Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið
Prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson
hafa klifað á því síðustu mánuði,
að ójöfnuður hafi hér stóraukist.
Stjórnarandstæðingar hafa tekið
hressilega undir með þeim. Til
marks um aukinn ójöfnuð nefna
þeir Þorvaldur og Stefán svo-
nefndan Gini-stuðul, sem er
mælikvarði á tekjuskiptingu. Þar
sem tekjuskiptingin er jöfn, er
stuðullinn 0, en þar sem hún er
eins ójöfn og framast má verða
(einn maður hefur allar tekjurn-
ar), er stuðullinn 1.
Hinn 10. ágúst 2006 birti
Þorvaldur Gylfason grein í
Fréttablaðinu undir fyrirsögninni
„Hernaður gegn jöfnuði“. Þar
kvað hann ríkisskattstjóraemb-
ættið hafa reiknað út fyrir sig
Gini-stuðla fyrir Ísland tólf ár
aftur í tímann. (Það er aukaatriði,
að enginn hjá embættinu kannast
við að hafa gert þetta.) Sam-
kvæmt tölum Þorvalds var Gini-
stuðull fyrir Ísland árið 2005 0,36
og hafði hækkað árlega að
meðaltali um rösk 0,1 stig.
Þorvaldur kvað sögulegt, að
tekjuskiptingin á Íslandi væri
orðin eins ójöfn og í Bretlandi.
Hinn 31. ágúst 2006 birti
Stefán Ólafsson grein í Morgun-
blaðinu undir fyrirsögninni
„Aukning ójafnaðar á Íslandi“.
Þar gerði hann tölur Þorvalds að
sínum, enda væru þær, sagði
Stefán, í góðu samræmi við
lífskjarakönnun, sem Evrópusam-
bandið vinnur að í samstarfi við
hagstofur aðildarríkjanna auk
Sviss, Noregs og Íslands. Stefán
birti með greininni línurit um, að
Gini-stuðullinn fyrir Ísland hefði
farið úr 0,25 árið 1995 í 0,35 árið
2004. Þetta væri miklu ójafnari
tekjuskipting en annars staðar á
Norðurlöndum.
Stefán bætti um betur í viðtali
við Fréttablaðið 30. október 2006.
Þar sagði hann, að ójöfnuður
hefði aukist hraðar á Íslandi
síðustu tíu árin en í Chile á
valdadögum herforingjastjórnar
Pinochets. Þessi ummæli þóttu
sæta slíkum tíðindum, að
Fréttastofa útvarpsins birti sama
dag sérstaka frétt um þau.
Greinarnar og viðtölin má sjá á
heimasíðum Þorvalds, Stefáns,
Fréttablaðsins og Morgunblaðsins
á Netinu.
Ég benti á það opinberlega
fyrir skömmu, að þeir Þorvaldur
og Stefán hafa rangt fyrir sér.
Ástæðan er einföld. Í tölum þeim
um Gini-stuðla, sem þeir notuðu
fyrir Ísland, var söluhagnaður af
hlutabréfum tekinn með. Hann
veldur mestu um, hversu ójöfn
tekjuskiptingin mælist á Íslandi,
því að hann skiptist fremur
ójafnt. Í tölum þeim um Gini-
stuðla, sem Þorvaldur og Stefán
notuðu fyrir önnur lönd, er
söluhagnaður af hlutabréfum hins
vegar ekki tekinn með, enda er
það ekki venja, þar eð þetta eru
óreglulegar fjármagnstekjur.
Hvorki Þorvaldur né Stefán
hafa leiðrétt tölur sínar opinber-
lega, en Stefán lætur þessa atriðis
stuttlega getið í nýlegri ritgerð í
vefriti Stofnunar stjórnsýslu og
stjórnmála. Um eitt hundrað
manns lesa það rit, þúsund
sinnum færri en sáu ummæli
Stefáns í Morgunblaðinu og
Fréttablaðinu.
Nú er nýkomin út skýrsla
Hagstofu Íslands, Lágtekjumörk
og tekjudreifing 2003-2004. Þar er
stuðst við þá lífskjarakönnun
Evrópusambandsins, sem Stefán
vitnaði í. Margt kemur þar
merkilegt fram. Árið 2004
reyndist fátækt (samkvæmt
skilgreiningu Evrópusambands-
ins) til dæmis vera einna minnst á
Íslandi af öllum Evrópulöndum.
Hún var aðeins minni í einu landi,
Svíþjóð, en meiri í 28 löndum, þar
á meðal Noregi, Danmörku og
Finnlandi.
Ekki var síður athyglisvert, að
tekjuskipting á Íslandi var
samkvæmt skýrslunni jafnari en í
langflestum öðrum löndum
Evrópu. Gini-stuðull árið 2004
fyrir Ísland var 0,25. Hann var
aðeins lægri í þremur löndum,
Slóveníu, Svíþjóð og Danmörku,
og munar þó litlu. Gini-stuðull var
hærri (tekjuskipting ójafnari) í 28
löndum. Hann var 0,26 fyrir
Finnland og 0,28 fyrir Noreg.
Þessar tölur eru reiknaðar út
eins í öllum Evrópulöndum, án
söluhagnaðar af hlutabréfum.
Þær sýna, að ójafnaðartal þeirra
Þorvalds og Stefáns var út í
bláinn. Tölur þeirra um Gini-
stuðla fyrir Ísland voru rangar
eða að minnsta kosti ósambæri-
legar við tölur frá öðrum löndum.
Stjórnarandstæðingar urðu
ginningarfífl þeirra.
Ginningarfífl
Þorvaldur og Stefán hafa rangt
fyrir sér. Ástæðan er einföld.
Í tölum þeim um Gini-stuðla,
sem þeir notuðu fyrir Ísland,
var söluhagnaður af hlutabréf-
um tekinn með
Hreinn Loftsson hrl., stjórnarformaður Baugs Group, sendi f.h. félagsins yfirlýs-
ingu til fjölmiðla 7. febrúar sl. Að því tilefni
vill Ríkislögreglustjórinn taka eftirfarandi
fram.
Umræða í fjölmiðlum síðustu daga hófst að
frumkvæði fréttamanna sem fengið höfðu
afhent afrit af bréfaskriftum milli embætta
Ríkislögreglustjórans og Skattrannsóknar-
stjóra ríkisins. Þessi gögn voru ekki afhent af emb-
ættinu, sem hafði hafnað beiðni um slíkt. Líklegt er
að annar tveggja af 9 mönnum sem getið hefur verið
í umræðunni og höfðu fengið umrædd gögn afhent
hjá Skattrannsóknarstjóra, á grundvelli stjórn-
sýslulaga, hafi afhent gögnin. Vegna þeirrar fjöl-
miðlaumræðu sem hófst mánudaginn 5. febrúar sl.
sá embættið sig tilknúið að senda frá sér fréttatil-
kynningu 6. febrúar sl.
Hreinn fullyrðir að enn á ný hafi Ríkislögreglu-
stjórinn lekið upplýsingum til fjölmiðla, það er þó
ekki með nokkrum hætti rökstutt með hvaða hætti
það á að hafa gerst eða hvaða upplýsingar það eru.
Verður ekki séð að Hreinn sé að vísa til fréttatil-
kynningar embættisins enda verður hún vart flokk-
uð sem leki heldur bein upplýsingagjöf til almenn-
ings. Ríkislögreglustjórinn getur ekki tekið ábyrgð
á umfjöllun fjölmiðla um einstök mál né
stjórnað umfjöllun þeirra um gögn sem
þeir hafa fengið í hendur.
Ríkislögreglustjórinn hefur engan hag
af, né vilja til, að koma höggi á nokkurn
starfsmann Baugs Group hvorki fyrrver-
andi né núverandi. Nöfn einstaklinga hafa
fréttamenn tekið upp úr gögnum sem þeir
hafa undir höndum en ekki fréttatilkynn-
ingu embættisins frá 6. febrúar.
Í yfirlýsingu sinni vísar Hreinn til
umfjöllunar í fréttum RÚV og að fjárhæð-
ir séu þar slitnar úr samhengi. Ríkislög-
reglustjórinn veitti fréttamönnum RÚV þær upp-
lýsingar sem fram koma í fréttatilkynningunni frá
6. febrúar, aðrar ekki.
Í yfirlýsingu sinni segir Hreinn Loftsson að svo
virðist sem „tilgangur nýjasta lekans“ sé að hafa
áhrif á aðalmeðferð í eftirstöðvum Baugsmálsins
sem er að hefjast, án þess að rökstyðja það frekar.
Óljóst er hvaða áhrif þetta á að hafa í umræddu
máli. Ríkislögreglustjórinn vill árétta að sú umræða
sem farið hefur fram í fjölmiðlum og var tilefni
yfirlýsingar Hreins hófst án þess að Ríkislögreglu-
stjórinn gæti þar nokkru um ráðið hvort og hvenær
hún fór fram. Ríkissaksóknari hefur rannsakað slík-
ar ávirðingar áður og komist að þeirri niðurstöðu að
enginn fótur væri fyrir slíkum áburði.
Höfundur er saksóknari efnahagsbrota.
Athugasemd saksóknara
S
tóraukin meðvitund þjóðarinnar um umhverfismál
er ánægjuleg þróun. Sérstaklega þegar haft er í huga
að ástæða þess að Ísland er enn tiltölulega óspillt
og ómengað liggur fremur í fámenni þjóðarinnar og
stærð landsins en því að landsmenn hafi umgengist
náttúruna af virðingu og snyrtimennsku hingað til.
Öllum vísbendingum um breytt hugarfar ber því að fagna;
það er aldrei of seint að bæta ráð sitt.
Hitt er ekki síður fagnaðarefni að við Íslendingar skulum
yfirhöfuð vera í þeirri aðstöðu að geta látið okkur annt um
umhverfið. Án þess að á nokkurn hátt sé gert lítið úr mikil-
vægi umhverfismála, þá leikur enginn sérstakur vafi á því að
önnur mál en náttúruvernd væru nú á oddinum á Íslandi ef
Íslendingar byggju ekki við drjúga velmegun; hugsanlega þá
mestu í sögu þjóðarinnar.
Líkur hafa áður verið leiddar að því á þessum vettvangi
að úrslit kosninganna í vor muni að stórum hluta velta á því
hvernig stjórnmálaflokkunum tekst að setja fram stefnumál
sín við þessar góðu efnahaglegu aðstæður, þegar kjósendur
eru tilbúnari en ella að fylkja sér um mál á borð við umhverf-
isvernd. Af skoðanakönnunum að dæma njóta vinstri-græn
einmitt um þessar mundir áherslu flokksins í þeim efnum.
Uppskerutíminn er þó ekki fyrr en í vor og margt getur
breyst á þeim mánuðum sem eru fram undan. Nýjustu skoð-
anakannanir sýna að margir kjósendur eru enn óákveðnir,
Sérstaklega virðast fjölmargar konur óvissar um hvernig þær
ætla að ráðstafa atkvæði sínu. Þar eru því augsýnilega sóknar-
færin fyrir flokkana.
Samfylkingin þykist örugglega eiga stóran hlut í óákveðna
kvennahópnum því ef eitthvað er að marka söguna halla konur
sér frekar til vinstri og að flokkum þar sem kynsystur þeirra
eru áberandi í forystuhlutverkum.
Sú niðursveifla sem má sjá í skoðanakönnunum á fylgi Sam-
fylkingarinnar meðal kvenna hefur ekki verið útskýrð. Ef til
vill spilar þar inn í óvenju afdráttarlausar yfirlýsingar for-
mannsins um evru og aðild að Evrópusambandinu. Sama hvort
þær hugmyndir þykja raunhæfar eða ekki, þá hljómar það
örugglega undarlega í röðum ýmissa jafnaðarmanna af báðum
kynjum að fyrir utan Samfylkinguna hefur Evrópuumræðan
verið hvað háværust meðal helstu kapítalista landsins, innan
atvinnulífsins og stórfyrirtækjanna.
Hitt er svo ekki ólíklegri skýring að þar sem konur eru
búnar eðlismeiri varkárni og ígrundun en karlar eru þær síður
tilbúnar til að lýsa yfir stuðningi við ákveðin framboð í könn-
unum, sérstaklega þar sem enn er ekki ljóst hvaða valkostir
munu liggja fyrir í vor.
Í fyrrakvöld var einn möguleikinn strikaður út þegar Fram-
tíðarlandið ákvað að bjóða ekki fram í eigin nafni og gaf þar
með umhverfissinnum í öllum flokkum aukið svigrúm til að
sýna hvað í þeim býr. Hvernig þar tekst til mun örugglega
skipta máli þegar talið verður upp úr kössunum í vor.
Keppt um konur