Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 66

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 66
 Marco Materazzi, varnarmaður Inter, segist ekki hafa sagt neitt við Gennaro Del Vecchio sem ætti að hafa leitt til þess að hann var skallaður. Atvikið varð í leik Inter og Sampdoria á sunnudag og minnti á frægt atvik í úrslitaleik heimsmeistaramótsins síðasta sumar. Del Vecchio fékk að líta rauða spjaldið fyrir að skalla Materazzi. „Ég gerði ekkert rangt, ég sagði honum bara að hætta þessu,“ sagði Materazzi eftir leikinn en honum fannst Del Vecchio fara of harkalega í markvörðinn Julio Cesar. „Áður en hann var rekinn af velli hafði hann farið harkalega í Adriano og endurtók síðan leikinn í viðskipt- um við markvörðinn okkar þegar hann var með hendur á knettin- um,“ sagði Materazzi. Inter vann leikinn 2-0 og hefur liðið nú unnið fjórtán deildarleiki í röð. Segist ekki hafa gert neitt rangt Leikmenn Phoenix Suns eru ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni þótt margir spek- ingar bíði eftir að blaðran springi. Phoenix vann sinn 17. leik í röð þegar liðið sótti 115-100 sigur til Cleveland í fyrrinótt og vantar nú aðeins þrjá sigurleiki til við- bótar til þess að geta státað af annarri lengstu sigurgöngu sög- unnar. Ekki hefur liðið aðeins unnið 17 leiki í röð því það hafði nýlokið 15 leikja sigurgöngu áður en það lagði af stað í þessa sem enn sér ekki fyrir endann á. Síðasta tap Suns var í Dallas 28. desember og liðið er búið að vinna 34 af síð- ustu 38 leikjum sínum eftir að hafa tapað 5 af fyrstu 6 leikjum sínum á tímabilinu. Steve Nash heldur áfram að leiða lið sitt með einstakri spila- mennsku en að þessu sinni var hann með 23 stig og 15 stoðsend- ingar. Nash hélt öllum sínum lyk- ilmönnum inni í leiknum því Shawn Marion skoraði 23 stig, Amare Stoudemire var með 22 og Leandro Barbosa kom að venju sterkur inn af bekknum og bætti 19 stigum. „Þeir eru óstöðvandi eins og þeir spila núna,“ sagði LeBron James eftir leikinn en Nash var ekki alveg sammála. „Fólk talar ekki um hvort lið hafi unnið 33 leiki í röð heldur um það hvort lið hafi orðið meistarar. Okkur líður ekkert eins og við séum ósigr- andi því við þurfum enn að bæta margt í okkar leik,“ sagði Steve Nash og vísaði þar í met Los Ang- eles Lakers frá 1971-72 en liðið vann þá 33 leiki í röð. Sjöunda lengsta sigurgangan Þær skemmtilegu kringumstæður eru nú komnar upp að tveir bræður munu þjálfa á móti hvorum öðrum í bikarúrslit- um karla í körfubolta í næsta mán- uði. „Það að komast í bikarúrslita- leikinn lyftir þessu upp á annað plan,“ segir Pétur Ingvarsson sem mætir yngri bróður sínum Jóni Arnari í Höllinni en báðir hafa þeir verið að ná frábærum árangri í vetur. „Þeir eru búnir að rústa okkur tvisvar í vetur og við höfum ekki unnið þá síðan að ég veit ekki hve- nær. Þetta eru ekki óskamótherj- arnir fyrir okkur. Þetta er eina liðið sem við höfum spilað við síðan ég veit ekki hvenær sem hefur náð að keyra upp hraðann á móti okkur. Við réðum ekkert við þá,“ segir Pétur en Jón Arnar hefur náð að koma ÍR á mikið flug síðan að hann kom í Breiðholtið. „Ég vissi það frá fyrstu mínútu að þessi hópur ætti að geta gert miklu betur. Þetta var spurning um hvort að við myndum fara vel af stað og ná fljótt upp sjálfs- traustinu. Það gekk eftir og menn eru alltaf að átta sig betur og betur á hvað sé hægt að gera,“ segir Jón Arnar. Jón Arnar hrósar bróður sínum fyrir frábært starf hans í Hvera- gerði. „Það er eins og það komi mönnum alltaf á óvart hvernig þeir standa sig þarna. Pétri tekst alltaf að vinna vel úr erfiðum stöð- um. Hann er búinn að gera það ár eftir ár og ég held að menn verði bara að fara átta sig á því að hann er hörku þjálfari,“ segir Jón Arnar sem fær líka hrós frá bróður sínum. „Hann er að gera frábæra hluti með ÍR-liðið og þeir eru með eitt best mannaða liðið á landinu eins og staðan er í dag. Mér sýnist að hann sé búinn að ná að kveikja í þeim,“ segir Pétur og bætir við. „Ég er ekki með neina elítu- menn upp til hópa í mínu liði og hann hefur úr fleiri slíkum mönn- um að spila. Það sem einkennir þetta lið er þolinmæði og við getum kannski ekki gert neitt annað en að vera þolinmóðir,“ segir Pétur. Jón Arnar veit líka að Pétur hefur þegar farið með lið í bikarúrslitaleik en hann kom Hamar í Höllina 2001. „Hann er reynslunni ríkari,“ segir Jón Arnar. Þeir bræður hafa báðir orðið bikarmeistarar en þeir voru í aðalhlutverki þegar Haukarnir unnu bikarinn 1996. Jón Arnar var þá með 11 stig í úrslitaleiknum en Pétur skoraði 8 stig. „Við höfum algjörlega unnið fyrir því að spila í þessum úrslita- leik,“ sagði Jón Arnar en ÍR hefur lagt Íslandsmeistara Njarðvíkur, silfurlið Skallagríms og svo Grindavík á útivelli á leið sinni í Höllina. „Við höfum verið mjög heppnir og fengið heimaleiki allan tímann á meðan að þeir þurftu að vinna Grindavík á útivelli,“ segir Pétur. Þeir bræður viðurkenna báðir að þeir ræði ekki íslenska boltann þessa daganna. „Við höfum rætt mikið um körfubolta en pössum okkur á að segja ekki neitt núna. Ég er með allt öðruvísi lið en hann og með allt aðrar áherslur. Ég held að við fylgjumst báðir það vel með að ég held að við vitum alveg jafn mikið um hvað hinir þjálfararnir eru að gera,“ segir Pétur og Jón Arnar er á sömu skoðun. „Við tölum töluvert saman um körfubolta og höfum báðir mikinn almennan áhuga á körfubolta. Þegar við erum báðir að keppa á móti hvorum öðrum þá ræðum við minna um deildina hér heima,“ segir Jón og bætir við. „Við höfum oft keppt á móti hvor öðrum þannig að það verður ekkert vandamál og bara gaman að fá að mæta honum. Þetta eru mjög ólík lið og það er ljóst að það er misjafnt hvað þjálfarnir eru að reyna að ná fram í leikjum þess- arra liða. Við munum reyna að nota okkar styrkleika og þeir eru allt öðruvísi en hjá þeim,“ segir Jón Arnar og báðir búast þeir við flottum úrslitaleik. „Þetta verður skemmtilegur leikur fyrir alla. Það hafa oft verið Suðurnesjalið í bikarúrslitunum og liðin í ár eru klárlega ekki þaðan,“ segir Pétur að lokum. Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn. Paul Jewell, knatt- spyrnustjóri Wigan Athletic, hefur fengið nígeríska landsliðsmann- inn Julius Aghahowa í sínar raðir. Samningar hafa náðst við leikmanninn og er aðeins beðið eftir atvinnu- leyfi. Agahowa kemur frá Shaktar Donetsk og sagði Jewell að félagið hafi fylgst með honum í nokkurn tíma. Wigan ætlar einnig að reyna að klófesta Papa Bouba Diop frá Fulham áður en félagaskipta- glugganum verður lokað. Newcastle er einnig að fá nýjan leikmann, bandaríska varnar- manninn Oguchi Onyewu frá Standard Liege. Hann er betur þekktur undir nafninu Gooch og verður lánaður út leiktíðina en svo fær Newcastle forkaupsrétt á honum. Agahowa sem- ur við Wigan Frestur til tilkynna fram- boð til þeirra embætta sem kosið verður um á næsta ársþingi KSÍ rann út á laugardaginn. Þingið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Þrír eru í framboði til emb- ættis formanns sambandsins en Eggert Magnússon lætur af því starfi nú eftir átján ára formanns- setu. Þau eru Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Halla Gunnarsdóttir blaðamaður og Jafet Ólafsson viðskiptafræðing- ur. Kosið verður um fjögur sæti í aðalstjórn KSÍ. Þeir sem sækjast eftir endurkjöri eru Halldór B. Jónsson varaformaður, Eggert Steingrímsson gjaldkeri og Björn Friðþjófsson. Fjórir til viðbótar sækjast eftir kjöri: Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Inga Sívertsen, Stefán Geir Þórisson og Vignir Már Þormóðsson. Allir ofantaldir eru frá Reykja- vík nema Björn, frá Dalvík, og Vignir, frá Akureyri. Allir fjórir aðalfulltrúar lands- fjórðunga bjóða sig fram á nýjan leik og fá ekki mótframboð. Kosið er um þrjú sæti vara- manna í aðalstjórn en allir sitjandi varamenn bjóða sig fram til end- urkjörs auk eins í viðbót. Kjörrétt á aðalþingi KSÍ hafa fulltrúar knattspyrnufélaganna í landinu. Félög í efstu deildum karla og kvenna fá að senda fjóra fulltrúa á þingið, 1. deildarfélög í karlaflokki þrjá fulltrúa en einn í kvennaflokki. Félög í 2 . deild karla fá tvo fulltrúa og 3. deildar- félög einn fulltrúa á ársþinginu. Viðar Halldórsson er formaður kjörstjórnar en hugleiddi um tíma að bjóða sig fram til embættis for- manns KSÍ. Geir er talinn njóta stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar. Auk þess komu saman formenn knattspyrnufé- laga á Suðurnesjum í upphafi jan- úar og gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu til stuðnings Geirs. Halla hefur opnað heimasíðu í tengslum við framboð sitt, halla- ksi.blog.is. Framboðsfrestur runninn út Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi Gerið verðsamanburð margar stærðir All Terrain 31” 13.950,- stgr. 33“ 16.980,- stgr. 35” 16.990,- stgr. Er jeppinn tilbúinn fyrir veturinn?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.