Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 50
 9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið hola í höggi Margir stunda golfíþróttina allan ársins hring og þá er gott að vera vel búinn á vellinum. Golffatnaður þarf að vera léttur og þægilegur til að hann trufli ekki sveifluna hjá golfurum. Margs konar hlífðarfatnaður er í boði fyrir golf- íþróttamenn og má hér sjá eitthvað af því helsta sem finna má í golfverslunum. - sig Hlýtt og gott í golfið Calvin Green-jakki frá Nevada Bob. Jakkinn er úr Gore-tex efni og er því vatnsheldur með öndunareigin- leika. Jakkinn kostar 26.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Gore-tex, vatns- og vindheldar buxur með góðri öndun, frá Nevada Bob á Bílds- höfða. Buxurnar eru frá Calvin Green og kosta 20.900 kr. Regnjakki fyrir konur frá Proquip. Léttur og góður á golfvöllinn. Þessi fæst í Markinu og kostar 17.900 kr. Vind- og vatnsheldur jakki frá breska framleiðandanum Proquip. Jakkinn er fisléttur af tegundinni Silk Touch og fæst í Markinu í Ármúla. Verð: 13.900 kr. Vetrarhanskar í golfið frá Jaxx. Hanskarnir eru með vindvörn og góðu gripi, auk þess sem þeir eru með góða öndun. Þessir fást í Markinu í Ármúla og kosta 1.800 kr parið. Lynx driver fyrir lengra komna. Driverinn er léttur, nákvæmur og með góða stjórn- un. Fæst í Mark- inu, Ármúla og kostar 16.900 kr. Kvenskór frá Callaway Golf. Skórnir eru vatnsheldir og þægilegir. Þeir fást í Nevada Bob og kosta 9.900 kr. Hippo-hlífar fyrir kylfuhausana eru merktar með númerum fyrir hverja kylfu. Þessar hlífar fást í Markinu og kosta 1.700 kr., þrjár saman í pakka. Silk Touch-buxur frá Proquip fást í Markinu og kosta 9.800 kr. Buxurnar eru léttar og vatnsheldar en þessa línu frá Proquip notaði evrópska liðið í Ryder-bikarnum á síðasta ári. Arnar Gunnlaugsson, fótboltamaður í FH, spilar golf í frítíma sínum. Hann segist spila mikið yfir sumartímann en kylfurnar séu að mestu hvíldar yfir veturinn. „Ég byrjaði í golfi af einhverju viti fyrir fjórum árum. Þegar ég var úti var ég síðan eitthvað að dúlla mér milli æfinga,“ segir Arnar Gunnlaugsson fót- boltamaður sem er nú í herbúðum Íslandsmeistara FH. Þegar hann var í atvinnumennskunni erlendis byrjaði hann fyrst að leika sér í golfi. Hann hefur leikið fótbolta í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandseyjum en það var á síðastnefnda staðnum sem hann kynntist golfinu fyrir alvöru. „Strákarnir sem ég var með í liði á Bretlandi voru alveg óðir í þetta. Maður átti eiginlega ekki annarra kosta völ,“ segir Arnar sem féll fyrir golfinu eins og virðist vera mjög algengt með fótboltamenn. „Ég á að vera orðinn miklu betri en ég er. Þetta er yndislega pirrandi íþrótt,“ segir Arnar sem er með 11,7 í for- gjöf. Bjarki, tvíburabróðir Arnars, er einnig í golfinu og spila þeir tveir oft saman. „Hann getur ekki neitt, er með 12,8 í forgjöf þannig að ég er alveg skrefinu á undan. Þannig ætla ég líka að halda þessu,“ segir Arnar. „Ég stunda þetta frekar mikið yfir sumartím- ann og svo reynir maður að komast út í einhverjar ferðir yfir vetrarmánuðina, allavega tvær til þrjár ferðir. Það eru þá bara stuttar ferðir, engar skipu- lagðar æfingar eða neitt þannig. Það er annars leiðin- legt hvað maður nær að slá lítið yfir vetrartímann. Þetta verður tekið föstum tökum þegar maður hættir í fótboltanum. Maður sættir sig ekki við svona kjaft- æði, maður verður að ná núll í forgjöf einhvern tím- ann.“ Arnar og Bjarki eru í GR og Keili og spila alla þá velli en eru þó oftast í Grafarholtinu. „Svo er alltaf mjög gaman að fara upp á Skaga, það er frábær völl- ur þar,“ segir Arnar sem er frá Akranesi og því á heimavelli á Skaganum. - egm Golfið verður tekið föstum tökum eftir fótboltaferilinn Arnar B. Gunnlaugsson er mikill golfáhugamaður. Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 Nýjar vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.