Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 28
Oddur Benediktsson greindist með krabbamein í blöðruháls- kirtli fyrir rúmu ári og í kjölfar- ið tileinkaði hann sér kínverskt mataræði í baráttu sinni við meinið. Hann er sannfærður um að þessi breyting hafi átt stærstan hluta í sínum bata og í dag heldur hann fyrirlestur í versluninni Maður lifandi um reynslu sína. „Ég komst í kynni við bók Janet Plant, Prostate Cancer – Under- stand, Prevent and Overcome, um rannsóknir hennar á kínversku mataræði, stuttu eftir að ég greind- ist með blöðruhálskrabbamein. Samhliða lyfjameðferð breytti ég gjörsamlega um mataræði sem mælt er með í bókinni og ég er sannfærður um að það átti hlut- deild að mínum bata,“ segir Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunar- fræðum við Háskóla Íslands. Höfundur bókarinnar, Janet Plant, er prófessor í umhverfis- efnafræði og greindist sjálf með brjóstakrabbamein fyrir níu árum síðan. Hún starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar við athuganir á heilsu- farslegum umhverfisáhrifum og bjó því yfir þeirri þekkingu og reynslu sem til þurfti þegar hún hóf eigin rannsóknir. „Plant ákvað að kanna hvar tíðni krabbameins væri lægst í heimin- um og uppgötvaði fljótlega að bæði brjósta- og blöðruhálskirtilskrabba- mein væri margfalt sjaldgæfara í Kína en hjá öðrum Asíuþjóðum með svipað mataræði. Hún skipti gjör- samlega yfir í kínverskt mataræði og náði bata,“ segir Oddur. Mjólkurvörur eru ein aðaluppi- staðan í fæðu Vesturlandabúa, en þær finnast varla á matseðli Kín- verja, og er Oddur þess fullviss að mjólkurvörur séu ekki jafn ákjós- anlegar til manneldis eins og marg- ir vilja meina. „Þetta mjólkurþamb á Vestur- löndunum á sér ekki jafn langa hefð og fólk heldur. Plant segir í bókinni að hormón í mjólkinni sem stuðla að hröðum vexti kálfanna séu meðal þeirra efna sem valda krabbameini í manneskjum,“ segir Oddur og bendir á að sojaafurðir hjá Kínverj- um séu notaðar sem aðalprótíngjafi og gjarnan í stað mjólkurafurða. „Varla er það tilviljun að tíðni krabbameins sé margfalt lægri hjá þjóð sem neytir nánast engra mjólk- urafurða.“ Oddur vill hvetja til árvekni um blöðruhálskrabbamein og vonast til þess að karlmenn yfir fimmtugt sem eru í áhættuhóp fari reglulega í rannsókn. Að sögn Odds er rann- sóknin framkvæmd með mælingu á svokölluðu PSA-gildi í blóði sem gefur vísbendingu um möguleika á blöðruhálskrabbameini. Í kvöld klukkan 17.30 heldur Oddur fyrirlestur hjá Manni lif- andi, Borgartúni 24, um kenningar Janet Plant, jafnframt því sem hann deilir reynslu sinni af kín- versku mataræði í baráttu sinni við meinið. Oddur hefur skráð alla reynslu sína á netsíðuna: http:// www.hi.is/~oddur/info/pc/ Krabbameinsfélag Íslands hefur einnig góðar upplýsingar um blöðruhálskrabbamein: www. krabb.is/godirhalsar. Kínverskt mataræði í bar- áttunni gegn krabbameini til grenningar Opið virka daga kl. 10–20, laugardaga kl. 10–17. Kókosolía Borgartúni 24, Reykjavík og Hæðasmára 6, Kópavogi Hágæða lífræn kókosolía frá BODE Dæmi eru um að fólk hafi misst mörg kíló á skömmum tíma með því að taka inn 2–4 tsk. á dag. Sjá ítarlegri upplýsingar á www.madurlifandi.is Námskeiðið felur í sér: Námskeiðið Kæru viðskiptavinir Verið velkomnir á stofuna mína Hef tekið við rekstri Greiðunnar Kveðja Lilja Háaleitisbraut 58-60 • Sími 581 3090

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.