Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 72

Fréttablaðið - 30.01.2007, Side 72
Munurinn á gamla tímanum þegar við létum selja okkur maðkað mjöl og nýja tímanum þegar við látum selja okkur hvað sem er á uppsprengdu verði er sorg- lega lítill. Ennþá tuðum við yfir óréttlætinu í fimm mínútur og svo er það búið. Í tengslum við umræðu um himinhátt verðlag á Íslandi sem margir tengja ofurtollum og sígildri gróðafíkn seljenda hefur samt vaknað til nýs lífs hugmyndin um hinn meðvitaða neytanda. hugsjónina um einfaldara, umhverfisvænna líf hefur hópur fólks í útlöndum nú í heilt ár lifað ágætu lífi án þess næstum að kaupa nýtt snitti, heldur aðeins notað. Undanskilin eru lyf, matur og lág- marksfatnaður sem þó skal helst vera framleiddur í héraði úr hrein- um efnum. Þessar dramatísku aðgerðir eru byggðar á því að við höfum val og í hvert sinn sem við drögum upp veskið erum við að greiða atkvæði. stend ég mig að því í biðröðinni við búðarkassann að skima aftur fyrir mig í búðina og ofan í körfur annarra eftir ein- hverju fleiru sem ég gæti hugsan- lega keypt, sem mögulega gæti vantað. Einhvers staður á leiðinni hlýt ég að hafa gleymt því að hófsemi er dyggð og finnst helst að allt þurfi alltaf að vera til. Og þó flest mín útsöluinnkaup séu dæmd til að mistakast finnst mér ég vera að missa af einhverju þegar ég heyri kræsilegan afsláttinn auglýst- an. Þannig er ég skólabókardæmi um ofurneytanda, meira að segja þótt mér finnist leiðinlegt að versla. er einhver rómantík yfir hug- myndinni um innkaupalítið líf, þó reyndar sé spurning um raungildi þeirrar rómantíkur. Eftir svona tvo mánuði án aðkeyptrar vöru og þjón- ustu væri ég sennilega orðin lufsu- legur hippi sem ræktaði rófur og blómkál á svölunum, klippti sjálf á mér hárið og gengi í endurunnum ullarsokkum frá Kattavinafélaginu. tímum þegar hinir útvöldu hampa ríkidæmi sínu og finnst ekkert vera of mikið fyrir sig og sína, væri að minnsta kosti snjallt hjá sumum okkar hinna að velta fyrir okkur hollustu dálítillar neyslumegrunar. Varningurinn sem við mokum dag- lega úr búðum í bílinn og heim er stundum bara byrði. Hleðst upp í geymslunni og oft verðum við fegn- ust þegar draslið er loks komið í Sorpu. Neyslumegrun LÁTTU DRAUMINN RÆTAST 2007 Hin árlega stórsýning á fasteignum á Spáni: Í Perlunni 3–4. febrúar kl. 12–18 Síðumúla 13 – Simi 530-6500 www.heimili.is Síðumúla 13 – Sími 517-5280 www.gloriacasa.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.