Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 30.01.2007, Qupperneq 54
Bandaríski myndlistarmað- urinn og vefarinn James Koehler ferðast víða til að kenna list sína en nýlega var hann á ferð hér á land þar sem hann heimsótti meðal annars kollega sína sem þó fer fækkandi. Í eina tíð ófu menn mikið á Íslandi: tóvinna leiddi af sér margs konar vinnu með ull og hár. Þessi hluti menningar okkar hefur glutrast niður úr almennri menntun, hand- íðir fóru halloka þegar þess var krafist að drengir og stúlkur skyldu læra hvort tveggja vinnu með band og tré. Jafnréttisbarátt- an skilaði því að klippt var á þráð. Og það sem meira var: þegar vefn- aður fór alfarið halloka rétt eins og saumar, prjón og hekl í grunn- menntun hvarf hann alveg upp úr. Þegar bandaríski sendiherrann valdi sér á dögunum teppi til að hengja upp í bústað sendiherrans kallaði hann til amerískan veflista- mann, James Koehler, með verk sitt. James hefur ofið frá því hann settist ungur maður á bekk hjá benediktín-munkum í klaustri í Nýju-Mexíkó. Hann er vefari af hugsjón, fer víða um Bandaríkin og kennir að vefa. Ull sína sækir hann eins og margir aðrir til Ástr- alíu og Nýja-Sjálands, en silki á hinn alþjóðlega markað með silki. Eftir heimsókn sína lýsti hann áhuga á að fá íslenskt band til vinnslu en verður að láta sér nægja eftirhreytur í þúsund ára iðnhefð sem fáir hafa áhuga á lengur: hér áttum við efni í vef úr jurtum, tágum, rótum, skinni, ull, bæði þeli og togi, að ógleymdu hrosshári. James sækir efni sitt mest í bylgjur náttúrunnar, litina líka. Hann segist vinna vefi sína á margs kyns stóla, mest þó á sænska afbrigðið sem kallað er, stóra vefstóla, enda eru vefir hans stórir og margir með geómetrísku munstri. Heimsókn sína nýtti hann fleir- um til gagns: hann heimsótti hús- mæðraskóla og verkmenntaskóla, átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni með vefverkstæðið í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Þar var á síðustu öld miðstöð ullar- vinnslu í landinu. Síðustu leifar þess verksmiðjukjarna voru brotnar niður við lágan kurr verndarmanna í lok síðasta árs til að gefa pláss fyrir verslunarmið- stöð. Líkt og flestir veflistamenn litar James sjálfur sitt band. Hann byggir á langri hefð vefnaðar í suðvestri Bandaríkjanna og segist ekki sækja minnst til vefnaðar- hefða þeirra þjóða sem byggðu álfuna fyrir daga innrásar hvítra manna í landið. Hann segir mikla þörf í samfélagi vestanhafs að halda við handíðum af ýmsu tagi: þær eigi sér djúpar rætur og veiti nútímafólki styrk í neyslusamfé- laginu. Hann sótti líka heim íslenska vefara. Fór vel á með þeim Ásgerði Ester Búadóttur. Ekki tóku nem- endur honum síður þegar hann leit til þeirra í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík en í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Mörg merki eru uppi um það í íslensku samfélagi listanna að þörf sé á almennri menntun um vef og band: jafnvel samtímalista- menn sækja í vefgerð og nýta hann með margvíslegum hætti í myndlist sína. Þá er ekki gleymd sú alþýðu- hreyfing sem er í landinu meðal kvenna á öllum aldri sem geymir enn hefðir og kunnáttu í handíð- um. Því var James Koehler aufúsu- gestur hvar sem hann kom í lið- inni viku. Vefnaður var karlastarf Kl. 20.00 Finnski rithöfundurinn Hannu Niklander les úr verkum sínum í kaffistofu Norræna hússins og segir frá ferðum um Norður-Atlants- hafsssvæðið og dvöl meðal kanad- ískra Finna í Québec. Erindið er á sænsku og eru allir áhugasamir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Fyrsta sérfræðileiðsögn þessa árs á Þjóðminjasafninu verður í hádeginu í dag þegar dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur leið- ir gesti um sýninguna „Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnis- menning í íslenska torfbænum frá 1850“. Á sýningunni eru kynntar niðurstöður viðamikillar rann- sóknar sem Anna Lísa vann að meðan hún gegndi rannsóknar- stöðu Kristjáns Eldjárns árið 2006. Anna Lísa rannsakaði lífið í torfbæjunum á tímabilinu 1850 til búsetuloka fram yfir 1950 en ótrú- lega stutt virðist síðan ný bygg- ingarefni leystu hin gömlu af hólmi. Í tengslum við rannsóknina tók hún meðal annars viðtöl við fjölda fólks sem bjó í torfbæjum og beindist rannsókn hennar ekki síst að daglegu lífi þeirra. Nokkrir torfbæir eru varðveitt- ir á landinu og eru flestir þeirra í vörslu Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðhald ásamt húsa- friðunarnefnd ríkisins. Þessir bæir eru merkilegir minnisvarðar um byggingargerð sem vart á sinn líka í veröldinni. Á sýningunni varpa myndir og textar ásamt úrvali gripa ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímabili torfbæj- anna. Einnig verður gengið um hluta grunnsýningarinnar og skoð- að efni tengt torfbæjarlífinu. Ítarleg skýrsla er væntanleg um rannsókn Önnu Lísu í ritröð- inni Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands en hún starfar á safninu sem sérfræðingur í byggingar- sögu og verkefnisstjóri varðveislu Núpsstaðar. Dagskráin hefst kl. 12.10 Úr torfi og grjóti Flóðarannsóknir ! Vetrarhátíð verður haldin í sjötta sinn í Reykjavík þann 22.-24. febrúar næstkomandi en þá fá borgarbúar og gestir þeirra notið menningardagskrár þar sem áhersla lögð er á sem fjölbreytt- asta viðburði. Þema hátíðarinnar þetta árið er tengt Frakklandi því samtímis hefst formlega menningarhátíðin „Pourquoi pas?“ sem skipulögð er af franska sendiráðinu á Íslandi í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Meðal fastra viðburða á Vetrar- hátíð eru Safnanótt sem nú verður fagnað í þriðja sinn og Heimsdag- ur barna. Að venju verður einnig boðið upp á fjölda tónleika, nám- skeiða og kynninga auk þess sem erlendir gestir færa alþjóðlega menningarstrauma með sér, til dæmis hinn óvenjulegi belgíski flamengo danshópur, La Guardia Flamenca, sem vísast mun auka blóðhita áhorfenda. Fæstir dagskrárliðanna krefj- ast aðgangseyris og er henni ætlað að endurspegla fjölbreytileika borgarlífsins svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Orku- veita Reykjavíkur hefur verið bakhjarl hátíðarinnar frá upphafi en í ár bætist henni einnig stuðn- ingur frá SPRON og var samning- ur þess efnis undirritaður í gær. Höfuðborgarstofa sér um fram- kvæmd Vetrarhátíðar en verkefn- isstjóri er Sif Gunnarsdóttir. Nán- ari upplýsingar um hátíðina verður að finna á heimasíður Reykjavíkurborgar, www.rvk.is. Vetrarhátíð í bæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.