Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 30.01.2007, Síða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég segi nú ekki að ég sé farin að troða upp í kirkjum, en ég var beð- inn að predika á sunnudag og fannst ég ekki geta skorast undan,“ segir Davíð Þór Jónsson þýðandi sem predikaði í guðs- þjónustu í Nes- kirkju á sunnu- dag. Davíð segir að það sé að færast í aukana að leikmenn séu beðnir að predika í messum. „Þetta er ekkert einsdæmi, langt því frá. Ég ákvað að þekkjast boðið þar sem ég lærði guðfræði á sínum tíma og hugðist jafnvel gerast prestur.“ Hann kveðst þó ekki hafa átt gamla stóla- ræðu í fórum sínum heldur frum- samdi hann hana fyrir þetta tæki- færi. „Ég las bara texta dagsins og velti honum fyrir mér. Í ræðunni fjalla ég um það hvernig manni hættir til að setja sig bara í sam- band við guð þegar maður er í sparifötunum; við eigum til að umgangast hann frekar eins og bankastjóra sem við leitum til þegar okkur vantar eitthvað en ekki eins og sannan vin sem maður bæði leitar til og gefur eitthvað til baka.“ Vel var mætt í messu og segir Davíð að predikun sinni hafi verið vel tekið. Hann játar þó að lengi vel tóku menn síður mark á honum þegar hann ræddi trúmál þar sem hann var þekktur grínisti, og þeim Steini Ármanni Magnússyni í Rad- íusbræðrum fátt heilagt í gaman- málum sínum. „Það hefur sem betur fer breyst, ég held að Jón Gnarr hafi rutt brautina mikið að þessu leyti. Fólk hefur áttað sig á að maður getur verið að grínast aðra stundina og rætt um andans mál þá næstu.“ Prédikun Davíðs má finna á vef- síðunni tru.is. Radíusbróðir í predikunarstól „Ég pantaði hann enda þekki ég vel hvernig hann vinn- ur,“ segir Alfreð Gíslason, landsliðs- þjálfari Íslands í handbolta. Íslenska landsliðið er eina liðið sem hefur haft sama bílstjór- ann í gegnum alla heimsmeistara- keppnina í Þýska- landi. Sá heitir Thomas Bock- elmann en gengur alla jafnan undir nafninu Bokie hjá „strákunum okkar“. Fyrst sá Bokie um aksturinn í Magdeburg þar sem landsliðið tryggði sér sigur í sínum riðli. Og svo fylgdi hann liðinu til Dortmund en þar hafa Strákarnir okkar tryggt sér sæti meðal átta bestu. „Þetta er einfaldlega besti dræver sem þú getur fengið,“ heldur Alfreð áfram. „Hann sér um allt og gerir allt,“ bætir hann við. „Og það er alltaf klárt kaffi þegar maður kemur inn í rútuna,“ segir Alfreð og ber Bokie augljóslega vel söguna. Bokie er öllu hnútum kunnug- ur innan landsliðsins enda ekki í fyrsta skipti sem hann situr undir stýri þegar það er annars vegar. Þegar liðið fór í keppnisferðalag til Póllands í fyrra fékk Alfreð bílstjórann Bokie til að ferja liðið. Og Alfreð sjálfur þekkir bílstjórann vel frá fornu fari. Bokie keyrði Magdeburgar-liðið undir stjórn landsliðsþjálfarans þegar hann stýrði því til sigurs í þýsku deildinni og Evrópukeppn- inni. „Ég hef bara haft alveg hrikalega góða reynslu af honum,“ segir Alfreð en vildi þó ekki ganga svo langt að kalla Bokie lukkutröll íslenska lands- liðsins. Keyrir landsliðið um af stakri snilld ...fær Bjarni Þór Bjarnason, fyrsti íslenski presturinn sem settur er í embætti prests ensku biskupakirkjunnar, sem sinnir sálusorgun fyrir enskumælandi trúmenn á landinu. Enska Óskarsverðlaunaleik- konan Emma Thompson og gamanleikarinn Stephen Fry hafa í hyggju að halda stórt kvikmyndahandritanám- skeið á Hótel Glym. Þetta staðfestir annar eigandi hótelsins, Hansína B. Ein- arsdóttir, en hún rekur hótelið ásamt Jóni Rafni Högnasyni. Ætlunin er að Thompson og Fry komi hingað í lok þessa árs og mun fjöldi fólks sitja fyrirlestra og vinnufundi tengda gerð kvikmyndahandrita. Námskeiðið er haldið í nánu samstarfi við Icefusion.com, sam- starfsfyrirtæki hót- elsins í London. Hótel Glymur hefur vakið mikla athygli hér- lendis sem erlendis og segir Hansína að þau séu markvisst að gera út þá ró og kyrrð sem er í Hvalfirðinum. Þau kalla þetta Working Week in Iceland eða Vinnuviku á Íslandi. Vegalengdirnar séu enda stuttar, aðeins níutíu mínútna akstur frá Keflavík. „Við höfum fengið einn þekktasta útvarps- mann BBC, Tony Hawks, til að aðstoða okkur við gerð kvikmyndar um hótelið og svæð- ið og Hawks las meðal annars allan textann inn á myndina fyrir okkur,“ upplýsir Hansína og bætir því að þau séu í góðu samstarfi við Icefusion.com, en nú er verið að leggja lokahönd á þrjár lúxussvítur sem taka á í notkun á næstunni. Þá eru heitir pottar hótelsins annálaðir fyrir þægindi og breska blaðið The Indipend- ent valdi þá meðal þeirra fimm bestu í heiminum. Allt starfsfólk hótelsins er á fullu við að undirbúa stórt námskeið undir Chesney Hawks, frægs sönglagahöf- undar, sem haldið verður í apríl. Þá munu átján söngleikja- höfundar hvaðanæva að úr heim- inum koma til að ráða ráðum sínum og semja. „Stórt upptöku- ver verður sett upp í kirkju Hall- gríms Péturssonar í Saurbæ og það hlýtur að teljast spennandi fyrir þessa listamenn að semja á slóðum þessa merkasta skálds okkar Íslendinga,“ segir Hansína en meðal þátttakenda má nefna Sean Lennon, son John Lennon og Yoko Ono. Þá mun Tim Rice, nán- asti samstarfsmaður Andrews Lloyd Webber, ætla að leggja hót- elið undir sig og krikket-teymi þannig að í nógu verður að snúast hjá þeim Hansínu og Jóni í Hval- firðinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.