Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 64
Ólafur Stefánsson, fyr-
irliði íslenska landsliðsins, leiðir
ekki aðeins sína menn inn í einn
stærsta leik í sögu handboltalands-
liðsins í dag heldur mun hann
einnig skrifa sitt nafn á spjöld
íslensku handboltasögunnar. Ólaf-
ur mun leika sinn 44. leik í úrslita-
keppni heimsmeistaramótsins í
Hamburg og bæta þar með met
Guðmundar Hrafnkelssonar sem
hefur staðið undanfarin sex ár.
Ólafur er aðeins fjórði maðurinn
til að slá metið á síðustu þremur
áratugum en hinir methafarnir
eru Geir Sveinsson og Hjalti Ein-
arsson. Ólafur er löngu orðinn
langmarkahæsti íslenski leikmað-
urinn í úrslitakeppni HM en hann
hefur alls skorað 184 mörk í þess-
um 43 leikjum. Næsti maður á list-
anum er Guðjón Valur Sigurðsson
(132 mörk) sem fór fram úr Patr-
eki Jóhannessyni (121 mark) í
Þýskalandi.
Ólafur Stefánsson lék sinn
fyrsta leik í úrslitakeppni HM í
Laugardalshöllinni 7. maí 1995.
Mótherjarnir voru Bandaríkja-
menn og íslenska landsliðið vann
öruggan 11 marka sigur, 27-16.
Ólafur spilaði ekki mikið í leikn-
um og klikkaði á eina skoti sínu.
Ólafur leysti bæði af Sigurð Val
Sveinsson í skyttunni sem og þá
Valdimar Grímsson og Bjarka Sig-
urðsson í horninu. Hann var með í
öllum sjö leikjunum og skoraði 11
mörk og gaf 11 stoðsendingar.
Ólafur nýtti skotin sín mjög vel og
skoraði meðal annars úr 8 af 16
langskotum sínum.
Frá og með keppninni í
Kumamoto 1997 hefur Ólafur
verið í lykilhlutverki hjá íslenska
landsliðinu og er nú á góðri leið
með að gefa flestar stoðsendingar
fimmtu heimsmeistarakeppnina í
röð. Fyrir leikinn í kvöld hefur
Ólafur alls gefið 255 stoðsending-
ar á félaga sína sem gefa 5,9 stoð-
sendingar að meðaltali í leik í
úrslitakeppni HM. Hann hefur
ennfremur átt þátt í 11,8 mörkum
eða meira í leik á síðustu fjórum
keppnum. Ólafur var markhæsti
leikmaður íslenska liðsins á bæði
HM 2001 í Frakklandi og á HM í
Portúgal 2003 en fyrir tveimur
árum skoraði aðeins Guðjón Valur
Sigurðsson fleiri mörk en Ólafur.
Ólafur hefur spilað flesta HM-
leiki á móti Júgóslavíu og Rúss-
landi eða þrjá á móti hvorri þjóð.
Hann hefur alls spilað gegn 28
þjóðum á HM en leikurinn í kvöld
er sá fyrsti sem hann spilar gegn
Dönum í úrslitakeppni heimsmeist-
aramótsins. Ísland hefur ekki mætt
Dönum á HM síðan á HM í Svíþjóð
1993. Leikurinn í kvöld verður
einnig fimmti HM-leikur Ólafs í
útsláttarkeppni og vonandi gengur
betur en áður því þrír af fjórum
leikjum hans með landsliðinu í 16
eða 8 liða úrslitum heimsmeistara-
mótsins hafa tapast.
Guðmundur Hrafnkelsson
bætti leikjamet Geirs Sveinssonar
á HM í Frakklandi 2001 og bætti
síðan við það í HM í Portúgal
tveimur árum síðar. Metleikurinn
var í 22-24 tapi fyrir Egyptum.
Það er vonandi að Ólafur nái að
breyta út af venjunni því metleik-
ur Geirs Sveinssonar á HM 1993
tapaðist einnig en Ísland lá þá 21-
22 fyrir Tékkum í leik um 7. sætið.
Leikurinn gegn Dönum í 8 liða úrslitum HM í Þýskalandi verður 44. leikur Ólafs Stefánssonar í úrslita-
keppni HM. Hann tók fyrst þátt í HM á Íslandi fyrir tæpum tólf árum.
Það mátti sjá á dönsk-
um fjölmiðlum í gær og í fyrradag
að handboltaspekingar þar í landi
eru afar sigurvissir fyrir leik
Íslands og Danmerkur í fjórðungs-
úrslitum HM í handbolta í kvöld.
„Þeir eru mjög sigurvissir. Ég
fann það strax eftir leikinn á sunnu-
dag,“ sagði Aron Kristjánsson,
þjálfari danska úrvalsdeildarliðs-
ins Skjern. „Margir sögðu að það
væri nánast formsatriði fyrir liðið
að komast í úrslitaleikinn. Pólland
og Rússland yrðu engin fyrirstaða,
hvað þá Ísland.“ Sigurvegari leiks-
ins í kvöld mætir sigurvegara leiks
Póllands og Rússlands sem hefst
klukkan 16.30 í dag.
Aron sagði að þjálfurum og
leikmönnum danska liðsins hefði
tekist að draga aðeins úr vænting-
um landa sinna, þetta væri ekki
alveg svo auðvelt.
„Þeir reyndu að segja að þessar
þjóðir væru góðar líka, alveg eins
og Spánn, Króatía og Frakkland.
En því var samt ekki að leyna að
þeir eru frekar sigurvissir.“
Gengi danska liðsins hefur verið
nokkuð hliðstætt gengi Íslands á
HM. Bæði lið töpuðu óvænt snemma
á mótinu (fyrir Ungverjalandi og
Úkraínu) og unnu svo sterka þjóð
til að koma sér aftur á beinu braut-
ina (Spán og Frakkland).
Aron segir hins vegar muninn á
danska og íslenska liðinu liggja í
breiddinni.
„Margir leikmenn danska liðs-
ins hafa komið við sögu til þessa
og hefur verið misjafnt hvaða
leikmaður dregur vagninn í hverj-
um leik. Það jákvæða við þetta er
að leikmenn eru ekki eins þreyttir
og leikmenn annarra liða. Á móti
kemur að liðið hefur átt erfitt með
að finna taktinn sinn vegna tíðra
skiptinga.“
Hann segir að vörn og mar-
kvarsla sé mesti kostur liðsins. „Í
síðustu leikjum hefur liðið verið
að spila frábæra 6/0 vörn og mark-
verðirnir hafa verið mjög sterkir,“
segir Aron sem býst við jafnri og
spennandi viðureign í kvöld.
„Ef leikmenn Íslands eru í góðu
líkamlegu standi býst ég við gal-
opnum leik. Ég vona bara að
íslenska hjartað hafi þetta á end-
anum.“
Aron þekkir vitanlega vel til
Arnórs Atlasonar sem hefur sleg-
ið í gegn með FCK í dönsku deild-
inni í haust. Hann stóð sig einnig
afar vel með Íslandi á EM í Sviss í
fyrra en hefur ekki náð sér á strik
í Þýskalandi.
„Þetta hefur komið mér mikið á
óvart. Hann hefur verið frábær í
deildinni í haust og hefur greini-
lega getuna. Þetta hlýtur því að
vera spurning um sjálfsöryggi og
sjálfstraust.“
Arnór sé því dottinn aftar í
goggunarröðina, sérstaklega eftir
frammistöðu Markúsar Mána
gegn Þýskalandi þar sem hann
skoraði tíu mörk.
„Alfreð hlýtur að velja þá menn
í sinn hóp sem hafa verið að standa
sig hvað best til þessa á mótinu.“
Danir búnir að bóka sæti í úrslitaleiknum
Ríkissjónvarpið mun
sýna alla fjóra leikina í fjórðungs-
úrslitum HM í handbolta. Tvo
þeirra í beinni útsendingu,
Þýskaland-Spánn og Ísland-
Danmörk.
Í dagskrárlok í kvöld verða
síðari hálfleikir hinna leikjanna,
Frakkland-Króatía og Pólland-
Rússland, sýndir frá kl. 23.30.
Allir leikirnir fjórir verða svo
sýndir í heild sinni í upphafi
dagskrár á morgun, frá kl. 11.05.
Allir leikir 8-liða
úrslita sýndir
Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester
United, telur að Ben Foster muni
taka við af Paul Robinson sem
aðalmarkvörður enska landsliðs-
ins. Ferguson segir Foster vera að
komast í landsliðsklassa. Þessi 23
ára markvörður er á lánssamningi
hjá Watford frá United og hefur
verið einn allra besti leikmaður
botnliðs úrvalsdeildarinnar.
„Mánaðarlega fæ ég skýrslu
frá Adrian Boothroyd varðandi
Foster. Hvernig formi hann er í,
hvernig hann stendur sig á
æfingum og um framfarir hans.
Hann mun snúa aftur á Old
Trafford næsta tímabil. Það var
frábært að fá hann hingað frá
Stoke,“ sagði Ferguson.
Mun verja
mark Englands
Í gær var dregið í 16-liða
úrslit ensku bikarkeppninnar.
Englandsmeistarar Chelsea og
núverandi topplið Manchester
United fengu bæði heimaleiki.
United mætir Íslendingaliðinu
Reading en Chelsea annað hvort
Blackpool eða Norwich.
Aðeins þrír úrvalsdeildarslagir
eru á dagskrá. Auk United og
Reading mætast Fulham og
Tottenham í Lundúnaslag auk þess
sem annað hvort Arsenal eða Bolt-
on tekur á móti Blackburn.
Annars getur Manchester Unit-
ed kórónað frábæra byrjun á tíma-
bilinu með sínum nítjánda sigri á
miðvikudagskvöldið er liðið mætir
botnliði Watford. Ef Alex Fergu-
son og hans menn vinna sigur
verðu það besti árangur liðsins í
fyrstu 25 leikjum tímabilsins frá
upphafi.
Metið á reyndar Ferguson sjálf-
ur er hann krækti í 59 stig eftir 25
leiki árið 2001. Hann á nú mögu-
leika á að bæta það met um eitt
stig.
Manchester United mætir Reading
Það gengur ekki
þrautalaust hjá Einari Þorvarðar-
syni, framkvæmdastjóra HSÍ, að
fá miða á leik Íslands og Dan-
merkur í dag. Þýska handknatt-
leikssambandið hafði ekki svarað
beiðni Einars um miða um
kvöldmatarleytið í gær og sagði
Einar ekki vera bjartsýnn.
Fararstjóri liðsins sagðist vera
búinn að fá um sex miða í
gærkvöldi en Color Line-höllin í
Hamborg tekur 13.800 manns í
sæti.
Það er margt skrýtið í skipu-
laginu hér í Þýskalandi og vart til
sá maður sem trúi því að lið sem
eigi að spila fái ekki úthlutað
neinum miðum á sína leiki.
Sökum miðaleysis og hand-
boltaáhuga í Hamborg hefur
verið ákveðið sýna leiki dagsins á
risaskjá á Kunst sem er nálægt
rauða hverfinu í borginni.
Ísland fær fáa
miða á leikinn
Þjóðverjar
hafa verið gagnrýndir
fyrir margt á HM og
eitt þeirra eru stanslaus
ferðalög liðanna. Það
þótti mjög furðuleg
ákvörðun að hafa annan
milliriðilinn á tveimur
stöðum og sú ákvörðun að ferja
lið alla leið til Hamborgar var
heldur ekki vinsæl. Fjarlægðin
frá búðum íslenska liðsins í Halle
er um 400 kílómetrar.
Fjöldamörg lið hafa í mörgum
tilfellum mátt ferðast yfir 100
kílómetra á dag til að komast á
leikstað. Er rætt um mótið sem
keppni á Autobahn enda eru
leikmenn og fjölmiðlamenn meira
og minna á ferðalagi.
Keppni á
Autobahn