Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 94
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Okkur hefur verið hótað og fólk
segist vilja koma og rústa okkur,
meiða okkur,“ segir Birna Mjöll
Atladóttir, staðarhaldari á Breiða-
vík. Staðurinn hefur verið áber-
andi í umræðunni eftir að DV og
síðar Kastljós greindu frá illri
meðferð drengja þar á 6., 7. og 8.
áratug síðustu aldar. Frá árinu
1999 hefur þarna verið rekið gisti-
heimili af hjónunum Birnu Mjöll
og Keran Stueland Ólason og hafa
þau fengið sinn skerf af athygli og
viðbrögðum fólksins í landinu.
„Aðrir hafa sakað okkur um að
þetta sé bara einhver auglýsinga-
brella til að kynna staðinn,“ segir
Birna. „Hingað hafa hringt ætt-
ingjar, vinir og allir fjölmiðlar
landsins vilja koma og tala við
okkur,“ bætir Birna við. „Við
höfum bara setið hvort í sínu her-
berginu til að anna öllum þeim fyr-
irspurnum sem okkur hafa bor-
ist.“
Birna og Keran Stueland Óla-
son höfðu ekki hugmynd um þær
hörmungar sem þarna höfðu átt
sér stað þegar þau fluttu fyrst á
staðinn. Bæði eru þau þó alin upp í
grenndinni, Birna á Patreksfirði
en Keran á bóndabýli aðeins þrett-
án kílómetrum frá Breiðavík.
„Við fórum í bíó með þessum
drengjum á sínum tíma og okkur
grunaði aldrei að þetta væri í
gangi,“ segir Birna. En þegar þau
sáu fangaklefann og annan hryll-
ing runnu á þau tvær grímur. „Ég
hef upplifað það hvert sumar síðan
við opnuðum að drengir sem vist-
aðir voru í Breiðavík hafi komið
hingað,“ segir Birna. „Ég hef átt
margar mjög tilfinningaríkar
stundir með þeim hérna, þeir hafa
grátið og maður upplifir þetta ein-
hvern veginn með þeim. Og finnur
til með þeim,“ segir Birna og bætir
því við að Keran hafi í fyrstu verið
mjög tvístígandi í því hvort taka
ætti þessi orð trúanleg. „Þeir sem
hafa komið hingað voru margir
hverjir þjakaðir af samviskubiti
og höfðu á orði að kannski hefði
þetta bara verið meðferð sem þeir
hefðu átt skilið. Þeir hefðu verið
svo vondir,“ segir Birna. Þegar
eiginmaðurinn fór sjálfur að heyra
þessar sömu sögur fór hann að
trúa drengjunum. Þau hjónin hafa
nú fest sögurnar sem þeim hafa
verið sagðar niður á blað og geyma
þær í tölvu. „Við megum aldrei
gleyma um hvað málið snýst. Þetta
er ekki stríð á milli fréttamiðla
heldur mannlegur harmleikur sem
aldrei má gleymast.“
Fjölmiðlaumfjölluninni um
Breiðavík er hvergi nærri lokið.
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra hefur fyrirskipað rann-
sókn á málinu og hafa komið um
hugmyndir um að borga skaðabæt-
ur til þeirra drengja sem þarna
voru vistaðir. Birna segist þó vona
að málið verði ekki til þess að stað-
urinn verði dæmdur fyrir það sem
átti sér stað hérna. „Þetta er fal-
legasti staður í heimi og það var
ekki hann sem slíkur sem var
vondur heldur hluti þeirra sem
þarna voru.“
Gestir á Viðskiptaþingi á miðviku-
dag ráku upp stór augu og hlátra-
sköll þegar hinni víðfrægu Thule
auglýsingu var varpað upp á stórt
tjald. En í staðinn fyrir leikarana
Gunnar Hansson og Svein Geirs-
son voru þau Katrín Pétursdóttir
og Geir H. Haarde annars vegar
og Jón Ásgeir Jóhannesson og
Hannes Smárason hins vegar i
aðalhlutverkum.
Sævar Guðmundsson, leik-
stjóri hjá Saga Film, fékk þann
heiður að leikstýra þessu valda-
mikla fólki í viðskiptalífinu. Og
segist hafa dottið í lukkupottinn ef
hægt er að tala um lukkupott í
þessum efnum. „Þetta gekk mjög
vel og þau voru ótrúlega móttæki-
leg fyrir þessu þótt þetta sé tíma-
bundið fólk. Og það kannski kom
helst á óvart hversu mikinn tíma
þau gáfu sér,“ segir
Sævar. Hann
viðurkennir
að forsætis-
ráðherrann
hafi komið
honum
verulega á óvart og hann hafi
gaukað að Geir atvinnutilboði ef
einhvern tímann skyldi harðna á
dalnum. „Hann sagðist myndu
skoða það,“ segir Sævar.
Að sögn leikstjórans vann Jón
Ásgeir þó mestan leiksigur og
Hannes Smárason sýndi mestu
hæfileikana með tungumálið.
Hannes er þekktur fyrir afburða-
góða ensku með amerískum hreim
en Sævar segir hann hafa náð að
tóna hann alveg niður. „Hannes
sýndi mikla hæfileika á þessu
sviði,“ segir Sævar.
Þegar sýningum lauk á Við-
skiptaþinginu voru sýndar glefsur
úr þeim mistökum sem höfðu átt
sér stað við gerð auglýsinganna.
„Kannski var það fyndnast þegar
Geir mismælti sig og sagði að
Íslendingar ættu flottustu
bílana og „the biggest
women“ eða feitustu
konurnar,“ segir Sævar
og hlær.
Ráðherra og forstjórar leika í auglýsingu
Fari svo að rokkarinn Eiríkur
Hauksson vinni undankeppni Eur-
ovision hérlendis hinn 17. febrúar
myndi þátttaka hans í úrslitunum í
Finnlandi 10. maí ekki stangast á
við Evrópuferð hans með hljóm-
sveitinni Live Fire and the All Vik-
ing Band. Sú ferð verður að öllum
líkindum farin í lok maí. „Það er
reiknað með að þetta verði sautján
konsertar á átján dögum en túrinn
yrði ekki fyrr en í lok maí,“ segir
Eiríkur.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á dögunum mun Eiríkur syngja
með hljómsveitinni öll helstu lög
rokksveitarinnar Uriah Heep. For-
sprakki sveitarinnar er fyrrum
meðlimur Uriah Heep, hljómborð-
sleikarinn Ken Hensley.
Hvernig sem fer í undankeppn-
inni hér heima ætlar Eiríkur að
halda áfram að syngja lagið Ég les
í lófa þínum, sem er eftir Svein
Rúnar Sigurðsson. Var það sér-
staklega samið með Eirík í huga
og heillaðist kappinn af laginu
þegar hann heyrði það fyrst.
Eiríkur Hauksson hefur tvíveg-
is keppt í úrslitum Eurovision.
Fyrst söng hann Gleðibankann
árið 1986 ásamt Helgu Möller og
Pálma Gunnarssyni, sem var
fyrsta framlag Íslendinga til
keppninnar. Síðan söng hann lagið
Mrs. Thompson með hljómsveit-
inni Just 4 Fun sem var framlag
Noregs árið 1991. Það lag hafnaði í
17. sæti en Gleðibankinn í því 16.
eins og margir muna eftir.
Eurovision ógnar ekki Evróputúr
...fær Gunnar Karlsson, leik-
stjóri Önnu og skapsveiflanna,
sem fékk úrvalslið poppara til
að vinna með sér að því að
vekja áhuga unglinga á klass-
ískri tónlist.
Gnoðavogi 44, s. 588 8686.
Opið alla laugardaga 11-14
30% afsláttur af rengi
og súrum hval
tilboðið gildir aðeins í dag