðum verður kvíðinn fyrir öllum slíkum aðstæðum. Til þess að takast á við svona kvíða er einna mikilvægast að læra að skilja hann. Kvíði hvers og eins er persónulegur og því er afar mikilvægt að læra að skilja hvaðan kvíðinn kemur, af hverju hann verður stjórnlaus og hvernig hann hefur áhrif á okkur. Þegar við höfum áttað okkur á þessu getum við tekist á við kvíðann og hugsanirnar sem að baki honum liggja. Til að takast á við kvíðann þurfum við oft að læra að temja okkur hæfilegt kæruleysi, slaka á og hugsa á lausnamiðaðan hátt. www.svefn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.