Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 50
9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið hola í höggi
Margir stunda golfíþróttina allan ársins hring og þá er
gott að vera vel búinn á vellinum. Golffatnaður þarf að
vera léttur og þægilegur til að hann trufli ekki sveifluna
hjá golfurum.
Margs konar hlífðarfatnaður er í boði fyrir golf-
íþróttamenn og má hér sjá eitthvað af því helsta sem
finna má í golfverslunum. - sig
Hlýtt og
gott í golfið
Calvin Green-jakki frá Nevada Bob.
Jakkinn er úr Gore-tex efni og er því
vatnsheldur með öndunareigin-
leika. Jakkinn kostar 26.900 kr.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
Gore-tex, vatns- og
vindheldar buxur
með góðri öndun, frá
Nevada Bob á Bílds-
höfða. Buxurnar eru
frá Calvin Green og
kosta 20.900 kr.
Regnjakki fyrir konur frá
Proquip. Léttur og góður á
golfvöllinn. Þessi
fæst í Markinu og
kostar 17.900 kr.
Vind- og vatnsheldur jakki frá breska
framleiðandanum Proquip. Jakkinn er
fisléttur af tegundinni Silk Touch og
fæst í Markinu í Ármúla. Verð: 13.900 kr.
Vetrarhanskar í golfið
frá Jaxx. Hanskarnir eru
með vindvörn og góðu gripi,
auk þess sem þeir eru með góða öndun.
Þessir fást í Markinu í Ármúla og kosta
1.800 kr parið.
Lynx driver fyrir
lengra komna.
Driverinn er léttur,
nákvæmur og
með góða stjórn-
un. Fæst í Mark-
inu, Ármúla og
kostar 16.900
kr.
Kvenskór frá Callaway Golf. Skórnir
eru vatnsheldir og þægilegir. Þeir
fást í Nevada Bob og kosta 9.900 kr.
Hippo-hlífar fyrir kylfuhausana eru
merktar með númerum fyrir hverja
kylfu. Þessar hlífar fást í Markinu og
kosta 1.700 kr., þrjár saman í pakka.
Silk Touch-buxur frá
Proquip fást í Markinu og
kosta 9.800 kr. Buxurnar
eru léttar og vatnsheldar
en þessa línu frá Proquip
notaði evrópska liðið í
Ryder-bikarnum á síðasta
ári.
Arnar Gunnlaugsson, fótboltamaður í FH, spilar
golf í frítíma sínum. Hann segist spila mikið yfir
sumartímann en kylfurnar séu að mestu hvíldar
yfir veturinn.
„Ég byrjaði í golfi af einhverju viti fyrir fjórum
árum. Þegar ég var úti var ég síðan eitthvað að dúlla
mér milli æfinga,“ segir Arnar Gunnlaugsson fót-
boltamaður sem er nú í herbúðum Íslandsmeistara
FH. Þegar hann var í atvinnumennskunni erlendis
byrjaði hann fyrst að leika sér í golfi. Hann hefur
leikið fótbolta í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á
Bretlandseyjum en það var á síðastnefnda staðnum
sem hann kynntist golfinu fyrir alvöru.
„Strákarnir sem ég var með í liði á Bretlandi voru
alveg óðir í þetta. Maður átti eiginlega ekki annarra
kosta völ,“ segir Arnar sem féll fyrir golfinu eins og
virðist vera mjög algengt með fótboltamenn. „Ég á að
vera orðinn miklu betri en ég er. Þetta er yndislega
pirrandi íþrótt,“ segir Arnar sem er með 11,7 í for-
gjöf.
Bjarki, tvíburabróðir Arnars, er einnig í golfinu
og spila þeir tveir oft saman. „Hann getur ekki neitt,
er með 12,8 í forgjöf þannig að ég er alveg skrefinu á
undan. Þannig ætla ég líka að halda þessu,“ segir
Arnar. „Ég stunda þetta frekar mikið yfir sumartím-
ann og svo reynir maður að komast út í einhverjar
ferðir yfir vetrarmánuðina, allavega tvær til þrjár
ferðir. Það eru þá bara stuttar ferðir, engar skipu-
lagðar æfingar eða neitt þannig. Það er annars leiðin-
legt hvað maður nær að slá lítið yfir vetrartímann.
Þetta verður tekið föstum tökum þegar maður hættir
í fótboltanum. Maður sættir sig ekki við svona kjaft-
æði, maður verður að ná núll í forgjöf einhvern tím-
ann.“
Arnar og Bjarki eru í GR og Keili og spila alla þá
velli en eru þó oftast í Grafarholtinu. „Svo er alltaf
mjög gaman að fara upp á Skaga, það er frábær völl-
ur þar,“ segir Arnar sem er frá Akranesi og því á
heimavelli á Skaganum. - egm
Golfið verður tekið föstum
tökum eftir fótboltaferilinn
Arnar B. Gunnlaugsson er mikill golfáhugamaður.
Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533
Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16
g æ ð i o g g l æ s i l e i k i
Stærðir 36 - 48
Nýjar vörur