Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 27

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 27
PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA Rannsóknir hafa sýnt að álag í sambandi foreldra á með- göngu getur haft áhrif á þroska barnsins. Tilvonandi feður gætu haft meira að segja um þroska barnsins en þeir átta sig á. Feðurnir eru ekki bara áhorfendur í meðgöngunni, heldur getur allt álag eða streita sem samband þeirra við mæð- urnar veldur haft áhrif á hvernig heili fóstursins þroskast. „Hlutverk föðursins skiptir heilmiklu um hvernig barnið þroskast, jafnvel á meðgöngunni,“ segir Doktor Vivette Glover, frá Imperial College í London, en hún rannskaði áhrif streitu á fóstur á meðgöngu. Gen og uppeldi ráða miklu um hvernig börnin verða en Glover komst einnig að því að meðgangan sjálf skiptir máli. Hún spurði 123 konur út í meðgönguna og fylgdist með þroska barna þeirra upp að 18 mánaða aldri. „Tvær tegundir af streitu voru til staðar. Annars vegar streita af völdum kvíða eða ættgengra geð- sjúkdóma, hins vegar streita vegna sambands foreldrana,“ segir hún. Eldri rannsóknir hafa sýnt að börn mæðra sem þjást af streitu á meðgöngu eru líklegri til að kljást við agavandamál, kvíða og önnur tilfinningaleg vandamál. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur, en það er talið tengjast auknu magni á stresshormóninu cortisol í blóði móður. Nauðsynlegt að vera góð- ur við verðandi mæður Ný aðferð við inngjöf sýklalyfja vekur vonir um að hægt verði að minnka skammtastærðir allt að fimmtíufalt. Austurrískir vísindamenn hafa þróað aðferð sem gæti minnkað nauð- synlega skammtastærð sýklalyfja allt að fimmtíufalt. Aðferðin byggist á notkun svokallaðra bakteríuvektora, en svo kallast DNA-hringir sem bakteríur geyma í umfrymi sínu. Þessir vektorar geta verið bakteríunni gagnlegir en einnig mjög skaðlegir. Með því að nota þessa vektora eiga sýklalyf greiða leið gegnum frumuhimnu bakteríunnar og því þarf mun minna magn af lyfjum. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar berjast þarf við matareitrun, en þá þarf ekki að gefa sýklalyf í stórum skömmtum sem drepa alla eðlilega flóru meltingarfæranna. Aðferðin kæmi sér einnig vel í baráttunni gegn fjölónæmum bakter- íum sem afar fá sýklalyf vinna á og eru bráðhættulegar öllum þeim sem sýkjast. Ný gerð sýklalyfja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.