Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 34
{ Börn og foreldrar } 2
Ungbarnareifar og pokar úr flísefnni fást í versluninni
Skírn í Listhúsinu í Laugardal.
Flís-reifarnar úr versluninni Skírn þykja góðar til
að róa ungabörn og fylla þau öryggiskennd og vellíð-
an. Þau eru frá ameríska fyrirtækinu Kiddopotamus
sem hlaut verðlaun fyrir þessa vöru. Auðvelt er að
skipta á barninu þegar með þarf því neðri hluti reif-
anna er poki sem auðvelt er að opna. Reifarnar fást í
fjórum litum að sögn verslunarstjórans í Skírn, Önnu
Sigurjónsdóttur. Frá sama fyrirtæki er hún með flís-
poka sem gefa barninu meira svigrúm. „Gott er að
setja barnið í samfellu og leyfa því að sparka innan
í pokanum með hendurnar frjálsar,“ segir Anna og
bætir því við að erlendis séu börn látin sofa í svona
pokum svo þau dragi ekki yfir sig sængina og sparki
henni heldur ekki af sér. - gun
Auka öryggiskennd og ró
„Lestur fyrir börn á hverjum degi
venur þau á virka hlustun og eflir
málþroskann. Svo veitir hann þeim
hlýju og nánd og styrkir samband
þeirra og fullorðinna,“ segir Þórir
sannfærandi en hann er kennari,
félagsráðgjafi og þýðandi. Hann
kveðst tala af reynslu því hann
hafi orðið sögustunda aðnjótandi
sem barn og síðar faðir, uppalandi
og kennari. Einnig hafi hann kynnt
sér rannsóknir um þessi efni og þær
sýni fram á hversu mikilvægt það sé
að lesa upphátt fyrir börnin. Jafn-
vel þó að þau séu orðin læs sé mælt
með því að foreldrarnir sitji hjá
þeim við lesturinn. „Það er sálrænt
og félagslegt atriði að vera með
barninu þegar það situr með bók-
ina, annað hvort að lesa með því,
skoða með því eða tala um söguna.
Það örvar það til að tjá eigin hugs-
anir og tilfinningar sem skapast við
lesturinn.“
Þórir hefur verið viðloðandi
barnabækur í 40 ár, bæði sem höf-
undur og þýðandi fyrir bókaútgáf-
una Setberg. Á síðasta ári voru bæk-
urnar 13 sem hann þýddi auk þess
sem eiginkona hans Rúna Gísladótt-
ir og sonurinn Hlynur þýddu tvær
bækur hvort um sig. Þórir segir
eigin þýðingar einkum vera fyrir
yngri börnin. „Það skapast af því
að Arnbjörn Kristinsson, bókaútgef-
andi í Setbergi, hefur sérhæft sig í
bókum fyrir börn á aldrinum núll
upp í tíu ára. Hann er búinn að gefa
út bækur í 50 ár og hans hugsjón og
skoðun er sú að börn eigi allt það
besta skilið,“ segir Þórir. Áherslur
orðanna lýsa því að hann er Arn-
birni hjartanlega sammála.
Öfugt við það sem ætla mætti
segir Þórir orðfæstu bækurnar oft
erfiðastar í þýðingu. „Textinn þarf
að segja svo mikið og hitta alveg
í mark. Vera lipur og léttur en þó
ekki of léttur heldur ögra börnunum
þannig að þau velti aðeins vöngum
og langi að spyrja. Það hjálpar þeim
að auðga hugmyndaflugið og vera
þátttakendur í því sem er að ger-
ast,“ útskýrir hann og bætir við að
lokum.
„Lestur fyrir börn á unga aldri
opnar þeim heim bókarinnar og
þroskar með þeim löngun til að
kanna þann heim nánar.“
gun@frettabladid.is
Sögustundir styrkja tengslin
Fáir hafa lesið fleiri barnabækur en Þórir S. Guðbergsson. Hann er ekki í vafa um gildi
þeirra bókmennta fyrir börn og mælir með daglegri sögustund.
Ilmur Marí Árnadóttir er fjögurra
ára nemi í leikskólanum Sólstöf-
um.
Rosalega ertu með fínar krullur.
Já, ég fékk þær frá ömmu minni.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera í leikskólanum?
Að búa til rennibraut með því
að setja grænan bekk á stól. Við
rennum okkur svo niður en ef að
við notum ekki púða förum við
rosalega laust.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera þegar þú ert ekki í leikskól-
anum?
Þá finnst mér skemmtilegast að
fara með mömmu og pabba í
kirkjuna. Mér finnst líka gaman að
horfa á mynd og leika mér.
Hvað er uppáhaldsmaturinn
þinn?
Pítsa. Það er alltaf á þriðjudögum.
Áttu einhver systkini?
Já, en bara tvö, stóran bróður og
stóra systur. Systir mín er sextán
ára og bróðir minn er nítján.
Áttu einhver dýr?
Já, ég á kisu sem heitir Skotta
og er sjö ára. Hún átti einu sinni
kettlinga sem eru orðnir fullorðnir
en einn er tveggja ára ennþá og
er heima hjá ömmu minni og afa.
Hann heitir Loðmundur.
Loðmundur er fínt nafn, hver valdi
það á hann?
Skotta.
Pítsa á þriðjudögum