Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 90
Tekjur enska stórliðsins
hafa dregist nokkuð saman síð-
ustu árin og nú er svo komið að
United er „aðeins“ fjórða tekju-
hæsta félag í heimi en félagið var
efst á þessum lista í átta ár. Það
féll í annað sætið í fyrra og er nú
komið í það fjórða. Félagið er engu
að síður vel rekið og græddi mest
allra liða tímabilið 2005-06 eða
tæplega 50 milljonir punda. Það
gerir tæplega 6,7 milljarða króna.
Tölurnar sem Deloitte styðst
við eru tekjur af aðgangseyri, sala
á varningi merktum félögunum og
sjónvarpsréttur. Tekjur af sölum
leikmanna eru ekki inn í þessum
tölum. Efstu 20 félögin á listanum
seldu leikmenn fyrir meira en 2,1
milljarð punda á þessu tímabili.
Það var Real Madrid sem velti
Man. Utd af toppi tekjulistans á
síðasta ári og félagið heldur sínu
sæti. Real er enn að bæta við sig
en tekjur félagsins jukust úr 186,2
milljónum punda í 202 milljónir
punda. Barcelona og Juventus eru
komin fram úr Man. Utd í öðru og
þriðja sæti. Þó að United hafi fall-
ið á listanum jukust tekjur félags-
ins engu að síður lítillega, úr 166,4
milljónum punda í 167,8 milljónir
punda.
Deloitte spáir því að fall United
á listanum sé tímabundið þar sem
félagið sé enn að bæta við Old
Trafford og það muni skila sér í
auknum tekjum af aðgangseyri í
framtíðinni. Tekjur Chelsea juk-
ust en félagið er samt aðeins í
sjötta sæti listans.
Fastlega er búist við því að
ensk félög verði í helmingi topp 20
félaganna á næstu árum þar sem
tekjur af sjónvarpsrétti aukast
gífurlega á næstu leiktíð. Átta
ensk félög eru á topp 20 í ár.
Real Madrid með mestar tekjur en
Manchester United græðir mest
Það á ekki af körfu-
boltaliðinu Indiana Pacers að
ganga en hvert leiðindamálið
hefur rekið annað hjá félaginu síð-
ustu misseri. Nýjasta nýtt er að
þrír leikmenn liðsins lentu í slags-
málum við framkvæmdastjóra
knæpu einnar í Indianapolis en
átökin áttu sér stað eftir tapleik
liðsins gegn Golden State.
Enginn var handtekinn eða
ákærður en lögreglan í Indiana-
polis er engu að síður að rannsaka
málið. Leikmennirnir sem tóku
þátt í slagsmálunum voru Jamaal
Tinsley, Marquis Daniels og Keith
McLeod.
Framkvæmdastjórinn er lík-
legast brákaður á kjálka og svo er
hann slæmur í eyrnasneplinum
hverju sem um er að kenna. Hann
sagði Tinsley hafa hótað að drepa
sig.
Vitni hafa sagt að allir leik-
mennirnir hafi lamið fram-
kvæmdastjórann í andlitið sem
segist ekki hafa með nokkru móti
getað varið sig gegn körfubolta-
mönnunum. Vitni óttuðust að mað-
urinn væri í lífshættu, slíkar voru
barsmíðarnar.
Leikmennirnir hafa allir neitað
sök í málinu.
Leikmenn Pacers í knæpuslagsmálum
Vandræðagemlingurinn Mike
Tyson er farinn í meðferð vegna
„margs konar fíknar“ og hann
mun vera þar til réttarhöld yfir
honum hefjast.
„Hann varð að fara og taka á
vandamálum sínum,“ sagði
lögfræðingur Tysons sem vildi þó
ekki segja hvaða fíknir um væri
að ræða.
Tyson, sem orðinn er 40 ára,
bíður réttarhalda vegna ásakana
um að hafa keyrt undir áhrifum
fíkniefni sem og að hafa fíkniefni
í fórum sínum.
Farinn í
meðferð
Aðeins sex knattspyrnu-
vellir á Ítalíu uppfylla ströng
skilyrði sem hafa verið sett í
kjölfar dauða lögreglumanns á
dögunum en það andlát var
kornið sem fyllti mælinn í ítalska
boltanum.
Ólympíuleikvangurinn í Róm
er einn þeirra sem uppfyllir
öryggiskröfur en San Siro-
leikvangurinn í Mílanó gerir það
ekki.
Það er ljóst að leikið verður
fyrir tómu húsi á þeim völlum
sem ekki uppfylla öryggisröfurn-
ar fyrr en búið er að mæta
kröfunum.
Aðrir vellir sem eru taldir
öruggir eru í Genúa, Síena,
Cagliari, Tórínó og Palermo. Þar
af leiðandi fara fimm leikir í
Serie A um helgina fram fyrir
luktum dyrum en áhorfendur
verða á fimm leikjum.
Sex uppfylla
öryggiskröfur
Fjölmargir vináttulands-
leikir fóru fram í vikunni og í eld-
línunni voru meðal annars fimm
af sex þjóðum sem eru með Íslandi
í undanriðli Evrópumótsins 2008.
Spánverjar mættu Englendingum
á Old Trafford og unnu góðan 1-0
sigur. Danir mæltu sér mót við
Ástrala á Loftus Road í London og
unnu 3-1 sigur og Svíar heimsóttu
Egypta til Kaíró en þurftu að
sætta sig við 0-2 tap. Þá gerði
Norður-Írland markalaust jafn-
tefli við Wales og Lettar tóku þátt
í vináttumót á Kýpur og spiluðu
því tvo landsleiki í vikunni.
Það voru því aðeins tvö neðstu
lið riðilsins, Ísland og Liechten-
stein, sem sátu heima og bíða bara
eftir næstu leikjum í riðlakeppn-
inni. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem íslenska landsliðið nýtir sér
ekki landsleikjadag.
Eyjólfur Sverrisson hefur
verið þjálfari A-landsliðs karla í
fótbolta í 15 mánuði. Hann tók við
af þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og
Loga Ólafssyni 14. október 2005.
Á þeim tíma hefur Eyjólfur
ekki fengið mörg tækifæri til þess
að þróa sinn leikstíl eða gefa leik-
mönnum tækifæri til þess að sýna
sig og sanna. Íslenska landsliðið
hefur aðeins spilað tvo vináttu-
landsleiki þessa fimmtán mánuði.
Liðið tapaði 0-2 fyrir Trínidad og
Tóbagó í London 28. febrúar í
fyrra og gerði síðan markalaust
jafntefli við Spánverja á Laugar-
dalsvellinum í ágúst.
Liðið hefur síðan spilað fjóra
leiki í undankeppninni en árang-
urinn er ekki glæsilegur, aðeins
þrjú stig af tólf mögulegum.
Íslenska liðið byrjaði reyndar frá-
bærlega og skoraði þrjú mörk í
fyrri hálfleik fyrsta leiksins gegn
Norður-Írum en hefur síðan aðeins
skorað eitt mark gegn átta á 315
mínútum.
Næsti æfingalandsleikur
íslenska liðsins er gegn Kanada á
Laugardalsvellinum í ágúst en
fram að þeim leik mun liðið spila
þrjá leiki í undankeppninni, gegn
Spáni í mars og gegn Liechten-
stein og Svíþjóð í júní. Fyrir leik-
inn við Liechtensteina í júní, leik
sem verður að vinnast, hefur
landsliðið aðeins hist einu sinni á
rúmum sjö mánuðum.
Svíar hafa spilað langflesta
æfingaleikina en líkt og Spánverj-
ar voru þeir ekki bara að undir-
búa sig fyrir undankeppnina því
þeir voru með á HM í Þýskalandi.
Svíar fóru einnig með landslið til
Suður-Ameríku í janúar 2007 og
til Sádi-Arabíu 2006 en í þeim
fimm landsleikjum sem voru spil-
aðir í þeim ferðum tefldu Svíar
fram mönnum sem spila í Sví-
þjóð.
Spánverjar eru aftur á móti sú
þjóð í íslenska riðlinum sem hefur
nýtt alla landsleikjadaga FIFA
þessa fimmtán mánuði en FIFA
úthlutaði tíu dögum frá nóvember
2005 til febrúar 2007.
Fram undan er eitt stærsta
landsliðsárið frá upphafi því karla-
landsliðið leikur alls átta leiki í
undankeppninni í ár. Ísland spilar
fyrst við Spánverja á Mallorca 28.
mars næstkomandi. Þá verða liðn-
ir 168 dagar síðan íslenska lands-
liðið lék síðast leik en hann var
gegn Svíum á Laugardalsvellinum
11. október síðastliðinn.
Spánverjar spila hins vegar við
Dani í undankeppninni fjórum
dögum áður auk þess að hafa spil-
að þrjá aðra vináttulandsleiki til
viðbótar frá því í október. Luis
Aragones hefur því fengið 360
mínútur til þess að undirbúa sína
menn en Eyjólfur hefur aðeins
æfingarnar eftir að hópurinn hitt-
ist um það bil viku fyrir leikinn.
Eyjólfur Sverrisson er ekki og sama báti og landsliðsþjálfarar hinna þjóðanna sem eru með Íslandi í riðli í
undankeppni Evrópumótsins 2008. Meira að segja Liechtenstein hefur fengið þrefalt fleiri æfingaleiki.
Lettar töpuðu báðum
leikjum sínum á Kýpurmótinu
sem fram fór í vikunni, fyrst 0-2
fyrir Búlgaríu í undanúrslitunum
og svo 0-2 fyrir Ungverjum í
leiknum um þriðja sætið.
Þar með hafa Lettar ekki
skorað í landsleik síðan þeir unnu
Íslendinga 4-0 í Riga 7. október
síðastliðinn. Þar með er ekki öll
sagan sögð því mörkin fjögur
sem Lettar skoruðu framhjá Árna
Gauti Arasyni í leiknum eru einu
landsliðsmörk Letta í síðustu átta
leikjum eða síðan að þeir unnu
Norður-Kóreu 2-1 á næstsíðasta
degi ársins 2005.
Lettar hafa því ekki skorað í
680 mínútur gegn öðrum en
Íslendingum sem þeir skoruðu
fjögur mörk hjá á aðeins 90
mínútum.
Skora bara
gegn Íslandi